Jibbíííí! Loksins kom úrskurðurinn frá kennaranum hér í Danska. Tútta búin að vera hengd upp á þráð síðan hún skilaði þessari blessaðri ritgerð sem var að ganga frá henni dauðri hér um daginn.
Og Tútta er sko glööööööð! Nú er bara að spýta í lófana, brosa út að eyrum og halda áfram, áfram, áfram....!
Og það er ekki hægt annað en að gleðjast þrátt fyrir allt og allt. Til dæmis er þessi litla Bimsubaun á myndinni aaaalgjöööör snillingur. Búin að fljúga ein heim til Íslands og til baka, byrjuð í nýjum skóla og nýju fritidshjem... Sönn hetja sem er sterk, dugleg og kjörkuð. Ótrúlega flott stelpa sem stendur keik eins og mamma sín.
Og það er sko fjör á Vesturbrú þessa dagana. Sóley, elskuleg vinkona í heimsókn í heila viku hjá Túttu og Tjásu. Erum gasalega menningarlegar slúðurdósir allar þrjár og njótum þess að lifa! Hlustum á ABBA, skoðum söfn og sýningar, borðum á okkur gat og chillum feitt!
(Eh.... lesum sko líka dönsku, mannfræði og lögfræði hmm....)
13 ummæli:
Frábært frábært !
Til hamingju með þennan áfanga Gulla mín !
Það var svo sem aldrei vafi :-)
Þú getur ALLT sem þú villt !
kær kveðja
Ási - vinur.
til hamingju með góða umsögn; vissi að þú myndir tækla þetta
gaman að fá alvöru bloggfærslu aftur, kvarta svo sem ekki yfir myndunum af duglegu skottunni en það er bara svo gaman að fá texta með, tala nú ekki um ef hann í lengri kantinum og fjallar um nám :-)
kveðja frá info-fíkli á fróni
Hæ stelpur!Ekki amalegt að fá svona komment á ritgerðina sína en kemur ekkert á óvart þegar Tútta heldur á pennanum.Er nebblega skrambi góður penni stelpan sem við öll þekkjum sem lesum bloggið hennar.Góða skemmtun allar þrjár þann tíma sem þið hafið saman í Danska landinu .Kveðja Tittur Easy Rider
Til hamingju með þetta elsku Bugga mín...
keep up the good work..
kv.Tinna frænka
Til hamingju Gulla mín. Still going strong!!
kveðja
Gumma
sælar mæðgur
gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur. Ég er á leið til DK í næstu viku og aldrei að vita nema í ég rúlli við og steli einum frænkuknús.
kv. Gréta Rún
Til hamingju með það Gulla.
Flott mynd af sætustu stelpunni í Danmörku :-)
Til hamingju með þetta elsku Gulla.
Knúsaðu Birnu frá okkur.
Kv, Sif, Jara Mjöll og Viktoría
Dugleg ertu frænka, ánægð með þig. :)
Oohhh...hva ég hlakka til að fá vinkonu mínar í danzkalandið, alltaf so gaman að tjilla og slúðra... ;)
Lov frá
Islands Brygge.
Mange tak!
Til hamingju með þetta Gulla og gaman að þetta gengur vel.
Gengur Bimsu ekki líka vel í nýja skólanum?
Kveðja
Margrét Hrefna
Betra seint en ekki en óska þér til hamingju með þennan árangur Gulla mín. Ég les bloggið nefnilega afturábak, svolítill rússi í mér sérstaklega eftir að til stóð að þeir veittu okkur lánið góða!!! en þarf að fara að venja mig á að lesa rétt næst. Les hér líka um Bimsu og hennar dugnað ekki að spyrja að því og óska henni til hamingu með það einnig. Keep up the good work, girls :-)
Kv. Ragga rússi!!!
Skrifa ummæli