föstudagur, 15. ágúst 2008

Yndislegt fólk! Yndisleg mannfræði!

Naomi kveikir á kertum fyrir Sabbath

Púff! Föstudagskvöld og annasöm vika að baki. Bimsa er sko fyrirmyndarnemandi í Vesterbro- Nyskole er Túttumömmu tjáð þegar hún sækir afkvæmið í dag. Þurfum aðeins að trítmenta hana sérstaklega... vegna þess að hún er örvhent... annars er þetta barn frábært!
Wúúú! Stelpurnar svo glaðar! Helgin framundan og hjólað niðrí bæ og Túttumamma má til með að splæsa soldið á Bimsuna. Kaupum peysu, gallabuxur og naríur, allt voða voða smart.
Skvísurnar rétt nýkomnar heim þegar dyrabjallan hringir!
Have´nt seen you for a looong time!! segir sá ísraelski á Kristjaníuhjólinu með börnin sín tvö. Ætlum að baka pítsur á eftir... komið þið ekki yfir og borðið með okkur???
Joouuú! skrækir Túttumamma og útskýrir annir síðustu daga... skúlestart og soddan noget sem stelpurnar hafa verið uppteknar við!... en... mætum selfölgelig!
Föstudagur... og nú fengum við að sjá Sabbath! Oh my!... fallegt ritúal.
Og Túttan hugsar til allra þeirra fjölbreyttu og ólíku hefða sem eiga sér stað hjá fólki um allan heim... hjá mismunandi þjóðum við mismunandi aðstæður. Merkileg mannfræði!
Hey! Það er útibíó á Íslandsbryggju í kvöld! Hjólum öll þangað, kaupum popp og kók og liggjum á teppi í grasinu.. yndislegt veður... yndislegt fólk... yndisleg mannfræði!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Gulla

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Gulla mín og Birna þarna í Danska-landinu. Var að skila mér ásamt dóttir úr ágætisferð frá USA í síðustu viku og er að lesa yfir það sem á daga ykkar hefur drifið síðan síðast. Virðist sem fyrirtækjarekstur gangi bara vel hjá ykkur og hljómar allt mjög spennandi :-) Komdum svo sannarlega til með að sakna ykkar Þóreyar úr saumó nk vetur. Tökum kannski bara einn Danskan og einn Franskan við tækifæri eins og þú leggur til - saumó þ.e.a.s og jafnvel einn Þórshafnar líka sem er löngu tímabært. Held áfram að fylgjst með ykkar skemmtilegu skrifum. Ef ekki ljósmyndun Gulla mín þá bara skriftir, skemmtilegur pennis sem þú ert. Kær kveðja - Raggos - ps ég átti þessi dularfullu skilaboð hér að ofan - smá test!

Nafnlaus sagði...

Jæja fyrst ég er byrjuð og gekk loksins hjá mér að senda ykkur kveðju þá held ég bara áfram. Ætla bara að afsaka stafsetningarvillur í fyrri kveðju en ég gerðist svo mikil skvísa í USA að ég fékk mér gervineglur og skrifast þetta á það en fyrir svona konur eins og mig er þetta ákveðn fötlun að vera með svona dæmi og erfitt að slá á lyklaborð sem og fleira en "buety is pain" og þetta lærist allt vonandi. Ps. keypti mér engar rúllukragapeysur í USA þvert á móti :-) Kv. Raggos flegna!!!
Hafið það sem allra best elskurnar mínar og góða helgi

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með jafnteflið :-)
Kv. Raggos

Nafnlaus sagði...

Hehe! Takk fyir kveðjuna kæra saumósystir og velkomin frá Amríska.
Hmm.. gervineglur á Röggu??? Þarf aðeins að huxa þetta elskan... og flegin í þokkabót? Wúúú! Nú líst mér á dömuna! Sé þig í anda: Krulluð ljóska með amrískar gervineglur í flegnu... pikkandi á tölvuna... skórnir örugglega upp á bílþaki, ruslapokarnir einhvers staðar á tröppunum í Engjahjallanum enþá, og bensíndæla lafandi aftan úr bílnum þínum! Lovjú darling! Svo hrikalega frábært að þekkja svona píu eins og þig!

Nafnlaus sagði...

Jafnteflið já! Eins gott því ég var alveg í kleinu.... vissi ekki með hvoru landinu ég ætti að halda! Uh!
kv. Tútta.