föstudagur, 25. júlí 2008

Húsið á móti



Túttan mikið búin að spá í húsið á móti. Sumsé númer 17. Sér það út um stofugluggann sinn. Greinilega hótel. En hvernig hótel? Með tilliti til allra þeirra íslendinga sem heimsækja Kaupmannahöfn í framtíðinni lætur Túttan slag standa og röltir yfir til að forvitnast. Hmm...stendur í lobbýinu og skimar í allar áttir. Maður á stuttbuxum kemur á móti henni og spyr hvort Túttan sé íslensk! Spyr á íslensku! Hann hafði sumsé séð íslenska fánann í stofuglugga Túttunnar.

Og hér með er Siggi danski kynntur til sögunnar. Siggi sem er íslendingur og starfsmaður hótelsis býður Túttu upp á kaffi í bakgarðinum, kynnir hana fyrir Jannie hótelstýru og segir henni frá starfsemi þessa hótels. Rekstur þess er í höndum Kommúnunnar og starfsfólk hótelsins eru fyrrum fíklar sem eru að stíga sín fyrstu skref út í þjóðfélagið aftur. Sjálfur er Siggi búsettur hér í borginni til margra ára. Eftir dágott kaffispjall kemur í ljós að hann er ættleitt barn eins og Tútta, jafnaldri og deilir að ýmsu leiti sameiginlegri lífsreynslu. Sigga danska er smellt inn í vinahóp Túttunnar med de samme og ákveðið að hittast fljótlega og spjalla.

Tútta skoðar hótelið, látlaus og tandurhrein herbergin, glæsilegan morgunverðarsal og skynjar vinalegt andrúmsloft í hverju horni. Hvernig má annað vera í svona frábærri uppbyggingastarfsemi?

Þegar Túttan kveður er henni tilkynnt að allir vinir hennar frá Íslandi séu sérlega velkomnir enda hótelið afar ódýrt miðað við góða staðsetningu og ekki spillir að Tútta býr beint á móti!

Túttu þætti vænt um ef vinir hennar á Íslandi myndu agitera fyrir þessu frábæra húsi hér í miðborg Kaupmannahafnar, ekki sjálfgefið að finna ódýra og góða gistingu í göngufæri við allt sem borgin hefur upp á að bjóða!

www.hotellet-vesterbro.dk.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ skvísur!
Gaman að geta fylgst með ykkur.
Hafið það sem allra best.
Kv, Sif