Í allri sólinni og hitanum langar Bimsu að fara á ströndina. Túttumamma er til í það og pakkar handklæðum og ýmsu nauðsynjadóti í bakpoka. Skvísurnar nenna ekki að hjóla svo þær rölta út á Gamle Kongevej og taka strætó nr 14. Hann brunar beint niðrí bæ á Nörreport station þar sem Metró-lestarnar bruna hver á fætur annarri þvers og kruss um borgina. Metró er þægilegur ferðamáti, því aldrei þarf að bíða nema mesta lagi 5 mín. eftir lest og kerfið svo flott að enga stund tekur að komast á áfangastað. Túttumamma og Tjása eru að spekúlera í þessu magnaða fólksflutningakerfi um leið og þær stíga inn í lestina... akkúrat þessa lest, inn um þessa hurð... af skriljón lestum með mörgum hurðum... sem fara um þessi spor allann sólarhringinn, allan ársins hring.
"Pabbi! Þarna er Birna bekkjarsystir mín frá Íslandi!"
??? Túttumamma og Tjásan líta báðar við ???
"Hey, mamma! Þetta er Magnús bekkjarbróðir minn úr Víðistaðaskóla!"
Og þar með er leikfélaga á ströndina reddað. Magnús hefur búið í Frederiksberg í ár ásamt foreldrum sínum og eftir "hissa-svip" og "þetta var nú fyndið"-samræður við foreldra hans voru höfð símanúmeraskipti og arkað niðrá Amagerströnd. ...og Túttumamma verður enn meira hugsi... um ferðagleði barnanna úr Víðistaðaskóla... og... eða... tilviljanir eða stjórn æðri máttar? Bimsa hitti Júlíu bekkjarsystur sína á Spáni fyrr í sumar, Elísu bekkjarsystur á leiðinni í flugvélinni hingað, og svo Magnús bekkjarbróður.
Af því Bimsa er stundum stödd... akkúrat á þessum stað, á þessum tímapunkti... í litla og unga lífinu sínu.
4 ummæli:
Ótrúleg tilviljun :-) Bekkjasystkini sem þú hittir út um allan heim, ...bara snilld ;-)
Flott mynd af ykkur þarna á ströndinni.
Hafðu það gott og gaman.
Koss og klessuknús frá pabba.
jaher vid erum ordlaus herna a Long island.... eg trui ekki a tilviljanir.... Hafid tad sem allrs best.. Bogi Elly,og Tinna.
Takk elskur! Jámm, held að eitthvað stórkostlegt vaki yfir okkur öllum.... some things are ment to bee!
Luvs til ykkar allra í Amríska landinu!
Bugs & Bims.
Íslendingar eru alltaf að rekast á hvorn annan, þetta er örugglega í genunum?
Skrifa ummæli