Þessi orð góðrar vinkonu heima á Íslandi vekja Túttuna úr þunglyndisdvalanum. Tútta er búin að grenja mikið og röfla í símann yfir Atlantshafið. Svo gott að elskuleg og kær vinkona heima nennir að hlusta. Og nú rís Tútta úr öskustónni og ætlar að snúa blaðinu við. Sumsé... stop fighting and join!
Skal nú gerð grein fyrir áætluninni:
Nr. 1: Tútta getur ekkert gert þótt húsaleigan hér hafi hækkað um 50 þús. ísl. vegna slæms gengis íslensku krónunnar. Hún skuldar bara smá meira eftir þetta námsár. Púnktur. Þar með er málið út af borðinu og Tútta hættir að berjast við íslenska hagkerfið.
Nr. 2: Tútta er búin að böglast í að skrifa 8 blaðsíðna ritgerð á ensku (ásamt því að skila inn nokkurum verkefnum til HÍ) um Procreative technologies með tilliti til siðferðis. Málefni sem er mjög umdeilt í mannfræðinni og er Túttu allt of skylt og algjörlega ofviða. Ókí, veit... soldil bjartsýni. Tútta skilar inn ritgerðinni, annað hvort staðin eða fallin, það kemur í ljós. Tútta hættir að berjast við slæma samvisku um lélegan námsárangur og tekur því sem koma skal með æðruleysi.
Nr. 3: Dönsk skólayfirvöld. Þvílíkt batterí! Tútta vill að Bimsubarnið skipti um skóla. Ýmsar uppákomur í Vesterbro NySkole hafa orsakað togstreitu milli Túttu og skólayfirvalda í Danska. Túttan rífur kjaft á skrifstofum borgarinnar og finnur þessa dásamlegu tilfinningu þegar frekjan flæðir um allan kroppinn. Svona frekjukast sem "sumir" hafa ekki skilning á. Fyllir mann orku og eldmóð, ótrúlegt energí. Því Tútta er með sterka réttlætiskennd þegar kemur að velferð Bimsu litlu. En Dönskum er ekki haggað. Bimsan á að vera kjur í Vesterbro NySkole eru skilaboðin.
Ókí.... Tútta ákveður smá plott. If you can´t fight them... then join them! Verður gerð grein fyrir framvindu þeirrar sögu þegar málum lyktar.
Tútta er sumsé... hægt og sígandi... að fara úr svartsýniskasti... yfir í bjartsýniskast. Vonar í hjarta sínu að aðrir íslendingar upplifi það sama.
Erum jú hamingjusamasta þjóð í heimi ekki satt?
6 ummæli:
Gó Gulla Gó gó gó !
Þetta er rétta hugarfarið... Hella sér að krafti í verkefnin sem eru þarna til að leysa þau...!
Gangi þér vel Gulla mín í öllu ! Voanst til að heyra kannski í þér á skypinu um helgina.
Kær kveðja
Ási
Takk sæti! Er jú frekja dauðans, og hef bjargað mér hingað til! Held því áfram svo lengi sem ég lifi. Takk fyrir peppið og hlakka til að heyra í þér á skypinu... Mr. Handsome!
Hils, Tútta.
Rosalega er ég ánægð með þig elsku Guðbjörg mín. Maður á ekki að hellast í eitthvað þunglyndi yfir hlutum sem maður getur ekki gert neitt við, eins og hvernig íslenska efnahagskerfið er að fara alveg beina leið niður...
Sá reyndar í 60 mínútum að það væru vinir okkar Danir, sem eru að leyfa þér að gista hjá sér, sem eru jákvæðasta og ánægðasta þjóð heims, en það kemur út á eitt. Þú smitast bara af jákvæðninni frá þeim því lítið er af henni hér á klakanum á síðustu og verstu tímum.
Hvað varðar verkefnin þá stenduru þig jafn vel og vanalega, þú ert sko alveg með þetta í hendi þér þar sem þú ert ein áhugasamasta mannseskja sem ég veit um þegar kemur að námi, lætur okkur hinar fölna í samanburði við þig :)
(Vá, átti ekki að vera svona langt komment, en þú veist nú hvernig ég er... ég er alltof málglöð :))
Þú getur þetta alveg .. einn góður félagi minn sagði að það væri ekkert til sem héti "vandamál", heldur bara "óleyst verkefni". Miklu jákvæðari hugsun að horfa á hlutina sem óleyst verkefni frekar en vandamál. Gangi þér vel, brostu og taktu bara Pollýönnuna á þetta.
Sá er sæll,
er sjalfr of á
lof ok vit, meðan lifir;
því at ill ráð
hefr maðr oft þegit
annars brjóstum ór.
Byrði betri
berr-at maðr brautu at
en sé mannvit mikit;
auði betra
þykkir þat í ókunnum stað;
slíkt er válaðs vera.
Kv. Titturinn
Gamla góða Pollýanna vinkona mín er sko þörf þessa dagna aldrei sem fyrr og gott að eiga hana að :-)
Elsku Gulla mín - ekki skrifað þér lengi en læt verða að því nú, ekki þar með sat að maður hafi ekki hugsað til þín og það hlýlega auðvitað. Ákaflega leiðnlegt að komast ekki til þín fljótlega eins og til stóð en... koma tímar, koma ráð. Baráttukveðjur - Ragga og Pollý.
Skrifa ummæli