Og nú eru Ron, Naomi og Adam litli kynnt til sögunnar.
Ron er frá Ísrael, kvikmyndagerðarðamaður með geis á dokjúmentarí og óstjórnlegan áhuga á norrænni sögu... einstæður faðir.... og býr á númer tólf. Naomi er átta, gullfalleg og feimin, Adam er fjögurra... með lykla- og bílaþráhyggju.
Þar sem börnin göslast um í garðinum gefst gott næði að spjalla við þennan áhugaverða mann sem hefur lifað tímana tvenna, annars vegar í stríðshrjáðu landi og hins vegar í norrænu landi sem er svo líkt fósturjörðinni ylhýru. Ekki spillir fyrir að mannfræðitúttan sótti kvikmyndahátíð á Ísafirði í vor um sjónræna mannfræði svo það skorti ekki umtalsefnið.
Svoooo gaman!... og ákveðið að grilla saman um kvöldið!
Hmm... bíðum við... Tútta stendur í eldhúsinu sínu og veit ekkert í sinn haus þar sem hún þekkir kappann ekki mikið. Er maðurinn múslimi? Á Tútta að grilla og hann að sitja og drekka bjór og chilla á meðan? Sitja svo afsíðis á meðan hann og börnin borða? Eða... er hann bókstafstrúar gyðingur... sabbath með alls konar seremóníum yfir sjöstjörnukertastjaka á föstudagskvöldi við sólarlag og tuttuguogfjögurra tíma fasta framundan?
Tútta ákveður að engir konfliktar trufli þetta grillpartý og spyr manninn hvort einhverjar arabískar versus íslenskar hindranir séu í veginum? Neibb... aldeilis ekki, grillum pulsur, kjúlla, opnum rauðvín og höldum áfram að blaðra um lífsins undur og merkilegheit. Og kvöldið var svo sannarlega áhugavert... fyrir mannfræðitúttu sem er svo áhugasöm að analísera lífsins gang og frumlegheit.
Þegar allir eru orðnir saddir, sælir og þreyttir er tímabært að kveðjast með von um að endurtaka ánægjulega samveru fljótlega.
Shaloom!