
... með góðum hópi fólks sem ætlar sér að njóta íslensks sumars á meðan það gefst.
Túttan smitast af slíkum hughrifum og áhuga þrátt fyrir að vera óborganlegt borgarbarn. Veðurspáin er góð. Vegalengdin á þennan tiltekna áfangastað í sveitinni temmilega löng. Útilega í tjaldi með Tjásu litlu og góðum hóp vina... sú stutta óskaplega spennt yfir öllu saman. Gaman!
Ókí.... Tútta fer út í geymslu. Minnir að hún hafi átt á sínum tíma einhvers konar búnað fyrir svona náttúrulegt líferni... 3ja manna tjald, svefnpoka með einföldum saum, svo og blómótt box sem heldur köldu... og hún erfði eftir foreldra sína sirka 1984 þegar sunnudagsbíltúrar á Þingvöll fóru smám saman úr móð.
Túttan sumsé stendur út í geymslu og gónir... hmm? Hvað varð um þetta dótarí allt saman? Um leið rennur upp fyrir henni að þessi búnaður sem hún átti og veitti henni svo ómælda ánægju hér á árum áður hefur líklega endað sína lífdaga fyrir löngu í einhverri brjálæðis vor-tiltektinni sem iðulega leggst á Túttuna þegar Jónsmessa nálgast. Í ofanálag var þetta dót frekar gamaldags og myndi aldrei fá að njóta vafans á tjaldstæðum landsins nútildags.
Nú eru góð ráð dýr. Já, frekar, því ekki býður fjárhagurinn upp á fjárfestingu í fellihýsi, tjaldvagni, treiler eða hvað þetta nú heitir allt saman.Túttan ákveður því að "go native" að þessu sinni. Eins og sönnum mannfræðingi sæmir. Jú, með lítið tjald, prímus og pott. Nesti í poka. Svefnpoka að láni, ullarleista og húfu á hausinn... og njóta sveitar og sólar með Bimsubarninu sem að sjálfsögðu verður pökkuð inn í flís og faðmlag... tjald og tveggja stelpna tal.
Jámm... life is good!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli