miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Lífið er eins og net



Tútta hefur upplifað soldið blendnar tilfinningar í dag og síðustu daga. Meira að segja snökkt pínulítið í koddann sinn seint á kvöldin. En það er allt í lagi, bara hollt og gott fyrir sálina og líkamann.

Tútta hefur nebblea upplifað gamla nostalgíu... með dásamlegum manneskjum sem hafa alltaf verið henni afar kærar. Þessar dásamlegu manneskjur dúkkuðu upp hér í borginni í síðustu viku og Tútta og Tjása hafa átt með þeim frábærar kvöldstundir nú í vikunni.

Yfir yndislegum mat og drykk, hlátri, gríni og skemmtlegum samræðum... hefur Tútta upplifað allt eins og það var áður... áður en allt varð öðruvísi.

Ástæðan er sú að Túttan er með soldið utanáliggjandi tilfinningakerfi. Hún grenjar stundum smávegis og hugsar um hversu lífið er hverfult. Eitt sinn á maður eitthvað sem manni er svo kært... svo fer það frá manni... og eftir stendur minningin ein. Svo góð minning.

En eitthvað nýtt kemur í staðinn... og löngu tímabært að Túttan hætti að skæla.

Og Túttu finnst lífið stundum eins og net. Eins og kaðlanetið sem Bimsa situr í á myndinni. Þræðir sem liggja í allar áttir... og svo er bara að klifra og klifra, halda sér fast, mjög fast... og sjá hvar maður lendir!

Bimsa litla sem hefur notið samverunnar við ömmu og afa er hins vegar komin með farastjórapróf í Tívolí og tekur að sér alla almenna leiðsögn um skemmtigarðinn ef þess er óskað!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já margt til í þessu.Lífið er nefnilega eins og bók,skiftist í kafla og þegar einum líkur tekur annar við.Og gamli kaflin verður ekki skrifaður aftur það eru nýju kaflarnir sem verða skrifaðir og þeir skrifast eins og við komum að þeim,annað hvort með jákvæðu eða neikvæðu hugarfari.Okkar er valið :-) Kv/Gunni sem ættlar að velja þá jákvæðu.

Nafnlaus sagði...

P.S. Enn ein snildar myndin hjá þér Tútta ...ættir að fara í ljósmyndun þegar mannfræðinni sleppir .....

Nafnlaus sagði...

Hæ mæðgur í Danaveldi
Gaman að sjá að allt gengur vel og snúllan er komin í svona flottan skóla.Skólataskan bara snilld.Frænka var svo heppin að fá risastórt blessknús sem hún lifir á ennþá.
Það er ekkert val, bækur eru ekki lesnar aftur á bak.Til að fá samhengi verður að láta hverja blaðsíðu opna nýjar leiðir og koma sér á óvart. Þið standið ykkur rosalega vel. Gulla mín, ég hugsa oft til þín. Þeir kaflar sem við skrifuðum voru góðir og margar góðar minningar. Ég var að kaupa mér augnskugga í Boston og datt þú strax í hug. Farið vel með ykkur. Hreðka

Nafnlaus sagði...

Hugsa líka oft til þín Hreðka mín! Hva?!! Enn einn augnskuggann?!! Hvað er safnið eiginlega orðið stórt?
Kv. Hrund.

Nafnlaus sagði...

Bara að ég hefði getað keypt bara EINN. Sko þeir eru svo miklu ódýrari í Útlandinu. Nú er ég orðin svo sjóuð að ég set eyeliner á mann og annan. Safnið minnkar og stækkar.Það er ekki eins og þetta sé ekki notað. Kveðja Hreðka

Nafnlaus sagði...

Músík. Músík er málið, ef fólk er eitthvað down. Músík er mjög vanmetið lækningar og hressingartól einsog margt annað í þessum hraða og ruglaða heimi.