Útrásar-fyrirtækinu sem hún hefur rekið hér síðan í sumar ásamt litla verðmætasjóðnum og byrjaði svo ósköp vel. En þegar hallar undan fæti og afkoman ekki eins og búist var við, er skynsamast að draga saman seglin. Og nú er hálf tómlegt um að litast á Vesturbrú. Engin lítil skjáta, engar skólabækur, enginn fyrirtækjarekstur.
En Tútta er bara sátt. Veit að hún getur alltaf tekið upp þráðinn aftur með Bimsu sinni í leit að nýjum ævintýrum. Og hún hugsar til baka, til þessa yndislega tíma sem mæðgurnar hafa átt hér saman við nám og störf. Átt góðar stundir... en líka erfiðar. En umfram allt, eignast ómetanlega lífsreynslu sem þær búa að alla ævi.
Því þær hafa verið forvitnar um lífið og tilveruna og ekki látið óttan við hið ókunnuga stöðva sig.
Þess vegna lokar Tútta ferðatöskunni sinni einnig nú og skellir í lás. Því hún óttast ekki hið ókunna sem býður hennar á næstunni. Ætlar á vit ævintýra... því hún er forvitin mannfræðinemi og finnst lífið svo ótrúlega skemmtilegt furðuverk!
Og hér með lýkur síðustu bloggfærslu Túttu.
Það hefur verið ánægjulegt að skrifa og láta í ljós tilfinningar sínar og hugsanir.
Tútta þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með. Og Tútta þakkar einnig hlýhug og hvatningu sem hún hefur fengið til baka frá vinum sínum. Það hefur verið henni ómetanlegur stuðningur.
Bestu þakkir kæru vinir, glædelig júl og hils fra Danska!
Púnktur.
http://www.youtube.com/watch?v=c5IIXeR5OUI