Ökólógíski bóndinn, fararstjórinn og sérlegi sendiherrann sem fyrr er getið á þessu bloggi hefur miklar áhyggjur af afkomu íslensku námsmeyjanna sinna... ásamt efnahagsástandi fyrrum kólóníu danaveldis, hendist út á ballarhaf og veiðir í soðið. Kemur færandi hendi og ekki í fyrsta skipti.
Værsogoð mine elskelige damer!
Og hér með varpar Tútta spurningu til vina sinna sem lesa þetta blogg um leið og hún ropar sæl og södd:
Fæst áll keyptur heima í búðum? Er hann dýr?
Spyr vegna þess að þvílíkan herramannsmat hefur Tútta sjaldan bragðað. Og kallar hún ekki allt ömmu sína þegar kemur að fullnægingu bragðlaukana.
Nebblea... sonna.... ómótstæðileg nautn í miðri kreppu.
2 ummæli:
MMMM þetta er sko herramanns matur.
Kv Dóra
MMMM segir bara sú hálfdanska og þekkir þetta greinilega. Hef því miður aldrei smakkað þennan herramannsmat en "lookaði" vel á pönnunni hjá þér enda snilldarkokkur líka. Hefði kannski haft færi á að smakka ef við hefðum komist í ferðina fyrirhuguðu til þín sem því miður varð ekkert úr Gulla mín :-) en.. gott að vita að vel sé hugsað um ykkur amk :-) kv. Ragga ormur
Skrifa ummæli