
Bimsu þykir frekar fúlt að þurfa að vakna í skólann á meðan stóri bróðir hrýtur á vindsænginni frammi í stofu.
En svona er nú lífið hjá námsmeyjum í danska útskýrir Túttumamma og bendir bauninni á, að þrátt fyrir lífsins amstur og skyldur höfum við svo sannarlega átt yndislegar gæðastundir öll saman síðustu daga.
Borðað góðan mat, hjólað um allar trissur, farið í afmælisveislu til litlu frænku á Íslandsbryggju og gvöð veit hvað.
Ókí... sú stutta fellst á útskýringuna og heldur áfram að leggja saman, draga frá, deila og margfalda...
... og ætlar að halda áfram að dobbla bróður sinn í hitt og þetta skemmtilegt fram á fimmtudag!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli