Tútta hefur stundum verið spurð af vinum sínum á Íslandi hvort þetta blessaða ástand í efnahagsmálum sé ekki að koma illa við hana eins og marga aðra námsmenn erlendis. Kannski hefur hún verið spurð vegna þess hversu lítið hún hefur fjallað um stöðu sína hér í Danska eftir að holskeflan reið yfir. Og ekki síst vegna þess að hún veit að vinum sínum er ekki sama um stelpurnar hér.
Jú vissulega hefur ástandið á Íslandi áhrif á afkomu Túttumömmu og litla verðmætasjóðinn. Í raun svo mikla, að Tútta gerir lítið annað en að hugsa um stöðu sína og Bimsubarnsins, á milli þess sem hún hreinlega ullar á skólabækurnar. Bagalegt ástand í fjármálaflutningi yfir Atlantshafið, hækkun á húsaleigu og þar með talið allri framfærslu hér hafa rænt Túttu þeim fáu aurum sem hún hefur úr að spila til að geta séð sér og Bimsubauninni farborða. En það sem Túttu þykir kannski verst, er að hún hefur einnig verið rænd námsgleðinni. Þess vegna ullar hún stöðugt á skruddurnar og finnst þær ekki eins skemmtilegar og áður. Ulla... Ojjj...
Þegar svo er komið, verður Tútta að taka í hnakkadrambið á sér og spyrja sig nokkura spurninga:
Á Tútta að koma heim um áramót, alkomin? Í svart skammdegi og óðaverðbólgu? Sleppa seinna misserinu hér og einbeita sér í HÍ? Hún tapar reyndar ekki neinu, er þegar að skila fullu námi á þessu misseri. Er nebblea dugleg skólastúlka hún Tútta sko!
Þá þarf að gera ýmsar ráðstafanir sem ekki voru á planinu þegar æfintýrið hófst. Finna samastað fyrir mægðurnar og koma Bimsu í sinn gamla skóla aftur. Athuga hvort meðlagsgreiðandinn á Íslandi væri til í smá félagslega aukavinnu inn í sitt líf?... fyrr en áætlað var.
Eða... á Tútta að vera kjur? Reyna að strögla og öðlast námsgleðina á ný? Halda áfram að skuldsetja sig og bíða eftir dönsku vori með sól í hjarta? Sem kemur líklega fyrr hér en heima. Bíða eftir einhvers konar logni?
Tútta er sumsé í óskaplegum pælingum þessa dagana... og veit barasta hreinlega ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Vinstri... hægri.... vinstri... hægri.... vin.........
11 ummæli:
Þegar stórt er spurt verður fátt um svör! Vona að sú ákvörðun sem þú tekur verði þannig að þú sért sátt!
"Vorið er fallegt í danaveldi jafnfallegt og haustið"!
Kveðja Þ.
"Þ" Who???
Já þú tútta! ég single tútta!
you know who?
Hæ hæ Elsku Gulla mín !
Hlustaðu bara á það sem hjartað segir þér... það svíkur engann.
Ákvörðunin er þín og vinir þínir munu styðja hana hvort heldur þú kemur aftur heim eða ströglar áfram í Köben... Aðal málið er að vera sátt við ákvörðunina og standa með sjálfri sér !
kær kveðja
Ási
ps. verð með skypið opið !
Heyrðu sko, nú þarf námspæjan á Selfossi að tjá sig!
Ef þér dettur í hug að koma heim um áramótin þá tilkynni ég það dönskum tollvörðum þannig að þeir stöðvi þig á flugstöðinni og meini þér að fara til Íslands! :-)
Svona námstækifæri kemur kannski bara einu sinni og þú ert búin að setja orku í það að koma þér vel fyrir þarna úti. Hvaða máli skiptir það þó þessi dvöl kosti eitthvað meira þegar upp er staðið? Akkúrat engu. Þú færð nýja sýn á námið og Bimsan fær að kynnast öðru umhverfi og læra nýtt tungumál sem er ómetanlegt.
Hér heima hefur verð á öllu hækkað þannig að þú værir örugglega ekkert betur sett hér heima. Úti í Köben ertu þó laus við allt bullið sem dynur á manni hér.
Ég er sjálf að ulla á skólabækurnar og vildi sko miklu frekar vera að ulla á þær í útlöndum heldur en á þessu rokrassgats-kreppu-okur-fjáramálarugls-landi (langt orð, ég veit).
Svo fara nú kannski gjaldeyrismálin að skána þegar grænt ljós kemur frá IMF.
Don't worry, be happy :-) Við erum öll í sama skítnum hvort eð er, skiptir ekki máli hvar í heiminum við erum stödd!
Knús í hús,
Lísa
Gulla verð að segja að kommentið hennar Lísu Selfoss pæju er í raun besta svarið.Það eru svo margir fletir á þessu máli að það er ekki eitt rétt svar til.Gefðu þér smá tíma í íhugun og taktu svo ákvörðun.Kv/Gunni
Mín reynsla var sú að maður ullar alltaf á námsbækurnar í nóvember og svo kemur aftur tímabil um mánaðarmótin febrúar/mars. Ef að maður þraukar, þá verður maður svo ánægður og stoltur af sjálfum sér.
Kveðja Margrét Hrefna
Hef stundum kíkt hérna inn, þekki þig ekkert, en skemmtlegt blogg, hér er smá pæling í umræðunni.
Það að fá borgað í ísl krónum eins og námslán ... segjum 20.000 isl.kr og reyna svo að ná því út í DK á gengi sem er 23-27 kr er auðvitað orðin bilun, og miðað við 23kr þá verður 10.000ísl = 856dkr, og miðað við 23kr þá kostar 200dkr hamborgari og bjór 4600islkr en ef maður færi hér beint með sínar íslkr og keypti sinn burger og bjór hér þá kostaði hann ca 1800islkr. Danski burgerinn kostar þá 250% meira en sá íslenski.
Þetta á auðvitað við um allt.
Lánið frá IMF tekur nokkra mánuði að koma inn í breyttu gengi og enginn veit hvernig það endar.
Þótt að allt hækki hér um 10% þá nær það þessu aldrei.
Ég held að t.d. að ef það kostaði 250% meira að búa á Selfossi en í bænum, húsnæði, rafmagn, hiti, matur, samgöngur, heilsugæsla, afþreying, þá væru menn fljótir að koma sér í bæinn.
Mjólkurlíterinn hér kostar ca 90kr, en í DK ca 7kr x 23 = 161íslkr.
Ég hef hér slegið þessu upp á hagstæðasta genginu þ.e. 23kr en veit ekki hvort þú nærð út dkr á því gengi, .. kannski er það hærra.
Það er allavega mikill samdráttur í ferðum frá landinu því enginn sér hag í því að fara og kaupa neitt erlendis, en á móti aukning ferðamanna hingað, sem er auðvitað vegna þess að þetta snýst við ef þú skiptir erlendu í islkr, færð allt að 3x fleiri krónur.
Það að gengið á dönsku krónunni sé farið úr 16 í 23-27 síðan í sumar og ætla að lifa á því er meira en að segja það.
Námsgleðin og avintýraþráin er eitt, en það er engin skömm fólgin í því að taka skynsamlegar ákvarðanir.
Gangi þér vel.
Nanna
Tók eftir villu:
10.000 dkr = 434 íslkr = helmingi verra :-s
Nanna
Jésús minn ! ;-) ... hef ekki verið vöknuð :-))
10.000 ÍSLKR = 434 DKR
Já þú stendur greinilega frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku Gulla mín og óska ég þér bara alls hins besta í þeim málum. Segi bara eins og Þ vona þú verðir sátt hvort heldur þú kemur til með að stíga í þann vinstri eða hægri. Erfiður róður hvort heldur sem er sennilega! Mér fannst þetta svo gott hjá Selfosspæjunni hinsvegar og ætlaði bara að segja "ditto" en svo las ég "commentið og útreikningana! frá þeirri sem þú þekkir ekkert og þá varð ég eins og Ragnar Reykás!! það eru nefnilega alltaf tvær hliðar á öllum málum en enn og aftur óska þér alls hins besta með ákvarðanatöku sem og allt annað í lífinu Gulla mín.
Kv. Ragga Reykás!!
Skrifa ummæli