laugardagur, 25. október 2008

Fær Títla að gista eina nótt hjá Túttu og Tjásu?

Jaaaáááá!!! skrækja þær spenntar yfir þessari óvæntu heimsókn góðrar vinkonu frá Íslandi sem á leið um Danska einn föstudagseftirmiðdag. Tútta og Tjása bíða með nefið klesst á stofuglugganum og bíða... Gvöh! svo gaman! Stelpukvöld framundan!

Röltum galvaskar upp á Enghavevej á einn besta Dansk-lókal bæjarins og fáum okkur ekta!
Jammí jammí, þetta á sko við hjólaskvísurnar.
Kúrum svo heima í sófa, slúðrum og blöðrum eins og sönnum dúllum er lagið.
Takk elsku Títla fyrir frábæra samveru!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ma...ma...ma maður fær nú bara vatn í munninn Ohhhhh ekta fleskesteg...með brúnum, rauðkáli og.... Namme..:-)

Æðislegt að þið vinkonurnar náðuð að eiga góða stund saman...

Vona að ég komist í heimsókn með Hildi við tækifæri.. Gangi þér VEL Gulla mín ! Kær vinarkveðja Ási

Nafnlaus sagði...

Joúúú! det var helt dælig kære ven!
Uh! Vildi að þú hefðir verið hér með okkur,áttum alveg yndislega stund saman.
Veit að þið komið bæði við tækifæri!
Hilsen... og namme!

Nafnlaus sagði...

Elsku Tútta og Tjása, Þetta var algjör himnasending fyrir sálina, hitta ykkur og stelpuslúðra. Þið biðuð svo sannarlega eins og spenntar regnhlífar eftir mér í rigningunni :-)Takk æðislega fyrir mig. Koss og knús, Hildur

Nafnlaus sagði...

Okkar var ánægjan mín elskulega, og ávallt velkomin aftur! Koss og knúúúús!