þriðjudagur, 8. júlí 2008

Skutlur hjóla!

Hjóladívurnar Tútta, Títla, Dídí og Tjása í skvísupartýi í sumar

Dojjj... ég upplifði nostalgíu við að horfa á Ísland í dag á vef-tíví! Skutlurnar að leggja upp í hringferð um landið á morgun!Þetta var frábær umfjöllun hjá Stöð2 um jákvæða hjólamennsku og flottar konur í heilbrigðu sporti.

Leiddi hugan um leið að Akureyrarferð minni í síðasta mánuði... hmm.... lagði af stað með bjartsýnina eina í farteskinu... kom heim með troðfullan farangur af reynslu.

Þannig er nú þetta líf. Og það væri fátækleg ferð ef við kæmum tómhent á áfangastað. Ég held að öll lífsreynsla sé kærkomin, hversu góð, hversu vond... geri líf okkar litríkara.

Vona að dvöl mín hér verði á þann hátt.

Óska öllum hjólaskutlum, skvísum og dívum velfarnaðar í hverri ferð sem þær taka sér fyrir hendur í lífinu!

Skál stelpur og góða ferð!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Get ekki sofnað, gelti og gelti flensan samt á undanhaldi.
Fór neblega á Landsmót hestamanna síðastliðinn föstudag, hjólaði í Fljótshlíðina svo var stefnan tekin á mótið með koníakspjelann í rassvasanum . Gullfallegt veður gullfallegir gæðingar og þokkalegir !!! æ svona er þetta bara . kom heim á sunnudag uppfull af kvefi og hálsbólgu beint í rúmið með 38.5 með lettu óráði þar sem mikið var rökrætt þennan sólarhringinn var ég beggja megin borðs sem sagt hundveik.
Það er að nálgast helgi og planið er að hjóla norður , allt komið ofaní tösku, regngalli, kuldagalli, leðurdressin spari og hverdags nánast allt sem til þarf í hringferð um Íslandið okkar kæra , svo ég gleymi nú ekki undrakreminu Tútta... það er stórkostlegt, nú þarf ég ekki kvíða því að eldast allar hrukkur farnar og búið að opinbera að aldrað fólk stundar kynlíf langt yfir áttrætt , bara frábær framtíð í vændum þó það sé nú töluvert mjög mikið langt þangað til humm
Kvitta fljólega aftur eimir enn af smá óráði kv Dídí díva