föstudagur, 28. nóvember 2008

Tútta og herra Malinowski


Tútta hefur átt andlega samleið með Herra Malinowski í vetur. Þau hafa hist nánast á hverjum degi frá því síðsumars. Margir sem til hans þekkja telja hann sjálfumglaðan og stundum hrokafullan draumóramann sem sér veröldina í rómantísku ljósi. En Tútta hefur haft ánægu af þessum kynnum og getur að mörgu leyti samsamað sig karlinum á þessum 525 blaðsíðum sem hún hefur hitt hann fyrir í bókinni Argonauts of the Western Pacific, etnógrafíu sem hann skrifaði snemma á síðustu öld.
Tútta samsamar sig vegna þess að hún sjálf hefur séð veröldina í rómantísku ljósi, hélt að dvöl sín hér í Danska draumalandinu yrði dans á rósum. Að hún gæti setið í tjalddyrunum eins og karlinn gerði og stúderað mannfræðina í ræmur, sjálfumglöð og rómantísk.
En Tútta gerir sér grein fyrir að raunveruleikinn er annar. Og einginn dans á rósum. Nú liggur bara klaki og snjór yfir þeim.

Tútta hefur tekið þá ákvörðun að koma heim um áramót.
Ekki sátt, en verður að horfast í augu við raunveruleikann enda orðið hráslagalegt í tjalddyrunum hennar.

Og af því Tútta og herra Malinowski eiga nebblea svo margt sameiginlegt þá er hún að spekúlera...
Var það ekki hann sem hljóp inn í brennandi hús á sínum tíma? Á meðan allir hinir hlupu út?
Kannski hún sé á leið úr öskunni í eldinn?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ykkur verður sárt saknað af Islands Brygge búum... :,(

Kigga sagði...

Nú er bara að koma heim og saman stofnum við:
Kula-skiptigjaldmiðilinn. ;)

Kíktu endilega á bloggið okkar, þar eru umræður í gangi.

kv
KristínA

Nafnlaus sagði...

Já líst vel á! Notum við ekki perlur í staðin fyrir krónuna?
Þá kostar kaffið í Hámu tvær bláar, eina rauða og eina gula.
Súkkulaðibitakakan góða muniði? Hún kostar fimm bleikar.
Deal?

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að fá þig aftur í H.Í. eftir áramótin, það hefur verið hálf tómlegt án þín í vetur ;).

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það Kristín mín. Hlakka líka til að koma aftur í HÍ.