
...frábærlega vel orðað hjá Valgeiri Guðjónssyni, eins vanmetnasta talents og húmorista Íslandssögunnar að mati Túttu.
Tútta horfir agndofa á beina útsendingu frá Lækjartorgi á Veftíví. Sterk þjóðerniskennd gerir vart við sig, mannfræðigleraugun sett upp, djúp öndun, hönd á brjóst.... og margar spurningar vakna. Tútta getur ekki annað en brosað út í annað.... íslenska þjóðin svo dásamleg í gleði sinni yfir "strákunum sínum."
Spurningarnar eru eftirfarandi:
Bogi Ágústsson... ég fíla þetta svo innilega með þér, fílar þú þetta með mér?
(Finnst þú oft hafa verið meira svona tilfinningalega lokaður í beinni.)
Páll Óskar? Varstu smart?
(Persónulega finnst mér væmið ástarlag EKKI hæfa tilefninu.)
Er verið að kenna íslensku þjóðinni amríska múgsefjun með góli og gali, klappi og öskri?
(Hæfir vel á konukvöldi með Hillary Clinton... en ekki á Lækjartorgi.)
Hvað var Logi með í bakpokanum?
(Af hverju geymdi hann ekki tuðruna í rútunni... ásamt hattinum?)
Hey strákar! Vissi bara helmingurinn af liðinu að forsetinn og annað slekt var á svæðinu?
(Common! Æfa betur!)
Tútta er alvarlega að huxa um að gera þessa ynsdislegu uppákomu á Lækjatorgi í dag að BA verkefni sínu.... svo makalaust hvað mannfræðin og mannlífið er skemmtilegt.
Conclusion:
Þorgerður Katrín: Flottust nó matter what!
Sigfús: Oh my! Stunning and totally sexy!
Valgeir: Þinn tími mun koma!
Páll Óskar: Ókí... við höfum séð þetta áður.
Og svo... Ólafur Stefánsson: Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur!
Flottasta comment ever!