miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Tútta verslar blýanta

Tútta hefur haft mikið gagn og gaman af mismunandi sjónarmiðum blogg-lesenda frá síðustu færslu hér og er oggu pons upp með sér að fá komment frá fólki sem hún veit engin deili á.
Takk Nanna, hver sem þú ert. Nebblea nákvæmlega svona er staða draumóra námsmanna, erlendis í dag.
Mannfræðinemi eins og Tútta sem alltaf er í húmanískum pælingum og er opin fyrir öllum skoðunum, hlutlaust (nema hvað?) tekur fagnandi ólíkum perspektívum á tilveruna... annað væri smekkleysa, bæði gagnvart faginu og lýðræðislegu málfrelsi. Keep on folks!

Tútumamma fór ásamt Bimsu dönskunema að versla blýanta í dag. Pennaveskið var sumsé orðið fátæklegt þar sem Bimsubarnið er á "yddara-skeiðinu".
Ydda, ydda, ydda, úps! Blýanturinn horfinn???
Svo þurfti einnig að kaupa afmælisgjöf... því Mille skúlesöster, verður 9 ára på fredag og alle í klassen er boðið í teiti.

Afmælisgjöf: Farveblyanter for Mille: kr. 45 dkr.
Skrúfblyant for Birne skolepige: kr. 25 dkr. (Af því hann er svooo bleikur og svooo flottur mamma!)
Variente blyanter með strokleðri og yddara: kr. 59 dkr. (Því pennaveskið er tómt)
Samtals 129 dkr. (Sem teknar eru á láni frá Nye Kauptjing, sem tekur lán frá Seðlabankanum, sem tekur lán frá IMF, sem tekur lán frá .........)

Svo er hvurjum og einum frjálst að reikna á því gengi sem hentar hvurju sinni.
Tútta hins vegar huxar sinn gang (mange ganger) þegar hún borgar kr. 3044- iskr. fyrir blýanta... og á þá eftir að kaupa í matinn... og skeinipappír!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tútta mín, maður kaupir ekki Faber Castell liti í kreppu! :-) 24 lita pakki af þeim hér heima í Office 1, sem ég tel ódýrustu búðina, kostar 1.799 kr.

Fann þessa frétt í gær en þú ert kannski nú þegar búin að sjá hana:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/19/ovissa_um_neydarlan_lin/

Baráttukveðjur,
Lísa

Nafnlaus sagði...

Selfosspæjan mín, pakkinn sem ég keypti innihélt 5 liti. Hefði ég keypt 24 liti hefði ég borgað 5097 kr.
Kveðja Tútta.

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá athugasemdir frá aðdáenda pa island! Kanski er þetta starfsmaður frá lín eða bankastarfsmaður ! Að ath líðann íslenskara námsmanna erlendis?
Vona að eitthver peningur verði eftir fyrir mat! kv Þ

Nafnlaus sagði...

Úff, þar fórstu alveg með það!

Ég segi bara pass :-)

Kv,
Lísa

Nafnlaus sagði...

Varstu búin að sjá þessa síðu?
http://www.island.is/efnahagsvandinn/fjolskyldan/namsmenn

Þú ættir að geta fylgst þarna með öllu sem gerist í málefnum stúdenta erlendis.

Nafnlaus sagði...

Bestu þakkir Selfosspæja! Alþjóðaskrifstofa HÍ var einnig búin að send upplýsingar til mín.