
... er eiginleiki sem oft er vanmetinn og vandfundinn. Eiginleiki sem Túttu finnst óskaplega gott að upplifa þegar hún gefur sér tíma frá dagsins amstri. Snýr ímyndaðri hnattstöðu jarðar, veruleika, og síðast en ekki síst tilfinningalífi að sjálfri sér. Þetta er svona móment þegar maður nær að kúpla sig út úr efnisheiminum og inn í heim sjálfsins, sinnar eigin verundar og tilfinninga. Svipað og þegar Túttan fær sér sundsprett á morgnanna. Finnur vatnið umlykja kroppinn, finnur alla vöðva líkamans hreyfast í takt við vatnið og vatnið hreyfast í takt við líkamann. Og það er góð tilfinning. Slík upplifun veitir möguleika á naflaskoðun, sjálfsgagnrýni og hugarró. Allt saman element sem eru hluti af sjálfsmynd, birtingarmynd og veruleikaheim. Dásamleg tilfinning. Að finna sig sjálfan í sjálfum sér. Að finna vissa gersemi. Að vera sín eigin gersemi.
Þetta er líklega í ætt við jóga. Sem Tútta hefur stundað í mörg ár, bæði markvisst og ómeðvitað. Nái maður tengingu - er hún ávallt til staðar.
Eitthvað hefur gerst líka í sumar sem leið. Eitthvað frábært sem Túttan getur ekki útskýrt. Byrjaði einhvern tíma í vor og hún skynjaði í raun ekki fyrr en fyrir stuttu síðan. Eitthvað ótrúlega gott. Einhver ný sýn tekin við. Einhver kraftur kominn - og eitthvað farg er farið. Og það er mikill léttir. Góð tilfinning. Góð samvera með sjálfinu. Og Tútta hefur huxað sér að vera áfram í þessari ljúfu samveru. Þrátt fyrir áföll, vonbrigði og sorgir lífsins - sem eru mannskepnunni óumflýjanlegar og eflaust alltaf til staðar, er dásamlegt að finna kjarnann í sjálfum sér.
Því þar er maður einhvern veginn alltaf sannur.
(Já einmitt! Túttan er óvenju djúp núna!)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli