laugardagur, 30. ágúst 2008

Orðin eitthvað svo stór stelpa!




... hugsar Túttumamma þegar hún sækir blómið sitt í UNO í dag.


Finnst eitthvað svo stutt síðan hún fæddist... stutt síðan hún lá nýfædd í fanginu á mömmu sinni, saug brjóstið og foreldrarnir að springa úr hamingju. Níu ár síðan.


Nú er hún sjálfstæð og dugleg stelpa með áhuga á öllu skemmtilegu í lífinu, leikur sér og lærir, þroskast og eflist... og á afmæli eftir nokkura daga.


Svona er lífið... flýgur áfram eins og ferð á hjólaskautum, stundum jafnvægi, stundum fall... en oftast bros og koss!

föstudagur, 29. ágúst 2008

Mér finnst rigningin góð!

Tútta krulla!

Somewhere over the rainbow...

...Skies are blue
And the dreams that you dare to dream
Really do come true

-Arlen-Harburg

miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Gott silfur er gulli betra...


...frábærlega vel orðað hjá Valgeiri Guðjónssyni, eins vanmetnasta talents og húmorista Íslandssögunnar að mati Túttu.
Tútta horfir agndofa á beina útsendingu frá Lækjartorgi á Veftíví. Sterk þjóðerniskennd gerir vart við sig, mannfræðigleraugun sett upp, djúp öndun, hönd á brjóst.... og margar spurningar vakna. Tútta getur ekki annað en brosað út í annað.... íslenska þjóðin svo dásamleg í gleði sinni yfir "strákunum sínum."
Spurningarnar eru eftirfarandi:
Bogi Ágústsson... ég fíla þetta svo innilega með þér, fílar þú þetta með mér?
(Finnst þú oft hafa verið meira svona tilfinningalega lokaður í beinni.)
Páll Óskar? Varstu smart?
(Persónulega finnst mér væmið ástarlag EKKI hæfa tilefninu.)
Er verið að kenna íslensku þjóðinni amríska múgsefjun með góli og gali, klappi og öskri?
(Hæfir vel á konukvöldi með Hillary Clinton... en ekki á Lækjartorgi.)
Hvað var Logi með í bakpokanum?
(Af hverju geymdi hann ekki tuðruna í rútunni... ásamt hattinum?)
Hey strákar! Vissi bara helmingurinn af liðinu að forsetinn og annað slekt var á svæðinu?
(Common! Æfa betur!)
Tútta er alvarlega að huxa um að gera þessa ynsdislegu uppákomu á Lækjatorgi í dag að BA verkefni sínu.... svo makalaust hvað mannfræðin og mannlífið er skemmtilegt.
Conclusion:
Þorgerður Katrín: Flottust nó matter what!
Sigfús: Oh my! Stunning and totally sexy!
Valgeir: Þinn tími mun koma!
Páll Óskar: Ókí... við höfum séð þetta áður.
Og svo... Ólafur Stefánsson: Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur!
Flottasta comment ever!

mánudagur, 25. ágúst 2008

Alarm! One item is affecting your status!

Tútta lætur sem hún sjái ekki þessi skilaboð sem hafa poppað upp í tölvunni af og til upp á síðkastið. Er sumsé í algerri afneitun og ignorerar dæmið algjörlega því hún nennir ekki tölvuveseni.... þar til.... PÚFF! KVISS BANG! LOK LOK OG LÆS! HELE KLABBIÐ FROSIÐ!
Oh dear! Nú er Tútta í djúpum..... Hjólað í snarhasti í tölvubúðina FONA!
Hjjjeeeelp!!!!!! Taugaveiklaðri Túttunni gefin upp adressa í Frederiksberg, fínir gæjar þar sem gera við tölvur, sangjarnt verð. Og Tútta hjólar áfram.... áfram.... til Frederiksberg sem er svo einstaklega fallegt hverfi með peningalykt. Talvan alveg á suðupúnkti (+89°C) þegar hún skellir henni á borðiði hjá PC Fixer kompaní. Ljóskusvipur og stútur á munnin settur upp í snarhasti. Hmmm! Ved sko ikke hvad skede!!!..???
Tyrkneskur Kúrdi tekur á móti Túttu: Esidew ter toðitðirv sisð vmirsðerm h0eutðrm ???
Jú einmitt! Nebblea solleiðis, og þar með er blessað apparatið tekið í vírushreingerningu. Á meðan krúsar Tútta um þetta fallega hverfi í tvo og hálfan klukkutíma, bíðandi eftir að besta vinkonan verði læknuð af óværunni... virðir fyrir sér fallega garða og staðráðin í að taka mark á heilsufari hennar og kvörtunum framvegis.
Það voru sælar mæðgur sem sátu svo heima í kvöld, borðuðu nammi namm í kvöldmat, nokkur hundruð krónum fátækari, en vel tengdar við mann og annan!
Af gefnu tilefni vill Tútta koma eftirfarandi skilaboðum til Gunna, Völu og Abba, vina sinna á Íslandi:
Tútta var ekki að skoða neinar sonna... þið vitið... sonna síður! ... æji...... jú nó!

sunnudagur, 24. ágúst 2008

föstudagur, 22. ágúst 2008

Æji mamma! Ekki koma svona snemma!

Túttumamma hefur dulitlar áhyggjur af afkvæminu sínu sem er vakið púnktlich kl. sjö að dönskum tíma og drifið í skólann. Eftir kennslu tekur svo frítídshjemmet UNO við blessuðum unganum og fóstrar fram eftir degi.

Áhyggjurnar felast aðallega í því að blessað barnið er ekki alveg sjúr á danska tungu og örugglega mjög krefjandi að vera í framandi umhverfi allan daginn án Túttumömmu sem heldur að hún sé ómissandi í lífi barnsins. Þess vegna er Túttumamma komin stundum fullsnemma að sækja Tjásuna.

Annað kemur á daginn! Bimsa er sko ekki tilbúin að koma heim, þvílík gleði og gaman í UNO!

Held að Túttumamma geti verið áhyggjulaus hér eftir!

fimmtudagur, 21. ágúst 2008

Logn og linka


Þar sem lognmolla er yfir fyrirtækjarekstrinum þessa dagana ákveður Túttan og mannfræðineminn loksins að sjá sýninguna BODIES sem er nú er haldin hér í Danska. Ástæðan fyrir áhuganum er sú, að Tútta sótti námskeið um mannfræði lista í HÍ í fyrra og var fjallað sérstaklega um þessa umdeildu sýningu þar.
Tútta ætlar nú ekki að hafa mörg orð um upplifun sína, viðurkennir þó að hafa fengið smá hroll niður mænugöngin en lætur lesendum bloggsins eftir að dæma sjálfir.
En á leið sinni niður í bæ kemur hún við hjá Viggo vini sínum á Istegade. Tútta á stundum erindi þangað vegna faraskjóta síns. Viggo er skemmtilegur karl, spaugari og sprellari eins og dönskum er lagið. Hann á það til að skáskjóta glyrnunum laumulega á tútturnar hennar Túttu. Og það gerir hann einnig nú.
Hmm... auðséð að honum líst ekki alveg nógu vel á... finnst þær greinilega eitthvað linar og slappar. Viggo sem er ljúfmenni hið mesta býðst kurteislega til að gera eitthvað í málinu, vill jú að tútturnar séu fallega stífar og stinnar. Tútta, hálf vandræðaleg, þiggur það með þökkum. Og um leið og hún kaupir eitt stykki lás pumpar Viggo lofti bæði í fram- og afturtútturnar á reiðhjóli skvísunnar svo þær séu nú stífar og stinnar.
Það er skælbrosandi Tútta sem kveður hjá Viggo´s cyckler og þakkar frábæra þjónustu.

sunnudagur, 17. ágúst 2008

Brjálað að gera á Vesturbrú!


Tútta kippir kjúlla út úr frystinum og hringir yfir á númer tólf. Dinner kannske i aften? Af því Túttu langar svo að spjalla við einhvern sem er eldri en átta?
Júmm! Hittir svo vel á að vinur og kollegi frá Ísrael, Yoav Shamir er akkúrat staddur hér núna... mætum báðir í grafinn lax og kjúlla!
Oh my! Tútta er barasta umvafin múví-selebertíi og reynir að vera kúltíveruð. Þeir tala báðir hebresku... frægir í heimalandinu fyrir heimildamyndir... og nokkuð myndarlegir báðir tveir. Hmm... Tútta er soldið sona uppmesér! Ekki á hverjum degi sem mar fær sona fíra po bobesög.
Og áhugavert hvað mannfræðin og heimildamyndagerð eiga margt sameiginlegt.
http://electronicintifada.net/v2/article3232.shtml



Jahjernahér! Tútta skilur ikke í þessum látum og skemmtilegheitum í Danska.

Á laugardagsmorgun hringir síminn. Stelpur! Á fætur! Nú er það Bakken sko! Benný, vores yndislegi chauffeur og allt múlígman er á línunni. Drífa sig! Gamanið bíður! Úps, Tútta og Tjása sturta sig í hvelli og gera sig reddí. Gvöh! Gaman! Haldið af stað með bros á vör. Þvílíkur skemmtigarður! Og skógurinn í kringum. Tútta óskar þess að eiga tímavél og vera komin til ársins 1876... í tjulli og pallíettum, í hestvagni, áleiðis í teboð í Hvidovre... Oh dear! Keep on dreaming baby!

Túttu liggur á!

Jæja! Túttu finnst tímabært að fara að undirbúa væntanlegt háskólanám sitt. Bókar tíma hjá námsráðgjafa til að fullvissa sig um að skráning kúrsa og umsókn um stúdentakort séu nú í höfn.
Tútta vill einnig fara að fá bókalista og stundatöflu í hendur svo hún geti nú farið að skipuleggja... hún er nebblea soldið klippt og skorin með allt solleiðis... og soldið stressuð yfir þessu öllu saman.


Dótið bíður!


Og enn og aftur uppgötvar Tútta að sama hraðaogstress-tempóið og heima á Fróni er ekki til staðar í Danskalandinu.


Neee... er henni tjáð af námsráðgjafanum, engir bókalistar tilbúnir, og ekki heldur kortið . Skólinn byrjar ekki fyrr en í september! En?... en...??? stynur Túttan... þarf mar ekki að fara að gera eitthvað??? Nei nei blessuð slakaðu á, farðu frekar niðrí bæ og fáðu þér öl og vertu róleg! Njóttu sumarsins! Skólinn byrjar ábyggilega einhverntíma!
Og með það fer Túttan niðrí bæ... fær sér öl og reynir að vera róleg á danskan máta... og huxar með sér... skólinn byrjar ábyggilega einhverntíma???!!!


En námskeiðin sem hún á eftir að stúdera í vetur eru spennandi:

Danish culture and society
The Anthropology of gender and conflict, between experience and categoresation
Sundhedens Anhropology
http://sis.ku.dk/kurser/portal2.aspx?pnr=0

föstudagur, 15. ágúst 2008

Yndislegt fólk! Yndisleg mannfræði!

Naomi kveikir á kertum fyrir Sabbath

Púff! Föstudagskvöld og annasöm vika að baki. Bimsa er sko fyrirmyndarnemandi í Vesterbro- Nyskole er Túttumömmu tjáð þegar hún sækir afkvæmið í dag. Þurfum aðeins að trítmenta hana sérstaklega... vegna þess að hún er örvhent... annars er þetta barn frábært!
Wúúú! Stelpurnar svo glaðar! Helgin framundan og hjólað niðrí bæ og Túttumamma má til með að splæsa soldið á Bimsuna. Kaupum peysu, gallabuxur og naríur, allt voða voða smart.
Skvísurnar rétt nýkomnar heim þegar dyrabjallan hringir!
Have´nt seen you for a looong time!! segir sá ísraelski á Kristjaníuhjólinu með börnin sín tvö. Ætlum að baka pítsur á eftir... komið þið ekki yfir og borðið með okkur???
Joouuú! skrækir Túttumamma og útskýrir annir síðustu daga... skúlestart og soddan noget sem stelpurnar hafa verið uppteknar við!... en... mætum selfölgelig!
Föstudagur... og nú fengum við að sjá Sabbath! Oh my!... fallegt ritúal.
Og Túttan hugsar til allra þeirra fjölbreyttu og ólíku hefða sem eiga sér stað hjá fólki um allan heim... hjá mismunandi þjóðum við mismunandi aðstæður. Merkileg mannfræði!
Hey! Það er útibíó á Íslandsbryggju í kvöld! Hjólum öll þangað, kaupum popp og kók og liggjum á teppi í grasinu.. yndislegt veður... yndislegt fólk... yndisleg mannfræði!

fimmtudagur, 14. ágúst 2008

For you are beautiful...

...and I have loved you dearly, more dearly than a spoken word can tell.
-Whittacker

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Lífið er eins og net



Tútta hefur upplifað soldið blendnar tilfinningar í dag og síðustu daga. Meira að segja snökkt pínulítið í koddann sinn seint á kvöldin. En það er allt í lagi, bara hollt og gott fyrir sálina og líkamann.

Tútta hefur nebblea upplifað gamla nostalgíu... með dásamlegum manneskjum sem hafa alltaf verið henni afar kærar. Þessar dásamlegu manneskjur dúkkuðu upp hér í borginni í síðustu viku og Tútta og Tjása hafa átt með þeim frábærar kvöldstundir nú í vikunni.

Yfir yndislegum mat og drykk, hlátri, gríni og skemmtlegum samræðum... hefur Tútta upplifað allt eins og það var áður... áður en allt varð öðruvísi.

Ástæðan er sú að Túttan er með soldið utanáliggjandi tilfinningakerfi. Hún grenjar stundum smávegis og hugsar um hversu lífið er hverfult. Eitt sinn á maður eitthvað sem manni er svo kært... svo fer það frá manni... og eftir stendur minningin ein. Svo góð minning.

En eitthvað nýtt kemur í staðinn... og löngu tímabært að Túttan hætti að skæla.

Og Túttu finnst lífið stundum eins og net. Eins og kaðlanetið sem Bimsa situr í á myndinni. Þræðir sem liggja í allar áttir... og svo er bara að klifra og klifra, halda sér fast, mjög fast... og sjá hvar maður lendir!

Bimsa litla sem hefur notið samverunnar við ömmu og afa er hins vegar komin með farastjórapróf í Tívolí og tekur að sér alla almenna leiðsögn um skemmtigarðinn ef þess er óskað!

mánudagur, 11. ágúst 2008

Alle börn i Danmark! Skolestart i dag!

Bo aðalkennari og öll útlensku börnin hans.


Noh! klukkan hringir... og Túttumamma rýkur frammúr. Fyrsti skóladagur Bimsu og allt gert klárt. Sturta, bursta, borða og flúnkunýrri skólatösku skellt á bakið á pínu áttaviltri danskri námsmey sem er að hefja skólagöngu í Vesturbrúar-nýjaskóla í dag. http://www.vesterbronyskole.kk.dk/.
Hjólað af stað! Upp Istegade, inn Enghavevej... Tíhí! Gaman gaman!




Bimsa og skólasystur hennar frá Thailandi og Pakistan.


Bimsa er skráð í móttökubekk, sumsé fyrir börn sem ekki tala dönsku og eru ekki alveg tilbúin fyrir hefðbundið skólastarf. Túttumamma fór hamförum á skólaskrifstofum borgarinnar í byrjun júlímánaðar og fékk loforð um að Tjásan yrði flutt í sinn hverfisskóla um leið og hún yrði tilbúin dönskulega séð. Hún veit að það tekur ekki langan tíma fyrir Tjásuna, svo dugleg stelpa sem hún er, en hefur jafnframt loforð um að hún megi dvelja áfram í móttökuskólanum ef henni líkar þar vel.

Skvísunum er vísað upp á 5. hæð í útlenska bekkinn sem samanstendur af um það bil tólf börnum frá hinum ýmsu heimshlutum, Kína, Brasilíu, Columbíu, Thailandi, Póllandi, Eritreu (Oh dear! Hvar er nú sá staður?) og Pakistan svo fátt eitt sé nefnt... og fjórum kennurum. Bo, sem er yfirstrumpur og dáldið fatlaður á fæti. Hanne, sem verður Bimsu innan handar og hjálpar henni að skilja dönskuna. Valde, sem er stuðbolti og spilar á þverflautu og svo Rikke, hún kennir stærðfræði og er ósköp sæt. Rasmus íþróttakennari rekur líka inn nefið og minnir alla á íþróttatíma á þriðjudögum. (Tútta fær pínu sona sottlar snnnjörnur í augun, Gvöh! svo myndarlegur maðurinn!)
Svo hefst bara gleði! Allt svo afslappað, stundataflan verður tilbúin einhvern tíma í næstu viku, iss, höfum ekki áhyggjur af solleiðis pappír segir yfirstrumpur og tekur fram gítarinn. Söngbókum er dreift um bekkinn, Valde blæs í flautuna og allir syngja. "Uss mamma... þú syngur svo hátt!" hvíslar Tjása og lítur vandræðalega í kring um sig. Núnú!....Hmm... túttumamma sem lifir sig inní skólabegynnelsið af alhug lækkar aðeins í raddböndunum og heldur sig til hlés. Júmm, best að nota tækifærið og hverfa í nokkrar mínútur og leyfa Tjásu að spreyta sig einni og mingla án galandi mömmunar.
Túttumamma fer og skoðar Fritidshjemmet sem heitir UNO. Sambærilegt við Skólakot heima á Íslandi. Ekki að spyrja að! Frábærar móttökur og frábær aðstaða fyrir Bimsulínu í vetur, á meðan Túttumamma er í sínum skóla að læra mannfræði.
Oh! Svo glaðar stelpur sem hjóla heim með danska lestrarbók í farteskinu.. og ætla að vera duglegar að æfa sig heima! Svo er bekknum boðið í pikknikk á morgun í Söndermarken sem er rétt hjá dýragarðinum ...svo allir krakkarnir kynnist betur.
En Túttumamman galandi á víst að vera heima á meðan!

laugardagur, 9. ágúst 2008

There are only two ways to live your life...

... one is as though nothing is a miracle,
the other is as though everything is a miracle.
- Albert Einstein

fimmtudagur, 7. ágúst 2008

Megi vegurinn koma á móti þér...

... megi vindurinn alltaf vera í bakið á þér, megi sólin skína blítt á andlit þitt, rigningin falla mjúklega á akur þinn og... þar til við hittumst á ný, megi Guð varðveita þig í lófa sínum.

-Írsk blessun

þriðjudagur, 5. ágúst 2008

Harðsoðnar fréttir af fyrirtækjarekstri

Siglt um Nýhöfn, Kristjaníu og Íslandsbryggju með Tönju og Ingu.



Montin skólastúlka!


Jæja! Þar sem Tútta er í bullandi útrás í Danska, þeysandi á hjólinu á milli stofnana... aðallega skólastofnana og ýmissa opinberra stjórnsýslu-apparata, tók hún hliðarspor áVesturbrú í dag... til venstre... og smellti sér inn í NORDEA BANK.


Hmm... Ja! Goddag! Jæ vil gjærne obne en bankerægning??? Júmm, Selfööölgelig! segir þessi elskulegi maður sem tekur á móti Túttunni... hefur hún sósíalsekjúritinúmmer?
Nema hvað! Auðvitað getur Tútta flaggað flúnkunýrri danskri kennitölu fyrir sig og sitt slekt og gerir sig nú nokkuð breiða, svona á meðan kontóristinn byrjar að pikka inn upplýsingar um Túttu og hennar kompaní í danska systemið. Þótt Tútta sé bankastjóri í Sjálfsínsbanka þykir henni öruggara að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni ef ske kynni að efnahagssystem LÍN og ákveðinna meðlagsgreiðenda á Fróni fari fjandans til, vitandi hversu erfitt það er að halda úti námsmeyjum í Danska.


Og þar með er opnaður bankareikningur á nafni Túttu með kr. núll að innistæðu í NORDEA BANK . En Túttu finnst það allt í lagi. Hún er vön solleiðis fyndni. Iss piss! hugsar hún og tekur í spaðan á þessum myndarlega bankamanni og þakkar viðskiptin... vitandi að allt á eftir að ganga vel ef jákvætt hugarfar er efst á præoritílista fyrirtækisins. Hva! Tútta, sem er forstjóri, stjórnarformaður, einræðisherra, mamma, skemmtikraftur og kokkur... lætur ekki smámuni koma sér úr jafnvægi. Með de samme hjólar hún skælbrosandi út í dönsku tilveruna, ásamt litla verðmætasjóðnum sem nýverið hefur eignast nýja skólatösku... og fær sér pulsu með remólæðe og stekt lög. Og þær eru harðákveðnar báðar tvær, hún og Tjása, að... hmm... eggin í körfunni séu sko HARÐSOÐIN!


Þrátt fyrir miklar annir í fyritækjarekstri er brjálað að gera í opinberum heimsóknum á Vesturbrú þessa dagana. Kór Menntskólans við Hamrahlíð gerði víðreist í Danska um daginn og fyrirtæki Túttunnar var falið að geyma íslenska þjóðbúninga, þreytta ferðalanga og farangur þeirra dagpart... og hafði mikið gaman af!

Einn af ferðaglöðum nemendum úr Víðistaðaskóla, hún Tanja... hmm... meira hvað þessi börn úr 3ja AE ferðast!... kom í opinbera heimsókn ásamt móður sinni Ingu, farin var sigling um kanalinn, kúltiveraður kvöldverður í kjölfarið, mikið fjör, mikið sykurflipp, og mikið gaman gaman...


Og svo er von á gesti á morgun... spennandi gesti... í tvo daga... og Túttu hlakkar mikið til!

sunnudagur, 3. ágúst 2008

Þakka þér Guð...

... fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur tekið frá mér.
En umfram allt þakka ég þér Guð, fyrir það sem þú hefur skilið eftir hjá mér, það er bati, hugarró... trú, von og kærleikur.
-Bænir fyrir tólf sporin.

Í loftbelg

Benny Oster er enn og aftur mættur á tröppurnar. Og nú til að splæsa Tívolíferð á skvísurnar. Engar dömur dvelja sumarlangt í borginni án þess að fara í þennan fallega skemmtigarð segir hann.

Svísurnar þiggja ferðina með þökkum og skríkja og hlægja í sex klukkutíma á meðan á skemmtuninni stendur.

Hvernig er annað hægt á svona fallegum sumardegi?

föstudagur, 1. ágúst 2008

Heaven or hell?

Tútta er að spekúlera... af því hún er dýravinur og þolir illa að sjá búrdýr... hvort þessir eymingjans flakkarar sem stigu á land á Fróni fyrr í sumar og voru skotnir á fjöllum og sendir til Guðs... hvort þeim hafi liðið betur í þessari steypugryfju í dýragarðinum í Kaupmannahöfn eins og til stóð, hefðu þeir náðst?

Nee... held ekki.

Er ekki betra að vera sendur til himna frekar en til helv...???