laugardagur, 18. október 2008

Tútta goes native!

Tútta er að upplifa sérkennilega lífsreynslu. Í flugi á leið til Egyptalands huxar hún hversu skrítið það sé að hverfa tugi ára aftur í tímann... burt frá vestrænu efnahagshruni og inn í menningarheim sem er svo gjörólíkur þeim sem hún þekkir. Menningarheim múslima þar sem allt annað tempó ríkir. Þar sem kallað er til bæna í moskum mörgum sinnum á dag og þar sem konur eru vart sjáanlegar í samfélaginu. Tútta er að springa úr spennu. Hún er heppin því ferðafélagi hennar sér til þess að hún njóti ferðarinnar áfallalaust. Til að koma í veg fyrir óþarfa túristavandamál í framandi landi segir hann, eru henni færðar nokkur stykki af niðurg...varnarpillum ásamt gin og tónik á hverjum morgni til að fóðra nú magann fyrir ýmiskonar óværu. Og hann gætir hennar eins og sjáaldurs augna sinna.
Með görnina í lagi og tveggja metra háan lífvörð á hælunum hefst nú ævintýri Túttu!
(Lesendur bloggsins geta klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri.... belive me! Its worth it!)
Gvöhh! Þvílík náttúrufegurð! Tútta siglir á bát til eyjunnar Mahmya. Í 30 stiga hita og ljúfum andvara Rauðahafsins kafar Tútta neðansjávar og skoðar falleg kóralrif og litríkt fiskalíf. Hinum megin hafsins er Sinai-skagi, Sharm El Sheikh og Saudi Arabia.
Tútta þorir ekki að stela steini. Öflug öryggisgæsla Egyptana á flugvellinum sér til þess að ekki fari sandkorn úr landi í farangri ferðamanna.
Vúúú! Sjórinn er svoooo kristaltær... og heitur! Allt svo tandurhreint og ósnortið. Tútta trúir varla því sem hún er að upplifa. Ef til er paradís á jörð... þá er það hér!

Er þessi heimur til? Er hann ekki bara á póstkortum eða í bíómyndum? Eða í skólabókum mannfræðinemans?
Tútta ER í raunveruleikanum... þessi heimur ER TIL! Og mannfræðistúdínan frá Köbenhavns Universitet ER stödd í Afríku! Með Súdan, Líbýu og gvöð veit hvað í nágrenninu!
(Hmm!... Besked til professor Eggertsson: Been there! Done that!)


Tútta nýtur þess að teygja úr sér og láta sólina verma kroppinn þegar komið er aftur heim á hótel. Í sundlaugargarðinum bíða þjónarnir eftir ljóskunni og lífverðinum sem ekki víkur frá Túttu í þessu framandi landi. Hmm.... mætti bjóða dömunni einn svaladrykk áður en farið er út að borða týpískan egypskan dinner ? Falafel, kjöt, baunir, döðlur og ólífur. Oh! Dear! Þetta á nú vel við Túttu.
Svo kurteisir, brosmildir og þjónustulundaðir þessar elskur. Landið þeirra er fátækt, lífsskilyrðin erfið og þeirra menningarheimur litinn hornauga sumstaðar á vesturlöndum. Tútta upplifir hins vegar kurteisi og vinsemd frá þessari þjóð og er þakklát fyrir að fá að vera gestur í þeirra landi.


Tútta tekur sér ferð á hendur inn í eyðimörkina. Smá smjörþefur af fieldwork. Í hitanum og þurkinum markar hún spor sín í sandinn. Eflaust eru þau horfin næsta dag... hver veit? Það sem er til staðar í dag, er ekki endilega til staðar á morgun. Það vitum við vesturlandabúar að minnsta kosti þessa dagana.
5000 þúsund ára saga og menning þessa lands er hins vegar staðreynd. Og Tútta er orðlaus yfir öllu því sem hún upplifir. Hún vill sjá og kynnast fólkinu sem þarna býr. Go native girl!




Í tjaldbúðum Bedúina í eyðimörkinni gerir Tútta sér grein fyrir hversu lífsskilyrði hennar eru góð þrátt fyrir dansk/ íslenska efnahagskreppu. Hún hefur rafmagn og rennandi vatn. Þótt bankinn hennar sé farinn á hausinn og íslensku aurarnir hennar á genginu núll upp á Fróni, á hún að minnsta kosti sjampó í hausinn og flæskesteg í frystinum í Danskalandinu. Gestgjafar Túttu þennan dag, Bedúinar Egyptalands eiga einungis kameldýrið sitt, geit og eldstæði. Þeir eiga líka mörg þúsund ára menningarsögu sem hefur lítið sem ekkert breyst þrátt fyrir peninga og valdagræðgi manna hér á jörð.
Þeir brosa... sýna henni stoltir heimilin sín, bjóða Túttu til kvöldverðar, syngja fyrir hana, og benda henni á stjörnubjartan himininn sem er svo magnaður þarna í auðninni.
Ekkert rafmagn, ekkert vatn... engin verðbréf... bara kyrrð... og endalaus hvítur sandur... svo langt sem augað eygir. Í svarta myrkri og algjörri þögn eyðimerkurinnar horfir Tútta í augun á þessu merkilega fólki og hugsar með sér... hversu heppin hún er að vera manneskja og... mannfræðinemi. Að fá að lifa, læra og njóta... meðtaka öll þau undur... og áföll... sem lífið og heimurinn hefur upp á að bjóða.
Hafi Tútta einhverntíma upplifað Paradís... þá er það nú!





7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þvílíkt ævintýri og upplifun sem þetta hefur verið!

Nafnlaus sagði...

VÁ! get nú ekki sagt annað.

P.s. Prinsinn er fæddur, fæddist 15. október og er búið að nefna hann Jóhannes Andra :)

Nafnlaus sagði...

Sammála síðasta ræðumanni - Vá! Þetta hljómar svooo magnað! Æðislegt að fá að njóta svona ferðar á þessum síðustu og verstu...

p.s. til hamingju Hlín!! :)

Nafnlaus sagði...

Já stelpur þetta var sko magnað!
Innilegustu hamingjuóskir elsku Hlín mín og Hannes með litla prinsinn!

Nafnlaus sagði...

Takk takk fyrir frábæra ferðasögu Gulla mín.. Gott að sjáað þú ert komin heim aftur og SVONA glöð með ferðina...

Verð á skypinu næstu kvöld ef þú kíkir þar inn !

Kær kveðja
Ási

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það stelpur mínar :)

Við erum í skýjunum þessa dagana :) Þetta er sko lífið.

Unknown sagði...

Takk fyrir ferðasögu, gaman að lesa og fá að ferðst með í huganum. Manni hlýnar bara við þetta í snjónum og efnahagskreppunni hér upp á Fróni. Alltaf skemmtilegur penni Gulla mín. Þetta hefur greinilega verið mikið og eflaust kærkomið ævintýri hjá þér :-)
kv. Ragga