Noh! klukkan hringir... og Túttumamma rýkur frammúr. Fyrsti skóladagur Bimsu og allt gert klárt. Sturta, bursta, borða og flúnkunýrri skólatösku skellt á bakið á pínu áttaviltri danskri námsmey sem er að hefja skólagöngu í Vesturbrúar-nýjaskóla í dag. http://www.vesterbronyskole.kk.dk/.
Hjólað af stað! Upp Istegade, inn Enghavevej... Tíhí! Gaman gaman!
Bimsa er skráð í móttökubekk, sumsé fyrir börn sem ekki tala dönsku og eru ekki alveg tilbúin fyrir hefðbundið skólastarf. Túttumamma fór hamförum á skólaskrifstofum borgarinnar í byrjun júlímánaðar og fékk loforð um að Tjásan yrði flutt í sinn hverfisskóla um leið og hún yrði tilbúin dönskulega séð. Hún veit að það tekur ekki langan tíma fyrir Tjásuna, svo dugleg stelpa sem hún er, en hefur jafnframt loforð um að hún megi dvelja áfram í móttökuskólanum ef henni líkar þar vel.
Skvísunum er vísað upp á 5. hæð í útlenska bekkinn sem samanstendur af um það bil tólf börnum frá hinum ýmsu heimshlutum, Kína, Brasilíu, Columbíu, Thailandi, Póllandi, Eritreu (Oh dear! Hvar er nú sá staður?) og Pakistan svo fátt eitt sé nefnt... og fjórum kennurum. Bo, sem er yfirstrumpur og dáldið fatlaður á fæti. Hanne, sem verður Bimsu innan handar og hjálpar henni að skilja dönskuna. Valde, sem er stuðbolti og spilar á þverflautu og svo Rikke, hún kennir stærðfræði og er ósköp sæt. Rasmus íþróttakennari rekur líka inn nefið og minnir alla á íþróttatíma á þriðjudögum. (Tútta fær pínu sona sottlar snnnjörnur í augun, Gvöh! svo myndarlegur maðurinn!)
Svo hefst bara gleði! Allt svo afslappað, stundataflan verður tilbúin einhvern tíma í næstu viku, iss, höfum ekki áhyggjur af solleiðis pappír segir yfirstrumpur og tekur fram gítarinn. Söngbókum er dreift um bekkinn, Valde blæs í flautuna og allir syngja. "Uss mamma... þú syngur svo hátt!" hvíslar Tjása og lítur vandræðalega í kring um sig. Núnú!....Hmm... túttumamma sem lifir sig inní skólabegynnelsið af alhug lækkar aðeins í raddböndunum og heldur sig til hlés. Júmm, best að nota tækifærið og hverfa í nokkrar mínútur og leyfa Tjásu að spreyta sig einni og mingla án galandi mömmunar.
Túttumamma fer og skoðar Fritidshjemmet sem heitir UNO. Sambærilegt við Skólakot heima á Íslandi. Ekki að spyrja að! Frábærar móttökur og frábær aðstaða fyrir Bimsulínu í vetur, á meðan Túttumamma er í sínum skóla að læra mannfræði.
Oh! Svo glaðar stelpur sem hjóla heim með danska lestrarbók í farteskinu.. og ætla að vera duglegar að æfa sig heima! Svo er bekknum boðið í pikknikk á morgun í Söndermarken sem er rétt hjá dýragarðinum ...svo allir krakkarnir kynnist betur.
En Túttumamman galandi á víst að vera heima á meðan!
7 ummæli:
Hæ stelpur.Gaman að skólin sé byrjaður hjá Tjásu og vonandi verður bara gaman í skólanum . Gangi ykkur vel með Dönskuna svo
Tjása geti farið að tjá sig við
hin börnin sem fyrst :-)
Kv/ Gunni í Trölla (Tittatúni)
Frábært !!
Veit að allt kemur til með að ganga vel. Þú verður fljót að eignast vini og læra dönskuna Birna mín :-)
Kossar og knús frá pabba !
Frábært hjá Bimmsunni, hún spjarar sig.......Heyrðu Bugga.....sko ....engar ''OSMONDS''söng rokur þegar þú ert með blessuðu barninu í skólanum.
Kv
B Bró og Ellý frænka
Hei! Við vorum að taka "Puff the magic dragon" á dönsku! Hrikalega flott performans! Flauta og gítar!
Var í hláturkasti yfir þessari syngjandi-of-hátt mömmu.
Smá landafræði!
Eritrea er í NA-Afríku. Ef þú ert í Eritreu og horfir í vestur þá sérðu Súdan. Ef þú horfir í suður þá sérðu Eþíópíu. Svo ef þú horfir í austur yfir Rauðahafið þá sérðu Saudi-Arabíu og Yemen ;)
Er enn að bíða eftir færslu um þitt nám - við stúdentarnir erum svo meðvirkir ;)
Okí... sumsé ekki langt frá Kalaharíeyðimörkinni! Hef nebblea sérstakan mannfræðiáhuga á því svæði.
Hurru! Held að kúrsarnir séu að smella saman hjá mér, á fund með námsráðgjafa á föstudag, vertu meðvirk þangað til, læt svo hele klabbið inn á bloggið! Spennó!
Hæ Gulla mín.
Mér sýnist allt byrja svo vel hjá ykkur mæðgum.Birna á eftir að spjara sig vel með svona stuðningsaðila hana mömmu sína!!
Mér finnst voða gaman að fylgjast með ykkur á blogginu.
kv. Jóna Linda
Skrifa ummæli