
Þar sem lognmolla er yfir fyrirtækjarekstrinum þessa dagana ákveður Túttan og mannfræðineminn loksins að sjá sýninguna BODIES sem er nú er haldin hér í Danska. Ástæðan fyrir áhuganum er sú, að Tútta sótti námskeið um mannfræði lista í HÍ í fyrra og var fjallað sérstaklega um þessa umdeildu sýningu þar.
Tútta ætlar nú ekki að hafa mörg orð um upplifun sína, viðurkennir þó að hafa fengið smá hroll niður mænugöngin en lætur lesendum bloggsins eftir að dæma sjálfir.
En á leið sinni niður í bæ kemur hún við hjá Viggo vini sínum á Istegade. Tútta á stundum erindi þangað vegna faraskjóta síns. Viggo er skemmtilegur karl, spaugari og sprellari eins og dönskum er lagið. Hann á það til að skáskjóta glyrnunum laumulega á tútturnar hennar Túttu. Og það gerir hann einnig nú.
Hmm... auðséð að honum líst ekki alveg nógu vel á... finnst þær greinilega eitthvað linar og slappar. Viggo sem er ljúfmenni hið mesta býðst kurteislega til að gera eitthvað í málinu, vill jú að tútturnar séu fallega stífar og stinnar. Tútta, hálf vandræðaleg, þiggur það með þökkum. Og um leið og hún kaupir eitt stykki lás pumpar Viggo lofti bæði í fram- og afturtútturnar á reiðhjóli skvísunnar svo þær séu nú stífar og stinnar.
Það er skælbrosandi Tútta sem kveður hjá Viggo´s cyckler og þakkar frábæra þjónustu.
2 ummæli:
Þetta hefur verið mögnuð sýning.Veistu hvað hún verður lengi ( t.d. kanski í okt :-) )
Kv
B Bró
Já þetta er sko mögnuð sýning! Hún verður hér til loka desember þannig að þú nærð að sjá hana!
Skrifa ummæli