Takk Nanna, hver sem þú ert. Nebblea nákvæmlega svona er staða draumóra námsmanna, erlendis í dag.
Mannfræðinemi eins og Tútta sem alltaf er í húmanískum pælingum og er opin fyrir öllum skoðunum, hlutlaust (nema hvað?) tekur fagnandi ólíkum perspektívum á tilveruna... annað væri smekkleysa, bæði gagnvart faginu og lýðræðislegu málfrelsi. Keep on folks!
Tútumamma fór ásamt Bimsu dönskunema að versla blýanta í dag. Pennaveskið var sumsé orðið fátæklegt þar sem Bimsubarnið er á "yddara-skeiðinu".
Ydda, ydda, ydda, úps! Blýanturinn horfinn???
Svo þurfti einnig að kaupa afmælisgjöf... því Mille skúlesöster, verður 9 ára på fredag og alle í klassen er boðið í teiti.
Afmælisgjöf: Farveblyanter for Mille: kr. 45 dkr.
Skrúfblyant for Birne skolepige: kr. 25 dkr. (Af því hann er svooo bleikur og svooo flottur mamma!)
Variente blyanter með strokleðri og yddara: kr. 59 dkr. (Því pennaveskið er tómt)
Samtals 129 dkr. (Sem teknar eru á láni frá Nye Kauptjing, sem tekur lán frá Seðlabankanum, sem tekur lán frá IMF, sem tekur lán frá .........)
Svo er hvurjum og einum frjálst að reikna á því gengi sem hentar hvurju sinni.
Tútta hins vegar huxar sinn gang (mange ganger) þegar hún borgar kr. 3044- iskr. fyrir blýanta... og á þá eftir að kaupa í matinn... og skeinipappír!
6 ummæli:
Tútta mín, maður kaupir ekki Faber Castell liti í kreppu! :-) 24 lita pakki af þeim hér heima í Office 1, sem ég tel ódýrustu búðina, kostar 1.799 kr.
Fann þessa frétt í gær en þú ert kannski nú þegar búin að sjá hana:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/19/ovissa_um_neydarlan_lin/
Baráttukveðjur,
Lísa
Selfosspæjan mín, pakkinn sem ég keypti innihélt 5 liti. Hefði ég keypt 24 liti hefði ég borgað 5097 kr.
Kveðja Tútta.
Gaman að fá athugasemdir frá aðdáenda pa island! Kanski er þetta starfsmaður frá lín eða bankastarfsmaður ! Að ath líðann íslenskara námsmanna erlendis?
Vona að eitthver peningur verði eftir fyrir mat! kv Þ
Úff, þar fórstu alveg með það!
Ég segi bara pass :-)
Kv,
Lísa
Varstu búin að sjá þessa síðu?
http://www.island.is/efnahagsvandinn/fjolskyldan/namsmenn
Þú ættir að geta fylgst þarna með öllu sem gerist í málefnum stúdenta erlendis.
Bestu þakkir Selfosspæja! Alþjóðaskrifstofa HÍ var einnig búin að send upplýsingar til mín.
Skrifa ummæli