þriðjudagur, 5. ágúst 2008

Harðsoðnar fréttir af fyrirtækjarekstri

Siglt um Nýhöfn, Kristjaníu og Íslandsbryggju með Tönju og Ingu.



Montin skólastúlka!


Jæja! Þar sem Tútta er í bullandi útrás í Danska, þeysandi á hjólinu á milli stofnana... aðallega skólastofnana og ýmissa opinberra stjórnsýslu-apparata, tók hún hliðarspor áVesturbrú í dag... til venstre... og smellti sér inn í NORDEA BANK.


Hmm... Ja! Goddag! Jæ vil gjærne obne en bankerægning??? Júmm, Selfööölgelig! segir þessi elskulegi maður sem tekur á móti Túttunni... hefur hún sósíalsekjúritinúmmer?
Nema hvað! Auðvitað getur Tútta flaggað flúnkunýrri danskri kennitölu fyrir sig og sitt slekt og gerir sig nú nokkuð breiða, svona á meðan kontóristinn byrjar að pikka inn upplýsingar um Túttu og hennar kompaní í danska systemið. Þótt Tútta sé bankastjóri í Sjálfsínsbanka þykir henni öruggara að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni ef ske kynni að efnahagssystem LÍN og ákveðinna meðlagsgreiðenda á Fróni fari fjandans til, vitandi hversu erfitt það er að halda úti námsmeyjum í Danska.


Og þar með er opnaður bankareikningur á nafni Túttu með kr. núll að innistæðu í NORDEA BANK . En Túttu finnst það allt í lagi. Hún er vön solleiðis fyndni. Iss piss! hugsar hún og tekur í spaðan á þessum myndarlega bankamanni og þakkar viðskiptin... vitandi að allt á eftir að ganga vel ef jákvætt hugarfar er efst á præoritílista fyrirtækisins. Hva! Tútta, sem er forstjóri, stjórnarformaður, einræðisherra, mamma, skemmtikraftur og kokkur... lætur ekki smámuni koma sér úr jafnvægi. Með de samme hjólar hún skælbrosandi út í dönsku tilveruna, ásamt litla verðmætasjóðnum sem nýverið hefur eignast nýja skólatösku... og fær sér pulsu með remólæðe og stekt lög. Og þær eru harðákveðnar báðar tvær, hún og Tjása, að... hmm... eggin í körfunni séu sko HARÐSOÐIN!


Þrátt fyrir miklar annir í fyritækjarekstri er brjálað að gera í opinberum heimsóknum á Vesturbrú þessa dagana. Kór Menntskólans við Hamrahlíð gerði víðreist í Danska um daginn og fyrirtæki Túttunnar var falið að geyma íslenska þjóðbúninga, þreytta ferðalanga og farangur þeirra dagpart... og hafði mikið gaman af!

Einn af ferðaglöðum nemendum úr Víðistaðaskóla, hún Tanja... hmm... meira hvað þessi börn úr 3ja AE ferðast!... kom í opinbera heimsókn ásamt móður sinni Ingu, farin var sigling um kanalinn, kúltiveraður kvöldverður í kjölfarið, mikið fjör, mikið sykurflipp, og mikið gaman gaman...


Og svo er von á gesti á morgun... spennandi gesti... í tvo daga... og Túttu hlakkar mikið til!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

rosa er gott að heyra að allt gengur vel..

kveðja frá NY
Tinna frænka

Nafnlaus sagði...

Takk skvísa! Bestu kveðjur til ykkar allra, hefurru séð nokkuð smart toj í nevjork eskan?

Nafnlaus sagði...

nú er Selfosspæjan orðin svo forvitin - hvenær byrjarðu í skólanum og í hvaða kúrsa ertu að fara??? ;)

Sigrún Hafst. sagði...

Hæ Gulla mín. Rosalega er gaman að fylgjast með ykkur þarna úti. Gaman að lesa það sem þú skrifar. Íbúðin ykkar virðist vera voða fín. Þú ert nú ekki lengi að gera huggulegt í kringum þig ;-)
Hafið það báðar sem allra best.
kveðja
Sigrún Hafst.

Nafnlaus sagði...

Gvöh!Selfosspæja! Þetta er svo spennó!
Skólinn byrjar 1. sept.
Ég tek líklega 3 kúrsa hér á haustmisserinu (er að velja þá þessa dagana.) Tek svo Etnógrafíu í fjarnámi frá HÍ.
Set þetta inn á bloggið þegar nær dregur!

Nafnlaus sagði...

Takk Sigrún mín!

Unknown sagði...

:-) Gaman að þú gast hitt Tönju Birna mín, voða sæt mynd af ykkur.
Rosa flott mynd af þér með nýju skólatöskuna :-))
Kossar og klessuknús frá pabba

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Elsku Gulla mín.

Þá er ég aftur kominn í netsamband og var að lesa síðuna þína. Gott að sjá að allt gengur vel hjá ykkur mæðgum... Fer að koma mér upp skype svo ég geti spjallað við þig beint... Þú mátt líka senda mér tölvupóstfangið þitt sem ég hef týnt. Atti yndislega helgi með Hildi um síðustu helgi, fórum í Flateyjardal í útilegu og sungum svo með 6000 manns á íþróttavellinum hér á Akureyri á sunnudagskvöldið.. Gaman að hitta Gunna líka hressan og kátann.

Hafðu það rosalega gott elsku vinkona.. fer suður á morgun og verð eithvað fram í næstu viku á þvælingi þar, að spila golf og fl.
Kær kveðja
Þinn vinur
Ási

Nafnlaus sagði...

Kveðja til ykkar mæðgna úr letilífi á Löngu eyju.
B Bró og Ellý frænka