þriðjudagur, 21. október 2008

Túttumamma og Bimsubarnið unnu keisið!!!


Túttumamma á fundi með skólastjórnendum í Danska.
Muniði að Túttumamma var að berjast við danska skólakerfið?
Og danska "systemið" sagði nei, látum ekki kjaftfora kellingu frá Íslandi segja okkur fyrir verkum. Þrátt fyrir þeirra mörgu mistök og skort á þjónustu við Bimsubarnið, þá á hún að vera kjur í móttökuskólanum. Og "kerfið" gerði svo sannanlega STÓR mistök: Buðu barninu pláss í Tove Ditlevsenskole en drógu síðan allt til baka á forsendum sem standast ekki einu sinni lagalega eftir því sem Tútta kemst næst. Og Túttumamma með sína sterku réttlætiskennd og vissu um að Bimsa fari í þann skóla sem búið var að lofa henni situr marga fundi með ýmsum ráðamönnum menntakerfisins. Málið velkist í kommúnuni fram og til baka og burókratar reyna að sannfæra Túttumömmu um að hún hafi ekki keis!
Jæja? Ekki keis sumsé? Bíðið nú aðeins hægir kæru starfsmenn danska menntamálaráðuneytisins!
Tútta skellir bunka af sönnunargögnum á borðið, lætur þessa ágætu menn einnig vita að íslenska sendiráðið í Danmörku sé meðvitað um málið, lögfræðingur Túttu heima á Fróni er í viðbragðsstöðu og ef þeir vilja hneyksli??? Ekki málið af hendi Túttu að fara með þetta public í Jyllandposten... standi þeir ekki við það loforð sem upphaflega var gefið og Tútta er með skriflegt fyrir framan þá! Og hana nú!
The worst fight you can get into, is a fight with a mother who is definding her offspring!
Og þar með strunsar Túttumamma af fundi með nefið upp í loft.
Hvað á að gera við svona breddur frá Íslandi? Nú sitja þeir sveittir, búnir að kú... upp á bak verða að leysa málið.
Vika líður... Bimsa fer til Íslands... og kemur til baka... Túttumamma er mætt... og nú frískleg með sólbrúnt nef á enn einn fundinn sem hún er boðuð á.
Joooúúúú, vi kan nu se at du har ret! Segja þeir. Viljum ekki sendiráð, lögfræðinga, pressuna og allt yfir okkur, nóg að díla við smávaxna freka ljósku með bein í nefinu og réttlætiskenndina í lagi.
Birne er jou hjertelig velkommen til Tove Ditlevsenskole!
Það voru sko glaðhlakkalegar mæðgur sem splæstu í ís þennan dag!
Og þeir héldu að Túttan hefði ekki keis! Tíhí!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

He He ekki gott að vera öfugu megin við a la Túttu greinilega.Til hamingju með þetta Bimmsa og Tútta og vona ég að þessi skóli eigi eftir að vera Bimmsu ánæjulegur .Áfram STELPUR :-) Kv/Tittur Easy Rider

Kigga sagði...

Þú ert bara snilli Guðbjörg, til hamingju með þetta báðar tvær. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt :)...Vil nota tækifærið þó og minna þig á að til er fyrirbæri sem heitir "facebook" eða útlagt á íslensku "fésbók",nærveru þinnar er óskað þar. Var annars að tjá mig um þetta inn á mannfræðitúttum.

Baráttukveðjur
KristínA

Unknown sagði...

Gott mál
Gangi þér vel í nýja skólanum Birna mín :-)
-Pabbi-

Unknown sagði...

Til hamingju með þetta ljóshærða frekjudós :-) Gott hjá þér að gefast ekki upp og vonandi gengur þetta allt saman vel. Óska Birnu velfarnaðar í nýja skólanum sínum
kv. Ragga
ps. Olsen biður að heilsa

Nafnlaus sagði...

Takk öll sömul... júmm gott að hafa frekjugenið á "full speed" stundum, "sumir" ættu að kannast við það!
Bestu kveðjur til senjór Olsen, ekki spilað Dómínó hér nema hans sé minnst með hinni mestu virðingu.
Hastala vista beibs!