Túttan komst að því um helgina að hún er ekki eins sleip í dönsku og hún hélt. Það kom í ljós þegar henni var boðið í sumarhús bílstjórans og reddarans. Kappinn á þetta líka fallega sumarhús í Rödovre og nefndi við Túttuna í síðustu viku að ef hún hefði áhuga, þá skyldi hann glaður sækja hana til borgarinnar, sýna henni höllina sína í sveitinni og elda handa henni góðan mat. Jú Túttan var nú nokkuð spennt að kynnast danskri sveita- og sumarbústaðamenningu og sló til. Reyndist þessi sunnudagur hinn ánægjulegasti enda hefur Túttan komist að því að ekkert er að óttast í návist þessa ágæta manns. Eftir mjög svo glæsilega máltíð sem bílstjórinn reiddi fram á augabragði var Túttan kynnt fyrir nábúum sem komu í hópum að skoða þessa íslensku stúdínu sem nú skyldi búa í íbúðinni á Vesturbrú í vetur. Og þá kom í ljós að dönskukunnátta hennar var ekki ekki eins góð og hún hélt. Danskurinn er svo mikið að hugge sig alltaf, þeir sitja og spjalla tímunum saman, drekka öl og njóta góðs félagsskapar. Og til að Túttan geti nú verið viðræðuhæf næsta árið komst hún að því að dönsk orðabók er algjört must og efst á þarfalistanum núna.
En Túttan er blönk námsmey og orðabækur eru dýrar. Þess vegna lýsir hún hér með eftir einni slíkri til láns, sem hugsanlega er ekki í notkun hjá lesendum þessa bloggs. Má vera íslensk-dönsk, dönsk-íslensk, dönsk-dönsk.
Þar sem Túttan mun heiðra fósturjörðina með nærveru sinni um næstu helgi, verður opinber móttaka á dönskum orðabókum til láns að Tröllaborgum 25, annari hæð hjá Titti Dúllara vini mínum. Og að sjálfsögðu lofar Tútta að fara vel með!
3 ummæli:
Á "Blöndalinn" frá a-ö en hann er mjöööög þungur í ferðatösku. Líka bara orðinn forn, hæði vel námsfólki í fyrri hluta síðustu aldar :-) Fer vel í hillu.
Haltu bara áfram að "hugga" þig darling. Koss og knús úr Costa del Dofra.
Ég er svo stolt af þér :)
Var einmitt að vasast í hvernig ég næ sambandi við þig og ætla að fá að bögga þig aðeins um helgina þegar þú kemur til landsins.
Fæ kannski að bjalla til þín á laugardaginn ? :)
kv.KristínA
Jámm Títla mín "Blöndalinn" er ansi ítarlegur enda á feministinn hún Björg blessunin heiðurinn af honum eins og Sigríður Dúna komst að á sínum tíma. Takk samt og knús!
Kristín mín takk fyrir kveðjuna! Ekkert mál hafðu samband, ef ég verð í símaveseni, hringdu þá í Gunna vin minn s. 822-8815
Skrifa ummæli