Hrikalega fyndinn og skemmtilegur þáttur og Bimsubarnið alveg að tjúllast af hlátri. Meira að segja Túttumamma sem telst frekar húmorslaus brosir út í annað í miðjum próflestri.
Þátturinn er um strákinn Mikkel sem bjargar jólasvein úr háska. Í staðinn fær hann eina ósk. Og Mikkel óskar sér að geta keypt allt sem fyrir finnst í heiminum. (Sumsé týpískur nútímakrakki, firtur öllu skynbragði á raunveruleikann). Og Bimsubarnið og Túttumamma bíða spenntar eftir hverri útsendingu.
Það sem er líka svo skemmtilegt er að Bimsa og bekkurinn hennar vinna verkefni í skólanum daglega í tengslum við þáttinn. Bekkurinn á jóladagatalið, öll saman, sem staðsett er í skólastofunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli