Mannfræðistúdía gengur að hluta til út á að skoða líffræðilegan skyldleika fyrirbærisins "Homo sapiens". Skyldleiki og blóðtengsl eru manneskjunni mikilvæg vitneskja í lífinu og eðli og réttur hvers manns að vita og þekkja uppruna sinn. Við sjáum skyldleika fólks, bæði líffræðilegan og félagslegan með því að horfa á það og fylgjast með því. Það gefur okkur ákveðna vissu um að ein manneskja er fædd af annari.
Ég sótti áhugavert námskeið í HÍ í vetur sem fjallaði um mannfræði barna. Réttur barna með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskra barnalaga var meðal annars umfjöllunarefni námskeiðsins.
Það vakti áhuga minn um minn eigin rétt. Og mín eigin blóðtengsl. Ég... sem ættleitt barn, á rétt á að vita um uppruna minn, en þó ég hafi haft ákveðnar upplýsingar um hann var ég aldrei alveg viss. Á ættleiðingaskjölum mínum og fæðingarvottorði var ég aldrei feðruð. Hafði einungis munnlegar upplýsingar um faðerni mitt. Með sterka réttlætiskennd í farteskinu fór ég á fund lögfræðings sem leiðbendi mér um réttindi mín.
Í kjölfarið fór ég í DNA próf ásamt Magnúsi Guðmundssyni sem í dag, samkvæmt símtali frá Landspítala háskólasjúkrahúsi er líffræðilegur faðir minn!!! Og mér er mikið létt. Nú veit ég það sem ég hef ekki verið viss um í 48 ár. Ég veit líka að ég á þrjár hálfsystur í Svíðþjóð sem við Bimsa ætlum að heimsækja í ágúst!
Ég er svo glöð! Er þetta ekki frábært?
3 ummæli:
Hæ Gulla mín.
Frábærar fréttir, til hamingju.
Gaman að fylgjast með þér í danskalandinu. Flott síða hjá þér.
Söknum þín á djamminu.......
Jóna Linda og Sigrún :o)
Takk sætu skvísur! Nú er bara að koma til Danska! Opið hús, opin rauðvín, opin armur til að knúsa góðar vinkonur!
Elsku Tútta Magnúsdóttir, stórt,stórt til hamingju. Frábært að vita núna hvað er rétt. Líður þér ekki vel í hjartanu? Koss og knús til ykkar Birnu. Títlan á klakanum :-)
Skrifa ummæli