
Er stundum að spá í hversu gjöful þessi jarðkúla okkar er. Ég nýt þess að fara í matvörubúðir og á markaði, og skoða allt úrvalið sem í boði er. Kjöt, fiskur, brauð, ostar, ávextir og grænmeti... ég fyllist stundum valkvíða þegar ég horfi á úrvalið. Um leið er stór hluti heimsins án allra þessa allsnægta. Gæðum er misskipt og við sem búum hér í vestrænum heimi höfum það stundum of gott.
Myndin er af Jöru Mjöll frænku minni sem kom í matarboð til mín í gærkvöldi. Hún lék sér í garðinum ásamt Ísabellu frænku sinni og týndi epli sem höfðu fallið á jörðina. Á meðan sátum við mágkonurnar og Agga og nutum góðs matar, víns og yndislegs veðurs.
Já, við erum lánsöm við vesturlandabúar.
2 ummæli:
Þessi mynd af JM er snilld, til hamingju ljósmyndari
:-)-
Rosalega get ég verið sammála þér. Stundum finnur maður til þegar maður hugsar til þess að maður eigi aðeins um hundrað þúsund kall til að lifa út mánuðinn á meðan aðrir hafa það alls ekki svo gott og hafa ekki nóg til að gefa allri fjölskyldunni að borða....
Ekkert smá fínar myndir af íbúðinni þinni :) Hlakka til að koma í heimsókn í nóvember þegar ég á ferð um Köben.
Skrifa ummæli