miðvikudagur, 17. desember 2008

Replace the Fear of the Unknown with Curiosity

Tútta er að loka ferðatöskunni sinni. Búin reyndar að loka ýmsu öðru líka.
Útrásar-fyrirtækinu sem hún hefur rekið hér síðan í sumar ásamt litla verðmætasjóðnum og byrjaði svo ósköp vel. En þegar hallar undan fæti og afkoman ekki eins og búist var við, er skynsamast að draga saman seglin. Og nú er hálf tómlegt um að litast á Vesturbrú. Engin lítil skjáta, engar skólabækur, enginn fyrirtækjarekstur.

En Tútta er bara sátt. Veit að hún getur alltaf tekið upp þráðinn aftur með Bimsu sinni í leit að nýjum ævintýrum. Og hún hugsar til baka, til þessa yndislega tíma sem mæðgurnar hafa átt hér saman við nám og störf. Átt góðar stundir... en líka erfiðar. En umfram allt, eignast ómetanlega lífsreynslu sem þær búa að alla ævi.
Því þær hafa verið forvitnar um lífið og tilveruna og ekki látið óttan við hið ókunnuga stöðva sig.

Þess vegna lokar Tútta ferðatöskunni sinni einnig nú og skellir í lás. Því hún óttast ekki hið ókunna sem býður hennar á næstunni. Ætlar á vit ævintýra... því hún er forvitin mannfræðinemi og finnst lífið svo ótrúlega skemmtilegt furðuverk!

Og hér með lýkur síðustu bloggfærslu Túttu.
Það hefur verið ánægjulegt að skrifa og láta í ljós tilfinningar sínar og hugsanir.
Tútta þakkar öllum þeim sem hafa fylgst með. Og Tútta þakkar einnig hlýhug og hvatningu sem hún hefur fengið til baka frá vinum sínum. Það hefur verið henni ómetanlegur stuðningur.

Bestu þakkir kæru vinir, glædelig júl og hils fra Danska!

Púnktur.
http://www.youtube.com/watch?v=c5IIXeR5OUI

laugardagur, 13. desember 2008

Rósin hennar mömmu sinnar!

Ég veit ekki hvort ég get þetta mamma. Þessa setningu sagði hún oft við mömmu sína fyrstu dagana hér í Danskalandinu. Nýr skóli, nýtt umhverfi, nýjir vinir. Svo margt nýtt og ókunnugt sem beið hennar.
Jú þú getur þetta alveg! sagði Túttumamma. Þú getur þetta vegna þess að þú ert dugleg og kjörkuð. Þú ert ótrúlega klár stelpa og allt sem klárar stelpur ætla sér, það geta þær.
Og litli engillinn hefur vaknað á hverjum morgni og tekist á við dagsins önn með þessi orð mömmu sinnar í farteskinu. Túttumamma hefur horft á eftir henni inn á nýjar skólalóðir, fyrst svolítið óörugga, hikandi... svo hélt hún áfram, alein, keik og kjörkuð. Svo ótrúlega dugleg!
Og eftir því sem tíminn leið sá Túttumamma hana eignast vinkonur og vini. Vera duglega í skólanum og koma brosandi heim með föndur og fínerí. Vera best í sundi í bekknum! Ná tökum á dönskunni og jafnvel þýða það sem Túttumamma ekki skildi! Sjá sjálfstraustið og kjarkinn aukast með hverjum deginum.

Hún hefur hjólað þvers og kruss um alla borg á litla hjólinu sínu. Sungið hástöfum svo Túttumamma viti af henni fyrir aftan sig í allri umferðinni. Hún upplifði sólríkt sumar á stuttbuxum og sandölum. Og haust með kulda og myrkri. Það hefur verið gaman en margt hefur líka verið skrítið og framandi.
Túttumamma hefur þurft að útskýra margt skringilegt fyrir henni, meðal annars hvers vegna sumar skólasystur hennar, vegna trúar sinnar, bera slæður um höfuðið. Hvers vegna þær fara hvorki í sund né leikfimi eins og hún þarf að gera. Og Túttumamma útskýrir líka hvers vegna henni er fylgt í og úr skóla á hverjum degi. Börn eru ekki ein á ferli hér eins og heima.
Og svo hefur henni þótt svo gaman að fá heimsóknir frá Íslandi. Og hún hefur grátið þegar hún hefur þurft að kveðja. Hún hefur glaðst yfir símtölum að heiman. Brunað eins og píla að símtólinu í hvert sinn sem síminn hefur hringt.
Hún hefur ferðast alein fram og tilbaka yfir Atlantshafið með bangsana sína í fanginu. Svo ótrúlega dugleg þessi litla rós.

Og nú er hún á heimleið. Enn og aftur með bangsana sína í kjöltunni. Inn í enn eitt ævintýrið.
Búin að kveðja alla vini sína hér... og snökkta soldið í hálsakotið mömmu sinnar.
Aftur soldið kvíðin og óörugg...en auðvitað dugleg og kjörkuð eins og sannri Túttudóttur sæmir.
Góða ferð elsku Bimsa mín og megi góðar vættir fylga þér alltaf. Sjáumst fljótt aftur!

http://www.youtube.com/watch?v=5GbGO0LPtck&feature=related

miðvikudagur, 10. desember 2008

Próflok og niðurpökkun

Sætar frænkur
Skautadrottningar

Tútta upplifir aaalgjööört sálarlegt flatlendi þessa dagana. Próf búin og Bimsubarnið á heimleið. Gvöh hvað þetta er eitthvað skrítin tilfinning... annasamir dagar að baki. Hálft ár að baki, viðburðarríkt, skemmtilegt, erfitt, óvænt, krefjandi, lærdómsríkt... jámm, held að Tútta og Bimsubarnið eigi eftir að lifa lengi á þessu skemmtilega ævintýr hér í Danska.

Tútta er mætt kl. 10 púnktlich s.l. mánudagsmorgun í hið göfuga menningarsetur Jónshús veð Oster Voldgade til próftöku. Andvökunótt með mörgum kló.... ferðum og svitaböðum að baki. Tútta í sínu venjulega prófskjálftakasti stynur upp að hún eigi að taka próf í Etnógrafíu hér í staðnum á vegum Háskóla Íslands og framvísar pappírum frá prófstjóra því til sönnunar.
Eh... Uhm... Smá misskilningur í gangi milli Háskóla Íslands og þessarar ágætu stofnunar er henni tjáð þegar hún hefur náð andanum eftir hjólaferðina niðrí bæ. Sko... prófið er á morgun, þriðjudag.
Eh... Um... Olræt huxar Tútta, nennir ekki að eyða dýrmætri orku í karp og svekkjelsi, hjólar aftur heim í 24 tíma viðbótar kvíðakast og lestur með tilheyrandi skjálfta og kló... ferðum.
En viti menn! Tútta vaknar pollróleg á þriðjudagsmorgun. Hva! Próf! Iss! Brunar aftur niðrí Jónshús með blýant, eyrnatappa, Fanta lemon og 70% súkkulaði í farteskinu og hviss bang! Rúllar prófinu upp með stæl. Nebblea að vera vel lesin er málið sko!

Og þar með er skotið í eina matarveislu um kvöldið. Íslandsbryggjukrúið, Gúrí, Jónas og fröken Ísabella koma hjólandi í rigningu á Vesturbrú til að samgleðjast og kyssa Bimsubaunina bless sem á laugardag fer heim til Íslands. Yndisleg stund með alveg frábæru fólki.

Þrír dagar þar til Bimsa fer heim, notum þá vel! segir Túttumamma sem er fegin próflokum og ætlar að gera sko allt, allt allt næstu daga! Pakka, vera súpermom, powerwoman og gvöð veit hvað.
Byrjum á gubbupest og niðurg.... á miðvikudagsmorgun. (Einmitt það sem þessi tveggja manna fjölskylda þurfti á að halda nebblea!) Iss, það konsept er afgreitt í hádeginu þann sama dag og seinnipartinn rúlla mæðgurnar sér á skautum ásamt Dagbjörtu vinkonu sem hefur verið svo yndisleg við Bimsubaun í vetur.
Heitt kakó og varme æbleskiver eftir skautaferðina. Mmm... Tútta er að huxa um að gefa sér eitt slíkt eplaskífu-brúkunarapparat í jólagjöf svo hægt sé að viðhalda danskri tradisjón á aðventu þegar heim er komið.

Og nú er að spýta í lófana. Pakka, kaupa jólagjafir, fara í heimsóknir, kveðja alla yndislegu vinina... því dvöl þessara mæðgna er að ljúka hér í Danska. Bimsa heldur jól heima á Íslandi, Tútta sem er ekki mikið jólabarn, ætlar í smá skreppitúr og kemur heim í janúar.
Þaðheldégnú!

föstudagur, 5. desember 2008

Að vera yfirlesin...

Perleværksted på Vesterbro

... er eitthvað sem Túttu finnst voða vont að vera. Og merkilegt nokk.... gerist í lok hvers misseris fyrir próf. Er að gerast einnig núna.
Symptomið lýsir sér svona: Tútta les og les... þambar kaffi, borðar ótæpilega af ruslfæði, sefur skrikkjótt og dreymir námsefnið sem er til prófs á hvurri nóttu. Vaknar í svitabaði og stresskasti til að koma afkvæminu í skólann.
Svo hefst púlið. Tappar í eyrun. Rótað í glósum og glærum. Blaðað og flett í skruddum. Lesa, lesa, kaffi, pissa, kaffi, lesa meira, pissa meira. Gvöh! Túttu gæti verið að yfirsjást eitthvað... eitthvað sem kennarinn er sérstaklega að fiska eftir.... gæti skipt sköpum! Kræst! Meira grams í glósum... meira kaffi! Hjelp!
Mamma ég er með kvef, held ég komist ekki í skólann í dag.
Eh! Uhm... dásamleg tímasetning!
Shuss krakki! Hold op!... Tútta fer í afneitun, skal skrifa bréf, færð að vera inni í frímínutum. Glætan að hafa þig heima... ÉG ER Í PRÓÓÓÓFLESTRI!
En mamma! Ég er LASIN!
Tútta hrekkur við og spýtist inn í raunveruleikann um leið og hún tekur eyrnatappana úr hausnum. Almáttugs barnið að eiga svona mömmu sem hlustar ekki einu sinni. Og Tútta sem stundum er sögð vera bad woman, but good mom faðmar þennan lasna engil sinn og lætur skruddur upp í hillu. Komið gott af lestri í bili, tökum þær aftur fram á sunnudaginn.... bara svona til að rifja upp fyrir mánudagsmorgun. Túttumamma og Bimsubaun kúra hjemme í dag.
Dagbjört vinkona kemur í heimsókn eftir skóla og saman sitja stöllurnar og perla og perla, skrúfa músík í botn og blaðra á dönskuskotinni íslensku um alla sætu strákana í skólanum. Æjj... svo notó að vera bara heima, hlusta á jólalög og chilla í góðum félagsskap.
Held samt að Túttan verði glöð á mánudag kl. sirka 14 dansk tid.
Jamm, held hún hlúnkist niðrí sófa með einn Túborg og blási feitt eftir þetta skrautlega misseri hér í Danska.

þriðjudagur, 2. desember 2008

Mikkel og Guldkortet...

... er jóladagatal sjónvarpsins hér í Danska í ár, udsent af TV2. Bimsa hvetur alla sem hafa aðgang að stöðinni heima á Fróni að kíkja á þáttinn sem er sendur út kl. 20 dansk tid, og endursýndur daginn eftir kl. 17.
Hrikalega fyndinn og skemmtilegur þáttur og Bimsubarnið alveg að tjúllast af hlátri. Meira að segja Túttumamma sem telst frekar húmorslaus brosir út í annað í miðjum próflestri.

Þátturinn er um strákinn Mikkel sem bjargar jólasvein úr háska. Í staðinn fær hann eina ósk. Og Mikkel óskar sér að geta keypt allt sem fyrir finnst í heiminum. (Sumsé týpískur nútímakrakki, firtur öllu skynbragði á raunveruleikann). Og Bimsubarnið og Túttumamma bíða spenntar eftir hverri útsendingu.

Það sem er líka svo skemmtilegt er að Bimsa og bekkurinn hennar vinna verkefni í skólanum daglega í tengslum við þáttinn. Bekkurinn á jóladagatalið, öll saman, sem staðsett er í skólastofunni.

sunnudagur, 30. nóvember 2008

Geisp á fyrsta í aðventu

Rungstedlund, í garði Karenar Blixen

Löngu ákveðið að geispa, teygja úr sér og vera latar í dag. Sunnudagsmorgnar eru svo ómótstæðilegir.
Fyrsti sunnudagur í aðventu hér í Danska og mæðgurnar sofa fram eftir. Bimsubaunin búin að búa til jóladagatal í skólanum handa mömmu sinni, mamma sín búin að kaupa "Highschool Musical" dagatal í NETTO handa Bimsu... dojjj! Erum í kleinu yfir spenningnum að vakna báðar að morgni 1. des.
En fyrst er að leyfa sér að chilla á sunnudagsmorgni. Tútta er að leggja lokahönd á námið sitt hér. Skilar inn ritgerðum og verkefnum og undirbýr sig undir próf frá HÍ eftir viku. Tútta er í stresskasti og hefur samband við kennarann sinn að heiman.
"Eh! Uhm... Sko! Sigurjón! Ég veit ekki hvort ég meika þetta! Hef verið fjarnemandi, ekki setið kúrsa hjá þér, fæ stopular upplýsingar á netinu, upptökur hafa klikkað, er ekki með ykkur í tímum, er ein hér útí í Köben. Kræst! Er búin að reyna að taka námsefnið í nefið síðan í september..... Hjeeelp! Ég er fallin"
"Guðbjörg mín, vertu róleg... ef þú klárar þig á prófinu eins og þú hefur gert í verkefnaskilum hingað til... þarftu ekki að hafa áhyggjur."
Og þar með andar Tútta aðeins léttar og er skráð í fjarpróf í Jónshúsi mánudaginn 8. des. kl. 10 púnktlich.
Þess vegna er soooo roooosa gott að vera í letikasti á sunnudegi vitandi að næsta vika fer í próflestur dauðans!


Rétt fyrir hádegi er bankað á dyrnar. Mille skúlesöster er komin ásamt móður sinni að bjóða Bimsu í heimsókn. Mille býr á númer níu við Oehlenschlægersgade og hele familien ætlar að gera kertaskreytingar í dag. Svo ætla nágrannar að hittast út í garði seinnipartinn, aðvents-hygge með æbleskiver og júleglögg. Bimsa er svo sannarlega til í að sósjalera med en venninde!
Tútta notar tækifærið. Svooo sjaldan sem hún er barnlaus og á fritid. Hringir í Mr. Altmúligman og óskar eftir transporti ud på landeð. Langar svoooo rosalega að sjá safn Karen Blixen som er ikke so langt her fra????
Selfölgelig! Segir bílstjórinn, kippir Túttu upp í bílinn og saman keyra þau Strandvejen, yndisvej... og skoða safn og sögu þessa merkilegu konu sem Tútta hefur analýserað soldið í gegnum mannfræðina.

Danskurinn kannetta sko!

"Nú fáum við okkur ekte dansk júlefrokost!" segir bílstjórinn að lokinni ferð til Rungstedlund vitandi að Tútta er alltaf til í að víkka út bragðlauka-elementið.

Menningarvitinn Tútta, sem hefur verið með gapandi munninn yfir allri þessari upplifun á safninu er sko aldeilis til í dansk júlefrokost á aðventu með jólaljósum og hyggeligheð.
Mmmm.... síld, kapers og rugbröð, rökt ål, steikt röðsprette með remúlæði, æbleflesk með lög, risengröd og oster... Tuborg júleöl...... Dæligt!
Tútta er í fimmta gír eftir þennan dag! Og er sko alveg til í próflestur, kvíðaköst og svefnleysi í næstu viku eftir svona trít!

föstudagur, 28. nóvember 2008

Tútta og herra Malinowski


Tútta hefur átt andlega samleið með Herra Malinowski í vetur. Þau hafa hist nánast á hverjum degi frá því síðsumars. Margir sem til hans þekkja telja hann sjálfumglaðan og stundum hrokafullan draumóramann sem sér veröldina í rómantísku ljósi. En Tútta hefur haft ánægu af þessum kynnum og getur að mörgu leyti samsamað sig karlinum á þessum 525 blaðsíðum sem hún hefur hitt hann fyrir í bókinni Argonauts of the Western Pacific, etnógrafíu sem hann skrifaði snemma á síðustu öld.
Tútta samsamar sig vegna þess að hún sjálf hefur séð veröldina í rómantísku ljósi, hélt að dvöl sín hér í Danska draumalandinu yrði dans á rósum. Að hún gæti setið í tjalddyrunum eins og karlinn gerði og stúderað mannfræðina í ræmur, sjálfumglöð og rómantísk.
En Tútta gerir sér grein fyrir að raunveruleikinn er annar. Og einginn dans á rósum. Nú liggur bara klaki og snjór yfir þeim.

Tútta hefur tekið þá ákvörðun að koma heim um áramót.
Ekki sátt, en verður að horfast í augu við raunveruleikann enda orðið hráslagalegt í tjalddyrunum hennar.

Og af því Tútta og herra Malinowski eiga nebblea svo margt sameiginlegt þá er hún að spekúlera...
Var það ekki hann sem hljóp inn í brennandi hús á sínum tíma? Á meðan allir hinir hlupu út?
Kannski hún sé á leið úr öskunni í eldinn?

sunnudagur, 23. nóvember 2008

Músik Performans í JúleTivoli

Stúmm yfir herlegheitunum!

Umm... æbleskiver, varm sjokolaðe og júleglögg



Það er orðið jólalegt hér í Danska. Verslanir smátt og smátt að skreyta allt hátt og lágt og ilmur af eplaskífum og jólaglöggi í loftinu. Bimsubarnið búin að fylgjast mjög náið með í fjölmiðlum hvenær Tivoli opnar.


Svo loksins... loksins... gefur Túttumamma grænt ljós á ferðina. Stelpurnar fara í hvurjar gammósíurnar á fætur annarri, setja á sig trefla, húfur og vettlinga því það er kalt. Þær arka niður Vesturbrú á slaginu þrjú, algjörlega meðvitaðar um hvenær dimmir því þær ætla að ná ljósaskiptunum í þessum fallega garði.


"Leiddu mig, leiddu mig... ekki týna mér, ekki týna mér" segir Túttumamma á sirka hálfrar mínútu fresti í þrjá klukkutíma. Bimsan er nebblea eins og skopparabolti um allan garð, svo mikið að gera hjá ungri Kaupmannahafnarstúlku á laugardegi sko!


Mæðgurnar skrolla um allan garð, dolfallnar yfir herlegheitunum. Splæsa í nokkur leiktæki, kaupa jólasveinahúfu og Bimsan heldur músik- tónleika fyrir gesti og gangandi.


Að lokum fá þær sér svo eplaskífur með sultetoj og flórsykri, kakó og heitt jólaglögg þegar tásurnar eru orðnar alveg ís... ís... ííííískaldar.




Myndskeið af hljóðfæraleikara

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Tútta verslar blýanta

Tútta hefur haft mikið gagn og gaman af mismunandi sjónarmiðum blogg-lesenda frá síðustu færslu hér og er oggu pons upp með sér að fá komment frá fólki sem hún veit engin deili á.
Takk Nanna, hver sem þú ert. Nebblea nákvæmlega svona er staða draumóra námsmanna, erlendis í dag.
Mannfræðinemi eins og Tútta sem alltaf er í húmanískum pælingum og er opin fyrir öllum skoðunum, hlutlaust (nema hvað?) tekur fagnandi ólíkum perspektívum á tilveruna... annað væri smekkleysa, bæði gagnvart faginu og lýðræðislegu málfrelsi. Keep on folks!

Tútumamma fór ásamt Bimsu dönskunema að versla blýanta í dag. Pennaveskið var sumsé orðið fátæklegt þar sem Bimsubarnið er á "yddara-skeiðinu".
Ydda, ydda, ydda, úps! Blýanturinn horfinn???
Svo þurfti einnig að kaupa afmælisgjöf... því Mille skúlesöster, verður 9 ára på fredag og alle í klassen er boðið í teiti.

Afmælisgjöf: Farveblyanter for Mille: kr. 45 dkr.
Skrúfblyant for Birne skolepige: kr. 25 dkr. (Af því hann er svooo bleikur og svooo flottur mamma!)
Variente blyanter með strokleðri og yddara: kr. 59 dkr. (Því pennaveskið er tómt)
Samtals 129 dkr. (Sem teknar eru á láni frá Nye Kauptjing, sem tekur lán frá Seðlabankanum, sem tekur lán frá IMF, sem tekur lán frá .........)

Svo er hvurjum og einum frjálst að reikna á því gengi sem hentar hvurju sinni.
Tútta hins vegar huxar sinn gang (mange ganger) þegar hún borgar kr. 3044- iskr. fyrir blýanta... og á þá eftir að kaupa í matinn... og skeinipappír!

mánudagur, 17. nóvember 2008

Túttuþrá eftir sálrænu logni.

Logn

Tútta hefur stundum verið spurð af vinum sínum á Íslandi hvort þetta blessaða ástand í efnahagsmálum sé ekki að koma illa við hana eins og marga aðra námsmenn erlendis. Kannski hefur hún verið spurð vegna þess hversu lítið hún hefur fjallað um stöðu sína hér í Danska eftir að holskeflan reið yfir. Og ekki síst vegna þess að hún veit að vinum sínum er ekki sama um stelpurnar hér.

Jú vissulega hefur ástandið á Íslandi áhrif á afkomu Túttumömmu og litla verðmætasjóðinn. Í raun svo mikla, að Tútta gerir lítið annað en að hugsa um stöðu sína og Bimsubarnsins, á milli þess sem hún hreinlega ullar á skólabækurnar. Bagalegt ástand í fjármálaflutningi yfir Atlantshafið, hækkun á húsaleigu og þar með talið allri framfærslu hér hafa rænt Túttu þeim fáu aurum sem hún hefur úr að spila til að geta séð sér og Bimsubauninni farborða. En það sem Túttu þykir kannski verst, er að hún hefur einnig verið rænd námsgleðinni. Þess vegna ullar hún stöðugt á skruddurnar og finnst þær ekki eins skemmtilegar og áður. Ulla... Ojjj...

Þegar svo er komið, verður Tútta að taka í hnakkadrambið á sér og spyrja sig nokkura spurninga:

Á Tútta að koma heim um áramót, alkomin? Í svart skammdegi og óðaverðbólgu? Sleppa seinna misserinu hér og einbeita sér í HÍ? Hún tapar reyndar ekki neinu, er þegar að skila fullu námi á þessu misseri. Er nebblea dugleg skólastúlka hún Tútta sko!

Þá þarf að gera ýmsar ráðstafanir sem ekki voru á planinu þegar æfintýrið hófst. Finna samastað fyrir mægðurnar og koma Bimsu í sinn gamla skóla aftur. Athuga hvort meðlagsgreiðandinn á Íslandi væri til í smá félagslega aukavinnu inn í sitt líf?... fyrr en áætlað var.

Eða... á Tútta að vera kjur? Reyna að strögla og öðlast námsgleðina á ný? Halda áfram að skuldsetja sig og bíða eftir dönsku vori með sól í hjarta? Sem kemur líklega fyrr hér en heima. Bíða eftir einhvers konar logni?

Tútta er sumsé í óskaplegum pælingum þessa dagana... og veit barasta hreinlega ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Vinstri... hægri.... vinstri... hægri.... vin.........

fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Ormur? Snákur? Slanga?

Næh!... segir Túttumamma þegar blessað Bimsubarnið spyr hvað móðir hennar sé að elda eitt kveldið hér í Danska. Þetta er áll. Danskur áll, veiddur norður á Sjálandi sérstaklega handa Túttumömmu og Tjásu og bragðast afskaplega vel.
Ökólógíski bóndinn, fararstjórinn og sérlegi sendiherrann sem fyrr er getið á þessu bloggi hefur miklar áhyggjur af afkomu íslensku námsmeyjanna sinna... ásamt efnahagsástandi fyrrum kólóníu danaveldis, hendist út á ballarhaf og veiðir í soðið. Kemur færandi hendi og ekki í fyrsta skipti.
Værsogoð mine elskelige damer!

Állinn skorinn í bita... velt upp úr eggi og raspi... salt og pipar... steiktur þar til dásamlegur ilmur umlykur allt eldhúsið. Kartöflur með miiiiiklu smjööööri og rugbrööööd... Tuborg jule-öllarinn med naturligvis. Uh! Mmmmm...... (Ákavíti var ekki til á bænum... en skaðar ekki að bjóða með.)

Og hér með varpar Tútta spurningu til vina sinna sem lesa þetta blogg um leið og hún ropar sæl og södd:
Fæst áll keyptur heima í búðum? Er hann dýr?
Spyr vegna þess að þvílíkan herramannsmat hefur Tútta sjaldan bragðað. Og kallar hún ekki allt ömmu sína þegar kemur að fullnægingu bragðlaukana.
Nebblea... sonna.... ómótstæðileg nautn í miðri kreppu.



þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Vill einhver?... einhver?....

... láta Túttu vita þegar fréttir berast af fyrirhugaðri aðstoð íslenskra yfirvalda til námsmanna erlendis???

miðvikudagur, 5. nóvember 2008

mánudagur, 3. nóvember 2008

Dear Gudbjorg, I am happy to tell you...

... that you have passed your exam for the course in Danish culture and society.Your essay has a fine argument, the litterature is relevant and the text focused on the subject.

Jibbíííí! Loksins kom úrskurðurinn frá kennaranum hér í Danska. Tútta búin að vera hengd upp á þráð síðan hún skilaði þessari blessaðri ritgerð sem var að ganga frá henni dauðri hér um daginn.

Og Tútta er sko glööööööð! Nú er bara að spýta í lófana, brosa út að eyrum og halda áfram, áfram, áfram....!

Og það er ekki hægt annað en að gleðjast þrátt fyrir allt og allt. Til dæmis er þessi litla Bimsubaun á myndinni aaaalgjöööör snillingur. Búin að fljúga ein heim til Íslands og til baka, byrjuð í nýjum skóla og nýju fritidshjem... Sönn hetja sem er sterk, dugleg og kjörkuð. Ótrúlega flott stelpa sem stendur keik eins og mamma sín.

Og það er sko fjör á Vesturbrú þessa dagana. Sóley, elskuleg vinkona í heimsókn í heila viku hjá Túttu og Tjásu. Erum gasalega menningarlegar slúðurdósir allar þrjár og njótum þess að lifa! Hlustum á ABBA, skoðum söfn og sýningar, borðum á okkur gat og chillum feitt!

(Eh.... lesum sko líka dönsku, mannfræði og lögfræði hmm....)

mánudagur, 27. október 2008

To the world you might be one person...

... but to one person you just might be the world.

laugardagur, 25. október 2008

Fær Títla að gista eina nótt hjá Túttu og Tjásu?

Jaaaáááá!!! skrækja þær spenntar yfir þessari óvæntu heimsókn góðrar vinkonu frá Íslandi sem á leið um Danska einn föstudagseftirmiðdag. Tútta og Tjása bíða með nefið klesst á stofuglugganum og bíða... Gvöh! svo gaman! Stelpukvöld framundan!

Röltum galvaskar upp á Enghavevej á einn besta Dansk-lókal bæjarins og fáum okkur ekta!
Jammí jammí, þetta á sko við hjólaskvísurnar.
Kúrum svo heima í sófa, slúðrum og blöðrum eins og sönnum dúllum er lagið.
Takk elsku Títla fyrir frábæra samveru!

þriðjudagur, 21. október 2008

Túttumamma og Bimsubarnið unnu keisið!!!


Túttumamma á fundi með skólastjórnendum í Danska.
Muniði að Túttumamma var að berjast við danska skólakerfið?
Og danska "systemið" sagði nei, látum ekki kjaftfora kellingu frá Íslandi segja okkur fyrir verkum. Þrátt fyrir þeirra mörgu mistök og skort á þjónustu við Bimsubarnið, þá á hún að vera kjur í móttökuskólanum. Og "kerfið" gerði svo sannanlega STÓR mistök: Buðu barninu pláss í Tove Ditlevsenskole en drógu síðan allt til baka á forsendum sem standast ekki einu sinni lagalega eftir því sem Tútta kemst næst. Og Túttumamma með sína sterku réttlætiskennd og vissu um að Bimsa fari í þann skóla sem búið var að lofa henni situr marga fundi með ýmsum ráðamönnum menntakerfisins. Málið velkist í kommúnuni fram og til baka og burókratar reyna að sannfæra Túttumömmu um að hún hafi ekki keis!
Jæja? Ekki keis sumsé? Bíðið nú aðeins hægir kæru starfsmenn danska menntamálaráðuneytisins!
Tútta skellir bunka af sönnunargögnum á borðið, lætur þessa ágætu menn einnig vita að íslenska sendiráðið í Danmörku sé meðvitað um málið, lögfræðingur Túttu heima á Fróni er í viðbragðsstöðu og ef þeir vilja hneyksli??? Ekki málið af hendi Túttu að fara með þetta public í Jyllandposten... standi þeir ekki við það loforð sem upphaflega var gefið og Tútta er með skriflegt fyrir framan þá! Og hana nú!
The worst fight you can get into, is a fight with a mother who is definding her offspring!
Og þar með strunsar Túttumamma af fundi með nefið upp í loft.
Hvað á að gera við svona breddur frá Íslandi? Nú sitja þeir sveittir, búnir að kú... upp á bak verða að leysa málið.
Vika líður... Bimsa fer til Íslands... og kemur til baka... Túttumamma er mætt... og nú frískleg með sólbrúnt nef á enn einn fundinn sem hún er boðuð á.
Joooúúúú, vi kan nu se at du har ret! Segja þeir. Viljum ekki sendiráð, lögfræðinga, pressuna og allt yfir okkur, nóg að díla við smávaxna freka ljósku með bein í nefinu og réttlætiskenndina í lagi.
Birne er jou hjertelig velkommen til Tove Ditlevsenskole!
Það voru sko glaðhlakkalegar mæðgur sem splæstu í ís þennan dag!
Og þeir héldu að Túttan hefði ekki keis! Tíhí!!!

laugardagur, 18. október 2008

Tútta goes native!

Tútta er að upplifa sérkennilega lífsreynslu. Í flugi á leið til Egyptalands huxar hún hversu skrítið það sé að hverfa tugi ára aftur í tímann... burt frá vestrænu efnahagshruni og inn í menningarheim sem er svo gjörólíkur þeim sem hún þekkir. Menningarheim múslima þar sem allt annað tempó ríkir. Þar sem kallað er til bæna í moskum mörgum sinnum á dag og þar sem konur eru vart sjáanlegar í samfélaginu. Tútta er að springa úr spennu. Hún er heppin því ferðafélagi hennar sér til þess að hún njóti ferðarinnar áfallalaust. Til að koma í veg fyrir óþarfa túristavandamál í framandi landi segir hann, eru henni færðar nokkur stykki af niðurg...varnarpillum ásamt gin og tónik á hverjum morgni til að fóðra nú magann fyrir ýmiskonar óværu. Og hann gætir hennar eins og sjáaldurs augna sinna.
Með görnina í lagi og tveggja metra háan lífvörð á hælunum hefst nú ævintýri Túttu!
(Lesendur bloggsins geta klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri.... belive me! Its worth it!)
Gvöhh! Þvílík náttúrufegurð! Tútta siglir á bát til eyjunnar Mahmya. Í 30 stiga hita og ljúfum andvara Rauðahafsins kafar Tútta neðansjávar og skoðar falleg kóralrif og litríkt fiskalíf. Hinum megin hafsins er Sinai-skagi, Sharm El Sheikh og Saudi Arabia.
Tútta þorir ekki að stela steini. Öflug öryggisgæsla Egyptana á flugvellinum sér til þess að ekki fari sandkorn úr landi í farangri ferðamanna.
Vúúú! Sjórinn er svoooo kristaltær... og heitur! Allt svo tandurhreint og ósnortið. Tútta trúir varla því sem hún er að upplifa. Ef til er paradís á jörð... þá er það hér!

Er þessi heimur til? Er hann ekki bara á póstkortum eða í bíómyndum? Eða í skólabókum mannfræðinemans?
Tútta ER í raunveruleikanum... þessi heimur ER TIL! Og mannfræðistúdínan frá Köbenhavns Universitet ER stödd í Afríku! Með Súdan, Líbýu og gvöð veit hvað í nágrenninu!
(Hmm!... Besked til professor Eggertsson: Been there! Done that!)


Tútta nýtur þess að teygja úr sér og láta sólina verma kroppinn þegar komið er aftur heim á hótel. Í sundlaugargarðinum bíða þjónarnir eftir ljóskunni og lífverðinum sem ekki víkur frá Túttu í þessu framandi landi. Hmm.... mætti bjóða dömunni einn svaladrykk áður en farið er út að borða týpískan egypskan dinner ? Falafel, kjöt, baunir, döðlur og ólífur. Oh! Dear! Þetta á nú vel við Túttu.
Svo kurteisir, brosmildir og þjónustulundaðir þessar elskur. Landið þeirra er fátækt, lífsskilyrðin erfið og þeirra menningarheimur litinn hornauga sumstaðar á vesturlöndum. Tútta upplifir hins vegar kurteisi og vinsemd frá þessari þjóð og er þakklát fyrir að fá að vera gestur í þeirra landi.


Tútta tekur sér ferð á hendur inn í eyðimörkina. Smá smjörþefur af fieldwork. Í hitanum og þurkinum markar hún spor sín í sandinn. Eflaust eru þau horfin næsta dag... hver veit? Það sem er til staðar í dag, er ekki endilega til staðar á morgun. Það vitum við vesturlandabúar að minnsta kosti þessa dagana.
5000 þúsund ára saga og menning þessa lands er hins vegar staðreynd. Og Tútta er orðlaus yfir öllu því sem hún upplifir. Hún vill sjá og kynnast fólkinu sem þarna býr. Go native girl!




Í tjaldbúðum Bedúina í eyðimörkinni gerir Tútta sér grein fyrir hversu lífsskilyrði hennar eru góð þrátt fyrir dansk/ íslenska efnahagskreppu. Hún hefur rafmagn og rennandi vatn. Þótt bankinn hennar sé farinn á hausinn og íslensku aurarnir hennar á genginu núll upp á Fróni, á hún að minnsta kosti sjampó í hausinn og flæskesteg í frystinum í Danskalandinu. Gestgjafar Túttu þennan dag, Bedúinar Egyptalands eiga einungis kameldýrið sitt, geit og eldstæði. Þeir eiga líka mörg þúsund ára menningarsögu sem hefur lítið sem ekkert breyst þrátt fyrir peninga og valdagræðgi manna hér á jörð.
Þeir brosa... sýna henni stoltir heimilin sín, bjóða Túttu til kvöldverðar, syngja fyrir hana, og benda henni á stjörnubjartan himininn sem er svo magnaður þarna í auðninni.
Ekkert rafmagn, ekkert vatn... engin verðbréf... bara kyrrð... og endalaus hvítur sandur... svo langt sem augað eygir. Í svarta myrkri og algjörri þögn eyðimerkurinnar horfir Tútta í augun á þessu merkilega fólki og hugsar með sér... hversu heppin hún er að vera manneskja og... mannfræðinemi. Að fá að lifa, læra og njóta... meðtaka öll þau undur... og áföll... sem lífið og heimurinn hefur upp á að bjóða.
Hafi Tútta einhverntíma upplifað Paradís... þá er það nú!





föstudagur, 17. október 2008

Tútta er komin heim í Danska...

... með sólbrúnku, kvef, jetþreytu og sirka 47 moskitóbit.
Ferðasagan kemur seinna, er farin í háttinn! ...zzzz......

sunnudagur, 12. október 2008

mánudagur, 6. október 2008

Bros...


...stysta leiðin milli tveggja einstaklinga.
Megi góðar vættir fylgja þér heima á Íslandi litla lífsblóm.
Sjáumst 19. október elsku Bimsa mín!

miðvikudagur, 1. október 2008

If you can´t fight them... then join them!

Happy fighters!

Þessi orð góðrar vinkonu heima á Íslandi vekja Túttuna úr þunglyndisdvalanum. Tútta er búin að grenja mikið og röfla í símann yfir Atlantshafið. Svo gott að elskuleg og kær vinkona heima nennir að hlusta. Og nú rís Tútta úr öskustónni og ætlar að snúa blaðinu við. Sumsé... stop fighting and join!

Skal nú gerð grein fyrir áætluninni:

Nr. 1: Tútta getur ekkert gert þótt húsaleigan hér hafi hækkað um 50 þús. ísl. vegna slæms gengis íslensku krónunnar. Hún skuldar bara smá meira eftir þetta námsár. Púnktur. Þar með er málið út af borðinu og Tútta hættir að berjast við íslenska hagkerfið.
Nr. 2: Tútta er búin að böglast í að skrifa 8 blaðsíðna ritgerð á ensku (ásamt því að skila inn nokkurum verkefnum til HÍ) um Procreative technologies með tilliti til siðferðis. Málefni sem er mjög umdeilt í mannfræðinni og er Túttu allt of skylt og algjörlega ofviða. Ókí, veit... soldil bjartsýni. Tútta skilar inn ritgerðinni, annað hvort staðin eða fallin, það kemur í ljós. Tútta hættir að berjast við slæma samvisku um lélegan námsárangur og tekur því sem koma skal með æðruleysi.
Nr. 3: Dönsk skólayfirvöld. Þvílíkt batterí! Tútta vill að Bimsubarnið skipti um skóla. Ýmsar uppákomur í Vesterbro NySkole hafa orsakað togstreitu milli Túttu og skólayfirvalda í Danska. Túttan rífur kjaft á skrifstofum borgarinnar og finnur þessa dásamlegu tilfinningu þegar frekjan flæðir um allan kroppinn. Svona frekjukast sem "sumir" hafa ekki skilning á. Fyllir mann orku og eldmóð, ótrúlegt energí. Því Tútta er með sterka réttlætiskennd þegar kemur að velferð Bimsu litlu. En Dönskum er ekki haggað. Bimsan á að vera kjur í Vesterbro NySkole eru skilaboðin.
Ókí.... Tútta ákveður smá plott. If you can´t fight them... then join them! Verður gerð grein fyrir framvindu þeirrar sögu þegar málum lyktar.
Tútta er sumsé... hægt og sígandi... að fara úr svartsýniskasti... yfir í bjartsýniskast. Vonar í hjarta sínu að aðrir íslendingar upplifi það sama.

Erum jú hamingjusamasta þjóð í heimi ekki satt?




sunnudagur, 21. september 2008

Haltu þinni beinu braut...

...ber þitt ok með snilli
gæfan svo þér gefi´í skaut
guðs og manna hylli.
-HKL

miðvikudagur, 17. september 2008

Tútta er í kasti!


Sumsé kvíðakasti.
Eftir því sem meira skikk kemst á skólastartið hér... og heima, sekkur Tútta lengra og lengra niðrí sófann í stofunni sinni. Gvöh! Hvurnin í ósköpunum á hún að komast yfir þetta allt saman? Verkefni, ritgerðir, framsögur... endalaus vinna framundan og tíminn svo stuttur!
Tútta analýserar málið og reynir að finna lausnir:
Ráða eina tælenska í eldamennsku, þrif og þvotta? Uss! Solleiðis ekki á fjárlögum í bili.
Klóna sig? Veit ekki hvort hægt sé að biðja um slíkt í Danska... og gæti tekið of langan tíma.
Ráða helgarpabba? Gjööörðu svo vel! Hér er ein níu ára orkusuga með munnræpu og athyglisþörf. Kostar stundum pening, sérstaklega þegar labbað er fram hjá ísbúð! Mátt skila henni seinnipart sunnudags. Neee.... Tútta tímir ekki að missa gleðigjafann.
Hringja í LÍN og benda þeim á að miðað við vinnuframlag ætti námslánið að vera í nokkurum miljónum per mánuð? Iss... þeir hlusta ekki á solleiðis píp!
Biðja almættið um fleiri klukkustundir í sólarhringinn? Ekki alveg viss hvernig hnattstöðu Danskalandsins er háttað með tilliti til sambandsins. (get hugsanlega tékkað á því á morgun.)
Tútta andar í gegnum nefið, tekur nokkrar jógastöður... og veit að svona kast kemur tvisvar á ári, á haust- og vormisseri.
Veit að þetta gengur yfir eins og óveðrið heima í gær. Nú er bara að skipuleggja... og skipuleggja... og vinna og vinna.
Tútta ætlar nebblea að taka pakkann með stæl og er svo ánægð að hafa nóg að gera í lífinu!

þriðjudagur, 16. september 2008

Min förste danske flæskesteg!

Mmm... röðkol, bruneðe kartoffler, sultetoj.... og frábærir matargestir!
Ástæðan fyrir fámenni borðhaldsins þegar myndin er tekin... er frk. Ísabella sem fangaði athygli matargesta út á miðju stofugólfi.


Kappinn búinn að hjóla í Kristjaníu og fá sér eina merkta!

Á spjalli við enn einn ísraela um kvikmyndagerð.

sunnudagur, 14. september 2008

Þetta er nú svindl mamma!

Af hverju er Óli bróðir í fríi en við þurfum að læra og fara í skólann?
Bimsu þykir frekar fúlt að þurfa að vakna í skólann á meðan stóri bróðir hrýtur á vindsænginni frammi í stofu.
En svona er nú lífið hjá námsmeyjum í danska útskýrir Túttumamma og bendir bauninni á, að þrátt fyrir lífsins amstur og skyldur höfum við svo sannarlega átt yndislegar gæðastundir öll saman síðustu daga.
Borðað góðan mat, hjólað um allar trissur, farið í afmælisveislu til litlu frænku á Íslandsbryggju og gvöð veit hvað.
Ókí... sú stutta fellst á útskýringuna og heldur áfram að leggja saman, draga frá, deila og margfalda...
... og ætlar að halda áfram að dobbla bróður sinn í hitt og þetta skemmtilegt fram á fimmtudag!

fimmtudagur, 11. september 2008

Kemurðu með mér til HURGHADA?

Tútta og sérlegi sendiherrann og bílstjórinn Benny sitja yfir kaffispjalli.
HURGHADA? spyr Tútta. Hvað er nú það? Súpermarkaður? Safn? Bókabúð hér í Danska?
Næ!.... segir sendiherrann. HURGHADA er í Egyptalandi. Er að spá í vetrarfrí þar niðurfrá og langar að bjóða þér með!
????!!!! WHAT!!!!!??????
Nú er Tútta orðlaus (gerist sjaldan) og fer öll í flækju. Veit sosum og grunar að kappinn er soldið skjótlaður í skvísunni, (skjótlaður, sbr. að vera skotinn í einhverjum á magisterísku).
Sendiherrann útskýrir: Hmm... jooouu, jæ veð að Birne gor hjem til Island í næste moneð... kommer du ikke med?

Hux... hux... MIKIÐ HUXXXXXXXX!!!!!!!!!!!!!!!!!! (Tútta er enn ekki að ná þessu). Tja... freistandi að setja fyrirtækjarekstur, skólabækur og skyldurækni smá stund upp í hillu.
Eh!..... hmm.... jou tak! jæ vil gjerne komme med!
Tútta er sumsé á leið til Egyptalands í næsta mánuði og fer nú ekki fleiri sögum af því ævintýr fyrr en seinna... púnktur.

miðvikudagur, 10. september 2008

Yndislegur afmælisdagur!

Smá plott í gangi í Danska. Leynigesturinn mættur. Óli bróðir lendir um hádegi og Bimsa veit ekki neitt. Allt klappað og klárt fyrir átta daga dvöl og yndislega samveru. Ferðatösku skellt inná stofugólf, einn öllari opnaður fyrir þreyttan ferðalang og svo er hjólað í UNO til að sækja afmælisskvísuna... oh! my! vildi að þið hefðuð séð svipinn á henni!
Eftir fagnaðarfundi er brunað heim og nammi skellt á eina brúna. Sú stutta með munnræpu... bæði á dönsku og íslensku... trúir því varla að stóri bróðir sé kominn! Ætlar svo sannarlega að notfæra sér tækifærið í heila viku!

Klukkan fjögur koma gestir... pakkar... gleði... gaman! Litla snúllan er nafli alheimsins í dag!
Og svo.... gott að leggjast á koddann sinn í kvöld... og vita af öllum sem elska mann.
Bimsa þakkar öllum þeim sem hafa glatt hana í dag með kveðjum, símtölum og heimsóknum.
Er ekki dásamlegt að vera 9 ára?

Hún á afmæli í dag!

Nývöknuð og búin að opna pakkann sinn.
Hún á afmæli í dag!
hún á afmæli í dag!
hún á afmæli hún Bimsa
hún er 9 ára í dag!

þriðjudagur, 9. september 2008

Kúrsafréttir af fyrirtækjarekstri

Kannast háskólanemar við svona sjón?


Hmm... Tútta hefur verið að huxa mikið síðustu viku. Þess vegna hefur hún lítið gasprað á þessu bloggi. Ástæðan er sú að Tútta er jú forstjóri og stjórnarformaður í eigin fyrirtæki og þar sem athyglin hefur beinst að nýhafinni skólagöngu hennar hér við Kaupmannahafnarháskóla, hefur verið nóg að gera. Mál hafa verið yfirfarin, haldnir hafa verið (eins manns)fundir, staðan endurskoðuð eins og gengur og gerist í fyrirtækjarekstri. Auk þess er Tútta önnum kafin við önnur störf, svo sem eins og sækja og senda verðmætasjóðinn í skólann, hjóla í búðina, láta læra, elda mat og þvo þvotta. Inn á milli hendir hún sér svo í tölvuna, fylgist með fyrirlestrum í Árnagarði og Odda, rumpar af tveimur verkefnum og hraðsendir þau til Íslands.

Tútta vill jú að reksturinn gangi upp hér í vetur og veit að einn starfsmaður annar ekki starfi margra. Eftir mikið hux ákveður Tútta að segja sig úr einu námskeiði hér og taka annað í staðinn heima. Það kom nefnilega í ljós að eitt námskeið átti upphaflega að vera kennt á ensku en reyndist svo vera á dönsku. Tútta er ekki alveg tilbúin í heilsu- og sjúkdómamannfræði á dönsku sprogi... auk þess sá Tútta að þetta yrði strembinn kúrs.

Tútta er alsæl með þessa ákvörðun sína, les nú tvö fög við Kaupmannahafnarháskóla og önnur tvö við Háskóla Íslands fram að jólum.

Og þess vegna er skælbrosandi vika fram undan. Bimsan á afmæli á morgun, Tútta bakar eina brúna og sú stutta fer með sleikjó í skólann handa bekknum sínum. Afmælispakkinn býður innpakkaður upp í skáp og von er á gestum.

En stærsta gjöfin kemur með flugi í hádeginu á morgun frá Íslandi. Leynigestur, ssshhh... og Bimsa veit ekki neitt!

Tíhí! Gaman!

fimmtudagur, 4. september 2008

Brosið er eins og pósturinn...

... dreifir glaðningi til fólks.
Stundum kemur hann ekki með glaðning.
Ef þú brosir alltaf...færðu alltaf skemmtilegan póst.
-Júlíus Júlíusson.

mánudagur, 1. september 2008

laugardagur, 30. ágúst 2008

Orðin eitthvað svo stór stelpa!




... hugsar Túttumamma þegar hún sækir blómið sitt í UNO í dag.


Finnst eitthvað svo stutt síðan hún fæddist... stutt síðan hún lá nýfædd í fanginu á mömmu sinni, saug brjóstið og foreldrarnir að springa úr hamingju. Níu ár síðan.


Nú er hún sjálfstæð og dugleg stelpa með áhuga á öllu skemmtilegu í lífinu, leikur sér og lærir, þroskast og eflist... og á afmæli eftir nokkura daga.


Svona er lífið... flýgur áfram eins og ferð á hjólaskautum, stundum jafnvægi, stundum fall... en oftast bros og koss!

föstudagur, 29. ágúst 2008

Mér finnst rigningin góð!

Tútta krulla!

Somewhere over the rainbow...

...Skies are blue
And the dreams that you dare to dream
Really do come true

-Arlen-Harburg