sunnudagur, 21. september 2008

Haltu þinni beinu braut...

...ber þitt ok með snilli
gæfan svo þér gefi´í skaut
guðs og manna hylli.
-HKL

miðvikudagur, 17. september 2008

Tútta er í kasti!


Sumsé kvíðakasti.
Eftir því sem meira skikk kemst á skólastartið hér... og heima, sekkur Tútta lengra og lengra niðrí sófann í stofunni sinni. Gvöh! Hvurnin í ósköpunum á hún að komast yfir þetta allt saman? Verkefni, ritgerðir, framsögur... endalaus vinna framundan og tíminn svo stuttur!
Tútta analýserar málið og reynir að finna lausnir:
Ráða eina tælenska í eldamennsku, þrif og þvotta? Uss! Solleiðis ekki á fjárlögum í bili.
Klóna sig? Veit ekki hvort hægt sé að biðja um slíkt í Danska... og gæti tekið of langan tíma.
Ráða helgarpabba? Gjööörðu svo vel! Hér er ein níu ára orkusuga með munnræpu og athyglisþörf. Kostar stundum pening, sérstaklega þegar labbað er fram hjá ísbúð! Mátt skila henni seinnipart sunnudags. Neee.... Tútta tímir ekki að missa gleðigjafann.
Hringja í LÍN og benda þeim á að miðað við vinnuframlag ætti námslánið að vera í nokkurum miljónum per mánuð? Iss... þeir hlusta ekki á solleiðis píp!
Biðja almættið um fleiri klukkustundir í sólarhringinn? Ekki alveg viss hvernig hnattstöðu Danskalandsins er háttað með tilliti til sambandsins. (get hugsanlega tékkað á því á morgun.)
Tútta andar í gegnum nefið, tekur nokkrar jógastöður... og veit að svona kast kemur tvisvar á ári, á haust- og vormisseri.
Veit að þetta gengur yfir eins og óveðrið heima í gær. Nú er bara að skipuleggja... og skipuleggja... og vinna og vinna.
Tútta ætlar nebblea að taka pakkann með stæl og er svo ánægð að hafa nóg að gera í lífinu!

þriðjudagur, 16. september 2008

Min förste danske flæskesteg!

Mmm... röðkol, bruneðe kartoffler, sultetoj.... og frábærir matargestir!
Ástæðan fyrir fámenni borðhaldsins þegar myndin er tekin... er frk. Ísabella sem fangaði athygli matargesta út á miðju stofugólfi.


Kappinn búinn að hjóla í Kristjaníu og fá sér eina merkta!

Á spjalli við enn einn ísraela um kvikmyndagerð.

sunnudagur, 14. september 2008

Þetta er nú svindl mamma!

Af hverju er Óli bróðir í fríi en við þurfum að læra og fara í skólann?
Bimsu þykir frekar fúlt að þurfa að vakna í skólann á meðan stóri bróðir hrýtur á vindsænginni frammi í stofu.
En svona er nú lífið hjá námsmeyjum í danska útskýrir Túttumamma og bendir bauninni á, að þrátt fyrir lífsins amstur og skyldur höfum við svo sannarlega átt yndislegar gæðastundir öll saman síðustu daga.
Borðað góðan mat, hjólað um allar trissur, farið í afmælisveislu til litlu frænku á Íslandsbryggju og gvöð veit hvað.
Ókí... sú stutta fellst á útskýringuna og heldur áfram að leggja saman, draga frá, deila og margfalda...
... og ætlar að halda áfram að dobbla bróður sinn í hitt og þetta skemmtilegt fram á fimmtudag!

fimmtudagur, 11. september 2008

Kemurðu með mér til HURGHADA?

Tútta og sérlegi sendiherrann og bílstjórinn Benny sitja yfir kaffispjalli.
HURGHADA? spyr Tútta. Hvað er nú það? Súpermarkaður? Safn? Bókabúð hér í Danska?
Næ!.... segir sendiherrann. HURGHADA er í Egyptalandi. Er að spá í vetrarfrí þar niðurfrá og langar að bjóða þér með!
????!!!! WHAT!!!!!??????
Nú er Tútta orðlaus (gerist sjaldan) og fer öll í flækju. Veit sosum og grunar að kappinn er soldið skjótlaður í skvísunni, (skjótlaður, sbr. að vera skotinn í einhverjum á magisterísku).
Sendiherrann útskýrir: Hmm... jooouu, jæ veð að Birne gor hjem til Island í næste moneð... kommer du ikke med?

Hux... hux... MIKIÐ HUXXXXXXXX!!!!!!!!!!!!!!!!!! (Tútta er enn ekki að ná þessu). Tja... freistandi að setja fyrirtækjarekstur, skólabækur og skyldurækni smá stund upp í hillu.
Eh!..... hmm.... jou tak! jæ vil gjerne komme med!
Tútta er sumsé á leið til Egyptalands í næsta mánuði og fer nú ekki fleiri sögum af því ævintýr fyrr en seinna... púnktur.

miðvikudagur, 10. september 2008

Yndislegur afmælisdagur!

Smá plott í gangi í Danska. Leynigesturinn mættur. Óli bróðir lendir um hádegi og Bimsa veit ekki neitt. Allt klappað og klárt fyrir átta daga dvöl og yndislega samveru. Ferðatösku skellt inná stofugólf, einn öllari opnaður fyrir þreyttan ferðalang og svo er hjólað í UNO til að sækja afmælisskvísuna... oh! my! vildi að þið hefðuð séð svipinn á henni!
Eftir fagnaðarfundi er brunað heim og nammi skellt á eina brúna. Sú stutta með munnræpu... bæði á dönsku og íslensku... trúir því varla að stóri bróðir sé kominn! Ætlar svo sannarlega að notfæra sér tækifærið í heila viku!

Klukkan fjögur koma gestir... pakkar... gleði... gaman! Litla snúllan er nafli alheimsins í dag!
Og svo.... gott að leggjast á koddann sinn í kvöld... og vita af öllum sem elska mann.
Bimsa þakkar öllum þeim sem hafa glatt hana í dag með kveðjum, símtölum og heimsóknum.
Er ekki dásamlegt að vera 9 ára?

Hún á afmæli í dag!

Nývöknuð og búin að opna pakkann sinn.
Hún á afmæli í dag!
hún á afmæli í dag!
hún á afmæli hún Bimsa
hún er 9 ára í dag!

þriðjudagur, 9. september 2008

Kúrsafréttir af fyrirtækjarekstri

Kannast háskólanemar við svona sjón?


Hmm... Tútta hefur verið að huxa mikið síðustu viku. Þess vegna hefur hún lítið gasprað á þessu bloggi. Ástæðan er sú að Tútta er jú forstjóri og stjórnarformaður í eigin fyrirtæki og þar sem athyglin hefur beinst að nýhafinni skólagöngu hennar hér við Kaupmannahafnarháskóla, hefur verið nóg að gera. Mál hafa verið yfirfarin, haldnir hafa verið (eins manns)fundir, staðan endurskoðuð eins og gengur og gerist í fyrirtækjarekstri. Auk þess er Tútta önnum kafin við önnur störf, svo sem eins og sækja og senda verðmætasjóðinn í skólann, hjóla í búðina, láta læra, elda mat og þvo þvotta. Inn á milli hendir hún sér svo í tölvuna, fylgist með fyrirlestrum í Árnagarði og Odda, rumpar af tveimur verkefnum og hraðsendir þau til Íslands.

Tútta vill jú að reksturinn gangi upp hér í vetur og veit að einn starfsmaður annar ekki starfi margra. Eftir mikið hux ákveður Tútta að segja sig úr einu námskeiði hér og taka annað í staðinn heima. Það kom nefnilega í ljós að eitt námskeið átti upphaflega að vera kennt á ensku en reyndist svo vera á dönsku. Tútta er ekki alveg tilbúin í heilsu- og sjúkdómamannfræði á dönsku sprogi... auk þess sá Tútta að þetta yrði strembinn kúrs.

Tútta er alsæl með þessa ákvörðun sína, les nú tvö fög við Kaupmannahafnarháskóla og önnur tvö við Háskóla Íslands fram að jólum.

Og þess vegna er skælbrosandi vika fram undan. Bimsan á afmæli á morgun, Tútta bakar eina brúna og sú stutta fer með sleikjó í skólann handa bekknum sínum. Afmælispakkinn býður innpakkaður upp í skáp og von er á gestum.

En stærsta gjöfin kemur með flugi í hádeginu á morgun frá Íslandi. Leynigestur, ssshhh... og Bimsa veit ekki neitt!

Tíhí! Gaman!

fimmtudagur, 4. september 2008

Brosið er eins og pósturinn...

... dreifir glaðningi til fólks.
Stundum kemur hann ekki með glaðning.
Ef þú brosir alltaf...færðu alltaf skemmtilegan póst.
-Júlíus Júlíusson.

mánudagur, 1. september 2008