Það er orðið jólalegt hér í Danska. Verslanir smátt og smátt að skreyta allt hátt og lágt og ilmur af eplaskífum og jólaglöggi í loftinu. Bimsubarnið búin að fylgjast mjög náið með í fjölmiðlum hvenær Tivoli opnar.
Svo loksins... loksins... gefur Túttumamma grænt ljós á ferðina. Stelpurnar fara í hvurjar gammósíurnar á fætur annarri, setja á sig trefla, húfur og vettlinga því það er kalt. Þær arka niður Vesturbrú á slaginu þrjú, algjörlega meðvitaðar um hvenær dimmir því þær ætla að ná ljósaskiptunum í þessum fallega garði.
"Leiddu mig, leiddu mig... ekki týna mér, ekki týna mér" segir Túttumamma á sirka hálfrar mínútu fresti í þrjá klukkutíma. Bimsan er nebblea eins og skopparabolti um allan garð, svo mikið að gera hjá ungri Kaupmannahafnarstúlku á laugardegi sko!
Mæðgurnar skrolla um allan garð, dolfallnar yfir herlegheitunum. Splæsa í nokkur leiktæki, kaupa jólasveinahúfu og Bimsan heldur músik- tónleika fyrir gesti og gangandi.
Að lokum fá þær sér svo eplaskífur með sultetoj og flórsykri, kakó og heitt jólaglögg þegar tásurnar eru orðnar alveg ís... ís... ííííískaldar.
Myndskeið af hljóðfæraleikara
4 ummæli:
Islands Brygge famelían var líka í tívó á laugardaginn... :)
Sjitt það var soooo kalt !!! EN ekkert smá jólalegt. :)
Langar að fá ykkur í dinner á miðvikud.eruð þið ekki geim ??? :)
Verð í bandi.
Lov
Gúrý og co.
Mmmmmmm.... dásamlegur laugardagur hjá ykkur!
Væri alveg til í smá Tívolí þessa dagana!
Alltaf gott og gaman í Tívolí og örugglega ekki leiðinlegt í svona jóla"fíling" Skilaðu kv. til litla tónlistarmannsins þíns - góð :-) Gat hún ekki selt inn á tónleikana sem fjáröflun? Fannst hún ansi efnileg amk! Margt til lista lagt mæðgum.
Kv. Ragga
Hljómar eins og skemmtilegur dagur :D
Kveðja
Margrét Hrefna
Skrifa ummæli