Tútta vill einnig fara að fá bókalista og stundatöflu í hendur svo hún geti nú farið að skipuleggja... hún er nebblea soldið klippt og skorin með allt solleiðis... og soldið stressuð yfir þessu öllu saman.
Og enn og aftur uppgötvar Tútta að sama hraðaogstress-tempóið og heima á Fróni er ekki til staðar í Danskalandinu.
Neee... er henni tjáð af námsráðgjafanum, engir bókalistar tilbúnir, og ekki heldur kortið . Skólinn byrjar ekki fyrr en í september! En?... en...??? stynur Túttan... þarf mar ekki að fara að gera eitthvað??? Nei nei blessuð slakaðu á, farðu frekar niðrí bæ og fáðu þér öl og vertu róleg! Njóttu sumarsins! Skólinn byrjar ábyggilega einhverntíma!
Og með það fer Túttan niðrí bæ... fær sér öl og reynir að vera róleg á danskan máta... og huxar með sér... skólinn byrjar ábyggilega einhverntíma???!!!
En námskeiðin sem hún á eftir að stúdera í vetur eru spennandi:
Danish culture and society
The Anthropology of gender and conflict, between experience and categoresation
Sundhedens Anhropology
http://sis.ku.dk/kurser/portal2.aspx?pnr=0
2 ummæli:
Fáðu þér öl, skólinn byrjar einhvern tímann - FRÁBÆRT! Danirnir kunna á þetta ;)
En ji hvað ég skil þig. Ég væri búin að tapa mér ef stundaskráin væri ekki komin. Bókalistinn er að vísu ekki enn kominn hér heima en ég er hvort eð er í próflestri og má ekkert vera að því að versla bækur strax.
Jæja, áfram með lestur.
Kv,
Selfosspæjan
PS. Þetta matarboð með Ísraelunum hefur nú áreiðanlega verið skemmtilegt. Skemmtilegar tengingar sem eru að myndast þarna í Danskalandinu.
Úff! Sumarpróf? Ojj...
Jamm, mar fær sér bara öl... og slakar!
Hurru já, skemmtileg tilviljun því ég sótti ráðstefnu í sjónrænni mannfræði í vor (horfði á heimildamyndir í þrjá sólarhringa) og mannfræðin og documentary er svo nátengt.
Svo er náttúrulega bara auðgandi að hitta svona menn sem hafa verið í suðupotti heimsmálana.
Gangi þér vel að lesa!
Skrifa ummæli