föstudagur, 5. desember 2008

Að vera yfirlesin...

Perleværksted på Vesterbro

... er eitthvað sem Túttu finnst voða vont að vera. Og merkilegt nokk.... gerist í lok hvers misseris fyrir próf. Er að gerast einnig núna.
Symptomið lýsir sér svona: Tútta les og les... þambar kaffi, borðar ótæpilega af ruslfæði, sefur skrikkjótt og dreymir námsefnið sem er til prófs á hvurri nóttu. Vaknar í svitabaði og stresskasti til að koma afkvæminu í skólann.
Svo hefst púlið. Tappar í eyrun. Rótað í glósum og glærum. Blaðað og flett í skruddum. Lesa, lesa, kaffi, pissa, kaffi, lesa meira, pissa meira. Gvöh! Túttu gæti verið að yfirsjást eitthvað... eitthvað sem kennarinn er sérstaklega að fiska eftir.... gæti skipt sköpum! Kræst! Meira grams í glósum... meira kaffi! Hjelp!
Mamma ég er með kvef, held ég komist ekki í skólann í dag.
Eh! Uhm... dásamleg tímasetning!
Shuss krakki! Hold op!... Tútta fer í afneitun, skal skrifa bréf, færð að vera inni í frímínutum. Glætan að hafa þig heima... ÉG ER Í PRÓÓÓÓFLESTRI!
En mamma! Ég er LASIN!
Tútta hrekkur við og spýtist inn í raunveruleikann um leið og hún tekur eyrnatappana úr hausnum. Almáttugs barnið að eiga svona mömmu sem hlustar ekki einu sinni. Og Tútta sem stundum er sögð vera bad woman, but good mom faðmar þennan lasna engil sinn og lætur skruddur upp í hillu. Komið gott af lestri í bili, tökum þær aftur fram á sunnudaginn.... bara svona til að rifja upp fyrir mánudagsmorgun. Túttumamma og Bimsubaun kúra hjemme í dag.
Dagbjört vinkona kemur í heimsókn eftir skóla og saman sitja stöllurnar og perla og perla, skrúfa músík í botn og blaðra á dönskuskotinni íslensku um alla sætu strákana í skólanum. Æjj... svo notó að vera bara heima, hlusta á jólalög og chilla í góðum félagsskap.
Held samt að Túttan verði glöð á mánudag kl. sirka 14 dansk tid.
Jamm, held hún hlúnkist niðrí sófa með einn Túborg og blási feitt eftir þetta skrautlega misseri hér í Danska.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér rosa vel á mánudaginn .. þú átt eftir að ace-a þetta ;)

Tækifæri munu koma á ný að dvelja erlendis. Hver veit nema að þú þurfir að sinna smá rannsóknarvinnu.

Kveðja
MHP

Nafnlaus sagði...

Ég segi bara stúderaðu gömul próf í etnógrafíunni og þá ertu örugglega á grænni grein! :)

Gangi þér annars vel í prófinu! Við hugsum til þín á Sögu á miðvikudaginn! ;)

k.v
Kristín B.

Nafnlaus sagði...

Takk! Var að koma úr prófinu og gekk roooosa vel!
Hugsa líka til ykkar Mannfræðitúttur og vildi ég gæti verið með ykkur, skál fyrir próflokum!