mánudagur, 28. júlí 2008

Þeir sumsé fiska sem róa!

Og gott betur en það!

Benný, sem seint fær leið á að stjana við dömurnar á Vesturbrú, ákvað einn góðan veðurdag að sýna þeim... borgardætrunum, hvernig sjálfbær búskapur fúnkerar. Ekki vanþörf á...nútímabörn í dag, halda að mjólk, kjöt og fiskur vaxi í stórmörkuðum og að peningar gubbist endalaust út úr hraðbönkum þegar ýtt er á ákveðna takka.

Túttan og Tjásan stóðu sig vel að mati bóndans, veiddum 44 spikfeita fiska í net, fórum í Höll Sumarlandsins sem fyrr er getið á þessu bloggi, týndum salat, kryddjurtir og tómata úr garðinum, sátum úti í sólinni, heitreyktum lúðu makríl og rækjur og drukkum dásamlegt hvítvín með.

Dingluðum svo saman í hengirúmi og ropuðum meðan ökólógíski bóndinn vaskaði upp, lagaði kaffi og bakaði eeeblekage með flöööðe.

Er ekki Danskalandið dásamlegt?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar allt eitthvað svo dásamlega. Eiginlega eins og Súpersumarfrí..... :-) Njótið ykkar sem best mæðgurnar.

Nafnlaus sagði...

Hehe! Takk! No doupt!

Nafnlaus sagði...

Ha? Kaffi?? Þú meinar kjeeeeffi