fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Ormur? Snákur? Slanga?

Næh!... segir Túttumamma þegar blessað Bimsubarnið spyr hvað móðir hennar sé að elda eitt kveldið hér í Danska. Þetta er áll. Danskur áll, veiddur norður á Sjálandi sérstaklega handa Túttumömmu og Tjásu og bragðast afskaplega vel.
Ökólógíski bóndinn, fararstjórinn og sérlegi sendiherrann sem fyrr er getið á þessu bloggi hefur miklar áhyggjur af afkomu íslensku námsmeyjanna sinna... ásamt efnahagsástandi fyrrum kólóníu danaveldis, hendist út á ballarhaf og veiðir í soðið. Kemur færandi hendi og ekki í fyrsta skipti.
Værsogoð mine elskelige damer!

Állinn skorinn í bita... velt upp úr eggi og raspi... salt og pipar... steiktur þar til dásamlegur ilmur umlykur allt eldhúsið. Kartöflur með miiiiiklu smjööööri og rugbrööööd... Tuborg jule-öllarinn med naturligvis. Uh! Mmmmm...... (Ákavíti var ekki til á bænum... en skaðar ekki að bjóða með.)

Og hér með varpar Tútta spurningu til vina sinna sem lesa þetta blogg um leið og hún ropar sæl og södd:
Fæst áll keyptur heima í búðum? Er hann dýr?
Spyr vegna þess að þvílíkan herramannsmat hefur Tútta sjaldan bragðað. Og kallar hún ekki allt ömmu sína þegar kemur að fullnægingu bragðlaukana.
Nebblea... sonna.... ómótstæðileg nautn í miðri kreppu.



2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

MMMM þetta er sko herramanns matur.
Kv Dóra

Unknown sagði...

MMMM segir bara sú hálfdanska og þekkir þetta greinilega. Hef því miður aldrei smakkað þennan herramannsmat en "lookaði" vel á pönnunni hjá þér enda snilldarkokkur líka. Hefði kannski haft færi á að smakka ef við hefðum komist í ferðina fyrirhuguðu til þín sem því miður varð ekkert úr Gulla mín :-) en.. gott að vita að vel sé hugsað um ykkur amk :-) kv. Ragga ormur