
Ég er vöknuð tiltölulega snemma þennan fyrsta morgun minn í íbúðinni á Vesturbrú. Ég dríf mig framúr því ég þarf að mæta á stjórnarfund. Ég er nefnilega að stofna fyrirtæki. Þetta fyrirtæki er svosem ekkert nýtt, það er reist á grunni annars fyrirtækis sem ég stofnaði heima á Íslandi fyrir rúmum tveimur árum eftir erfiðan og sáran hjónaskilnað. Við mæðgur vorum settar svolítið til hliðar af íbúum sunnan lækjar í Hafnarfirði og því var ekkert annað í stöðunni en að reyna að halda einhvernvegin áfram. Þá var sumsé þetta fyrirtæki stofnað. Reyndar hefur rekstur þess gengið ágætlega þegar á heildina er litið... hefur bæði átt góð og ekki góð tímabil.
Þetta fyrirtæki sem ég er að stofna núna er reyndar ekkert frábrugðið því gamla, nema í þetta sinn er ég í útrás í danska landinu eins og svo margir aðrir stórhuga íslendingar.
Hmm... fundur er settur um leið og ég sest niður með kaffibollann. Alveg eins og í gamla fyrirtækinu er ég einróma kosin stjórnarformaður, forstjóri, gjaldkeri, ritari og og er eini aðilinn með atkvæða-og kosningarétt. Ég er einnig kosin bankastjóri í Sjálfsmínsbanka. Verðmætasjóður fyrirtækisins er 8 ára hnáta sem nýtur samveru við föður sinn niður við Miðjarðarhaf í augnablikinu. Hnátan er jafnframt áheyrnarfulltrúi fyrirtækisins og kemur til með að hafa tillögurétt en annars ríkir hér einræði. Stefna og markmið fyrirtækisins er sú sama hér eftir sem hingað til: að lifa, læra og njóta.
Ég er bjartsýn og er viss um að þessi rekstur minn eigi eftir að ganga vel. Ég er nefnilega þannig gerð að ég er oft sterkust þegar ég er veikust. Ég held að það sé góður eiginleiki í fyrirtækjarekstri.
Starfsáætlun þessa kompanís er þar með samþykkt einróma um leið og skálað er í kaffi móti sólinni sem skín inn um opinn stofugluggan.
Við Hnátan mín brosum til hvor annarar í huganum þennan fyrsta starfsdag á Vesturbrú og höfum heitið því að standa saman að þessum rekstri.Við erum jú sjálfstæðar konur báðar tvær, duglegar og sterkar.
Stjórnarfundi er slitið í skyndi, ég byrja strax að lifa,læra og njóta.... og ákveðin í að staða fyrirtækisins verði tekin út að ári.
Fréttir af rekstri fyrirtækisins munu birtast á næstu mánuðum!
Þetta fyrirtæki sem ég er að stofna núna er reyndar ekkert frábrugðið því gamla, nema í þetta sinn er ég í útrás í danska landinu eins og svo margir aðrir stórhuga íslendingar.
Hmm... fundur er settur um leið og ég sest niður með kaffibollann. Alveg eins og í gamla fyrirtækinu er ég einróma kosin stjórnarformaður, forstjóri, gjaldkeri, ritari og og er eini aðilinn með atkvæða-og kosningarétt. Ég er einnig kosin bankastjóri í Sjálfsmínsbanka. Verðmætasjóður fyrirtækisins er 8 ára hnáta sem nýtur samveru við föður sinn niður við Miðjarðarhaf í augnablikinu. Hnátan er jafnframt áheyrnarfulltrúi fyrirtækisins og kemur til með að hafa tillögurétt en annars ríkir hér einræði. Stefna og markmið fyrirtækisins er sú sama hér eftir sem hingað til: að lifa, læra og njóta.
Ég er bjartsýn og er viss um að þessi rekstur minn eigi eftir að ganga vel. Ég er nefnilega þannig gerð að ég er oft sterkust þegar ég er veikust. Ég held að það sé góður eiginleiki í fyrirtækjarekstri.
Starfsáætlun þessa kompanís er þar með samþykkt einróma um leið og skálað er í kaffi móti sólinni sem skín inn um opinn stofugluggan.
Við Hnátan mín brosum til hvor annarar í huganum þennan fyrsta starfsdag á Vesturbrú og höfum heitið því að standa saman að þessum rekstri.Við erum jú sjálfstæðar konur báðar tvær, duglegar og sterkar.
Stjórnarfundi er slitið í skyndi, ég byrja strax að lifa,læra og njóta.... og ákveðin í að staða fyrirtækisins verði tekin út að ári.
Fréttir af rekstri fyrirtækisins munu birtast á næstu mánuðum!
5 ummæli:
Gangi ykkur allt í haginn í DK .
Kv Hlíðógengið
Elsku klívits túttan okkar...
Takk fyrir FRÁBÆRAN dinner í kvöld :) hlökkum til að gera þetta oft og mörgum sinnum í viðbót. :)
Alltf so gott að hitta Gubbu sína... hahahahaha... :)
We lovjú long time.
Krúið á Islands Brygge.
Hæ Tútta. Sitjum í Trölla og vorum að reyna að ná sambandi við þig en þú hefur verið farin að sofa.Við sem hér sitjum eigum öll svona fyrirtæki nema að þar er enginn til að gefa comment hvað þá annað.Við erum algjörlega einráð í okkar fyrirtæki :-)Kveðja úr Tittatúni frá Díddí Drésa og Tittus
Gvöð hvað ég trúi því ekki ennþá að ég eigi ekki eftir að sjá þig í skólanum í haust... En ég er ótrúlega ánægð með þig og vildi að ég væri að gera þetta, þetta er æðislegt :) Gangi þér alveg rosalega vel þarna úti, ég veit þú átt eftir að standa þig ótrúlega vel :)
Hæ sæta tútta... :)
æðisleg færsla hjá þér,
það verður gaman að fylgjast með þér þarna í DK..
og svo geriru bara eins og ég sagði: nóg af kjúlla og hjóla mikið ;)
lovjú þín Tinna frænka
Skrifa ummæli