fimmtudagur, 3. júlí 2008

Nýja heimilið.

Það var líf og fjör í garðinum okkar í dag. Hitinn var 25+ og börn og foreldra nutu lífsins. Hlakka til að fá Bimsu mína til mín og njóta augnabliksins með henni.

Stofan mín í morgunsólinni.

Fyrstu matargestirnir mínir!
Gúrý, Jónas Breki, Ísabella og Agga. Yndisleg kvöldstund.


Morgunsól.



Hér á eftir að malla mikið á næstu mánuðum!




Gæti ekki verið huggulegra á Vesturbrú.


Hef verið í veseni með net-tengingu en fæ tæknilega aðstoð með hana í næstu viku er mér sagt af leigusalanum mínum. Skelli hér með inn nokkrum myndum af umhverfinu sem ég hef fyrir augum dags daglega... svona til að leyfa öðrum að njóta með mér.

Hef það mjög gott hérna. Hjóla allra minna ferða, búin að skoða háskólasvæðið. Gvöh!! þvílík andans upplifun að labba þar inn! Eitthvað svona mýstískt við þetta allt saman. Hlakka mikið til!

Já... held þetta skiptinám hafi verið snilldar ákvörðun hjá mér!







Engin ummæli: