
Smá plott í gangi í Danska. Leynigesturinn mættur. Óli bróðir lendir um hádegi og Bimsa veit ekki neitt. Allt klappað og klárt fyrir átta daga dvöl og yndislega samveru. Ferðatösku skellt inná stofugólf, einn öllari opnaður fyrir þreyttan ferðalang og svo er hjólað í UNO til að sækja afmælisskvísuna... oh! my! vildi að þið hefðuð séð svipinn á henni!

Eftir fagnaðarfundi er brunað heim og nammi skellt á eina brúna. Sú stutta með munnræpu... bæði á dönsku og íslensku... trúir því varla að stóri bróðir sé kominn! Ætlar svo sannarlega að notfæra sér tækifærið í heila viku!

Klukkan fjögur koma gestir... pakkar... gleði... gaman! Litla snúllan er nafli alheimsins í dag!
Og svo.... gott að leggjast á koddann sinn í kvöld... og vita af öllum sem elska mann.
Bimsa þakkar öllum þeim sem hafa glatt hana í dag með kveðjum, símtölum og heimsóknum.
Er ekki dásamlegt að vera 9 ára?
2 ummæli:
þetta var sniðugt! að hafa heimsókn stóra bróður óvænta!
Þetta afmæli gleymir hún aldrei!
Jæja og saumaklúbbsgellur búnar að bóka far út! Vonandi hætt að rigna!!!!!! kv ég
Hey! Hefur sko ekkert rignt hér... nema aðeins á nóttunni þegar mar er sofandi...
Sól og sæla í danska og heill saumaklúbbur á leiðinni! Jíbbííí!
Skrifa ummæli