Sumsé kvíðakasti.
Eftir því sem meira skikk kemst á skólastartið hér... og heima, sekkur Tútta lengra og lengra niðrí sófann í stofunni sinni. Gvöh! Hvurnin í ósköpunum á hún að komast yfir þetta allt saman? Verkefni, ritgerðir, framsögur... endalaus vinna framundan og tíminn svo stuttur!
Tútta analýserar málið og reynir að finna lausnir:
Ráða eina tælenska í eldamennsku, þrif og þvotta? Uss! Solleiðis ekki á fjárlögum í bili.
Klóna sig? Veit ekki hvort hægt sé að biðja um slíkt í Danska... og gæti tekið of langan tíma.
Ráða helgarpabba? Gjööörðu svo vel! Hér er ein níu ára orkusuga með munnræpu og athyglisþörf. Kostar stundum pening, sérstaklega þegar labbað er fram hjá ísbúð! Mátt skila henni seinnipart sunnudags. Neee.... Tútta tímir ekki að missa gleðigjafann.
Hringja í LÍN og benda þeim á að miðað við vinnuframlag ætti námslánið að vera í nokkurum miljónum per mánuð? Iss... þeir hlusta ekki á solleiðis píp!
Biðja almættið um fleiri klukkustundir í sólarhringinn? Ekki alveg viss hvernig hnattstöðu Danskalandsins er háttað með tilliti til sambandsins. (get hugsanlega tékkað á því á morgun.)
Tútta andar í gegnum nefið, tekur nokkrar jógastöður... og veit að svona kast kemur tvisvar á ári, á haust- og vormisseri.
Veit að þetta gengur yfir eins og óveðrið heima í gær. Nú er bara að skipuleggja... og skipuleggja... og vinna og vinna.
Tútta ætlar nebblea að taka pakkann með stæl og er svo ánægð að hafa nóg að gera í lífinu!
7 ummæli:
ég upplifði svona móment í gær en svo leið það bara hjá og lífið varð aftur svo yndislegt
you go girl!
kv,
Selfosspæjan
Nebblega þegar mest er álagið þá vinnum við líka best . Tútta rúllar þessu upp jafn skipulögð og hún er . Áfram með smjörið í Danska stelpa . Baráttukveðjur úr Trölla :-) Kv/Tittur Dúllari
Ég er búin að vera í svona kasti í nokkra daga því ekki nóg með það að verkefnin, að mér finnst, eru óyfirstíganleg heldur læðist sú hugsun að mér hvað ég hafi verið að hugsa að halda áfram í skóla þegar von er á barni eftir mánuð :S Kvíðinn fór í smá stund þegar ég fór að vinna í einu stóru verkefni hjá jónínu en kom svo strax aftur þegar ég hugsaði hvað ég þyrfti að gera áður en ég kem litla prinsinum í heiminn!!! Gangi þér allt í haginn og þú rúllar þessu upp eins og þú hefur alltaf gert, hef fulla trú á þér þarna í Danaveldi og væri sko alveg til í að fjárfesta í fyrirtækjarekstri þínum ef minn stæði aðeins betur :)
Takk elskur fyrir frábært pepp! Já skólastelpur rúlla þessu upp með stæl!
Elsku Hlín, þú hugsaðir nákvæmlega rétt, halda áfram í skóla og verða mamma í leiðinni! Er það ekki dásamlegt? Gangi þér allt í haginn, veit að þú klárar þig á þessu eins og öðru sem þú tekur Þér fyrir hendur... Uh! sakna ykkar svoooo mikið í HÍ!
Já, við söknum þín líka sárt :) En já, ég er svona að taka mér taki og er einmitt að klára fyrsta verkefnið af fjórum, þannig að þetta tekst allt fyrir rest :) Stressuð yfir honum Sveini félaga bara... En þú ert hetja.
;)veit að þetta leikur í höndunum á þér þegar hugarflugurnar yfirgefa höfuðstöðvarnar og þær fá frið til að vinna haha, var þetta ekki magnað :O) ég var að koma frá NY í gær og þarf að "aðlaga" mig að skólanum á ný. Hvernig væri að danska túttan kæmi sér fyrir á facebook??
Júmm, alveg magna!
Hvað er með þetta facebook-dæmi? Allir að nefna þetta við mig þessa dagana! Skilst að þessi "bók" sé mikill tímaþjófur... og Tútta má varla við að stela tíma frá skólabókum uh!
Ætla að skoða málið þegar Sóley vinkona kemur hér í nóv... hún er laganemi og sérfræðingur í þessari "bók".
Hilsen til ykkar allra HÍ stelpna!
Skrifa ummæli