þriðjudagur, 2. desember 2008

Mikkel og Guldkortet...

... er jóladagatal sjónvarpsins hér í Danska í ár, udsent af TV2. Bimsa hvetur alla sem hafa aðgang að stöðinni heima á Fróni að kíkja á þáttinn sem er sendur út kl. 20 dansk tid, og endursýndur daginn eftir kl. 17.
Hrikalega fyndinn og skemmtilegur þáttur og Bimsubarnið alveg að tjúllast af hlátri. Meira að segja Túttumamma sem telst frekar húmorslaus brosir út í annað í miðjum próflestri.

Þátturinn er um strákinn Mikkel sem bjargar jólasvein úr háska. Í staðinn fær hann eina ósk. Og Mikkel óskar sér að geta keypt allt sem fyrir finnst í heiminum. (Sumsé týpískur nútímakrakki, firtur öllu skynbragði á raunveruleikann). Og Bimsubarnið og Túttumamma bíða spenntar eftir hverri útsendingu.

Það sem er líka svo skemmtilegt er að Bimsa og bekkurinn hennar vinna verkefni í skólanum daglega í tengslum við þáttinn. Bekkurinn á jóladagatalið, öll saman, sem staðsett er í skólastofunni.

Engin ummæli: