mánudagur, 27. október 2008
laugardagur, 25. október 2008
Fær Títla að gista eina nótt hjá Túttu og Tjásu?
Jammí jammí, þetta á sko við hjólaskvísurnar.
Kúrum svo heima í sófa, slúðrum og blöðrum eins og sönnum dúllum er lagið.
Takk elsku Títla fyrir frábæra samveru!
þriðjudagur, 21. október 2008
Túttumamma og Bimsubarnið unnu keisið!!!

Túttumamma á fundi með skólastjórnendum í Danska.
Muniði að Túttumamma var að berjast við danska skólakerfið?
Og danska "systemið" sagði nei, látum ekki kjaftfora kellingu frá Íslandi segja okkur fyrir verkum. Þrátt fyrir þeirra mörgu mistök og skort á þjónustu við Bimsubarnið, þá á hún að vera kjur í móttökuskólanum. Og "kerfið" gerði svo sannanlega STÓR mistök: Buðu barninu pláss í Tove Ditlevsenskole en drógu síðan allt til baka á forsendum sem standast ekki einu sinni lagalega eftir því sem Tútta kemst næst. Og Túttumamma með sína sterku réttlætiskennd og vissu um að Bimsa fari í þann skóla sem búið var að lofa henni situr marga fundi með ýmsum ráðamönnum menntakerfisins. Málið velkist í kommúnuni fram og til baka og burókratar reyna að sannfæra Túttumömmu um að hún hafi ekki keis!
Jæja? Ekki keis sumsé? Bíðið nú aðeins hægir kæru starfsmenn danska menntamálaráðuneytisins!
Tútta skellir bunka af sönnunargögnum á borðið, lætur þessa ágætu menn einnig vita að íslenska sendiráðið í Danmörku sé meðvitað um málið, lögfræðingur Túttu heima á Fróni er í viðbragðsstöðu og ef þeir vilja hneyksli??? Ekki málið af hendi Túttu að fara með þetta public í Jyllandposten... standi þeir ekki við það loforð sem upphaflega var gefið og Tútta er með skriflegt fyrir framan þá! Og hana nú!
The worst fight you can get into, is a fight with a mother who is definding her offspring!
Og þar með strunsar Túttumamma af fundi með nefið upp í loft.
Hvað á að gera við svona breddur frá Íslandi? Nú sitja þeir sveittir, búnir að kú... upp á bak verða að leysa málið.
Vika líður... Bimsa fer til Íslands... og kemur til baka... Túttumamma er mætt... og nú frískleg með sólbrúnt nef á enn einn fundinn sem hún er boðuð á.
Joooúúúú, vi kan nu se at du har ret! Segja þeir. Viljum ekki sendiráð, lögfræðinga, pressuna og allt yfir okkur, nóg að díla við smávaxna freka ljósku með bein í nefinu og réttlætiskenndina í lagi.
Birne er jou hjertelig velkommen til Tove Ditlevsenskole!
Það voru sko glaðhlakkalegar mæðgur sem splæstu í ís þennan dag!
Og þeir héldu að Túttan hefði ekki keis! Tíhí!!!
laugardagur, 18. október 2008
Tútta goes native!
Með görnina í lagi og tveggja metra háan lífvörð á hælunum hefst nú ævintýri Túttu!
(Lesendur bloggsins geta klikkað á myndirnar til að sjá þær stærri.... belive me! Its worth it!)
Tútta þorir ekki að stela steini. Öflug öryggisgæsla Egyptana á flugvellinum sér til þess að ekki fari sandkorn úr landi í farangri ferðamanna.
Vúúú! Sjórinn er svoooo kristaltær... og heitur! Allt svo tandurhreint og ósnortið. Tútta trúir varla því sem hún er að upplifa. Ef til er paradís á jörð... þá er það hér!
Er þessi heimur til? Er hann ekki bara á póstkortum eða í bíómyndum? Eða í skólabókum mannfræðinemans?
Tútta nýtur þess að teygja úr sér og láta sólina verma kroppinn þegar komið er aftur heim á hótel. Í sundlaugargarðinum bíða þjónarnir eftir ljóskunni og lífverðinum sem ekki víkur frá Túttu í þessu framandi landi. Hmm.... mætti bjóða dömunni einn svaladrykk áður en farið er út að borða týpískan egypskan dinner ? Falafel, kjöt, baunir, döðlur og ólífur. Oh! Dear! Þetta á nú vel við Túttu.
Tútta tekur sér ferð á hendur inn í eyðimörkina. Smá smjörþefur af fieldwork. Í hitanum og þurkinum markar hún spor sín í sandinn. Eflaust eru þau horfin næsta dag... hver veit? Það sem er til staðar í dag, er ekki endilega til staðar á morgun. Það vitum við vesturlandabúar að minnsta kosti þessa dagana.
Tútta ER í raunveruleikanum... þessi heimur ER TIL! Og mannfræðistúdínan frá Köbenhavns Universitet ER stödd í Afríku! Með Súdan, Líbýu og gvöð veit hvað í nágrenninu!
(Hmm!... Besked til professor Eggertsson: Been there! Done that!)
Svo kurteisir, brosmildir og þjónustulundaðir þessar elskur. Landið þeirra er fátækt, lífsskilyrðin erfið og þeirra menningarheimur litinn hornauga sumstaðar á vesturlöndum. Tútta upplifir hins vegar kurteisi og vinsemd frá þessari þjóð og er þakklát fyrir að fá að vera gestur í þeirra landi.
5000 þúsund ára saga og menning þessa lands er hins vegar staðreynd. Og Tútta er orðlaus yfir öllu því sem hún upplifir. Hún vill sjá og kynnast fólkinu sem þarna býr. Go native girl!
Í tjaldbúðum Bedúina í eyðimörkinni gerir Tútta sér grein fyrir hversu lífsskilyrði hennar eru góð þrátt fyrir dansk/ íslenska efnahagskreppu. Hún hefur rafmagn og rennandi vatn. Þótt bankinn hennar sé farinn á hausinn og íslensku aurarnir hennar á genginu núll upp á Fróni, á hún að minnsta kosti sjampó í hausinn og flæskesteg í frystinum í Danskalandinu. Gestgjafar Túttu þennan dag, Bedúinar Egyptalands eiga einungis kameldýrið sitt, geit og eldstæði. Þeir eiga líka mörg þúsund ára menningarsögu sem hefur lítið sem ekkert breyst þrátt fyrir peninga og valdagræðgi manna hér á jörð.
Þeir brosa... sýna henni stoltir heimilin sín, bjóða Túttu til kvöldverðar, syngja fyrir hana, og benda henni á stjörnubjartan himininn sem er svo magnaður þarna í auðninni.
Ekkert rafmagn, ekkert vatn... engin verðbréf... bara kyrrð... og endalaus hvítur sandur... svo langt sem augað eygir. Í svarta myrkri og algjörri þögn eyðimerkurinnar horfir Tútta í augun á þessu merkilega fólki og hugsar með sér... hversu heppin hún er að vera manneskja og... mannfræðinemi. Að fá að lifa, læra og njóta... meðtaka öll þau undur... og áföll... sem lífið og heimurinn hefur upp á að bjóða.
Hafi Tútta einhverntíma upplifað Paradís... þá er það nú!
föstudagur, 17. október 2008
sunnudagur, 12. október 2008
mánudagur, 6. október 2008
Bros...
miðvikudagur, 1. október 2008
If you can´t fight them... then join them!
Þessi orð góðrar vinkonu heima á Íslandi vekja Túttuna úr þunglyndisdvalanum. Tútta er búin að grenja mikið og röfla í símann yfir Atlantshafið. Svo gott að elskuleg og kær vinkona heima nennir að hlusta. Og nú rís Tútta úr öskustónni og ætlar að snúa blaðinu við. Sumsé... stop fighting and join!
Skal nú gerð grein fyrir áætluninni:
Nr. 1: Tútta getur ekkert gert þótt húsaleigan hér hafi hækkað um 50 þús. ísl. vegna slæms gengis íslensku krónunnar. Hún skuldar bara smá meira eftir þetta námsár. Púnktur. Þar með er málið út af borðinu og Tútta hættir að berjast við íslenska hagkerfið.
Nr. 2: Tútta er búin að böglast í að skrifa 8 blaðsíðna ritgerð á ensku (ásamt því að skila inn nokkurum verkefnum til HÍ) um Procreative technologies með tilliti til siðferðis. Málefni sem er mjög umdeilt í mannfræðinni og er Túttu allt of skylt og algjörlega ofviða. Ókí, veit... soldil bjartsýni. Tútta skilar inn ritgerðinni, annað hvort staðin eða fallin, það kemur í ljós. Tútta hættir að berjast við slæma samvisku um lélegan námsárangur og tekur því sem koma skal með æðruleysi.
Nr. 3: Dönsk skólayfirvöld. Þvílíkt batterí! Tútta vill að Bimsubarnið skipti um skóla. Ýmsar uppákomur í Vesterbro NySkole hafa orsakað togstreitu milli Túttu og skólayfirvalda í Danska. Túttan rífur kjaft á skrifstofum borgarinnar og finnur þessa dásamlegu tilfinningu þegar frekjan flæðir um allan kroppinn. Svona frekjukast sem "sumir" hafa ekki skilning á. Fyllir mann orku og eldmóð, ótrúlegt energí. Því Tútta er með sterka réttlætiskennd þegar kemur að velferð Bimsu litlu. En Dönskum er ekki haggað. Bimsan á að vera kjur í Vesterbro NySkole eru skilaboðin.
Ókí.... Tútta ákveður smá plott. If you can´t fight them... then join them! Verður gerð grein fyrir framvindu þeirrar sögu þegar málum lyktar.
Tútta er sumsé... hægt og sígandi... að fara úr svartsýniskasti... yfir í bjartsýniskast. Vonar í hjarta sínu að aðrir íslendingar upplifi það sama.
Erum jú hamingjusamasta þjóð í heimi ekki satt?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)