sunnudagur, 21. september 2008
miðvikudagur, 17. september 2008
Tútta er í kasti!
þriðjudagur, 16. september 2008
Min förste danske flæskesteg!
sunnudagur, 14. september 2008
Þetta er nú svindl mamma!

Bimsu þykir frekar fúlt að þurfa að vakna í skólann á meðan stóri bróðir hrýtur á vindsænginni frammi í stofu.
En svona er nú lífið hjá námsmeyjum í danska útskýrir Túttumamma og bendir bauninni á, að þrátt fyrir lífsins amstur og skyldur höfum við svo sannarlega átt yndislegar gæðastundir öll saman síðustu daga.
Borðað góðan mat, hjólað um allar trissur, farið í afmælisveislu til litlu frænku á Íslandsbryggju og gvöð veit hvað.
Ókí... sú stutta fellst á útskýringuna og heldur áfram að leggja saman, draga frá, deila og margfalda...
... og ætlar að halda áfram að dobbla bróður sinn í hitt og þetta skemmtilegt fram á fimmtudag!
fimmtudagur, 11. september 2008
Kemurðu með mér til HURGHADA?

HURGHADA? spyr Tútta. Hvað er nú það? Súpermarkaður? Safn? Bókabúð hér í Danska?
Næ!.... segir sendiherrann. HURGHADA er í Egyptalandi. Er að spá í vetrarfrí þar niðurfrá og langar að bjóða þér með!
????!!!! WHAT!!!!!??????
Nú er Tútta orðlaus (gerist sjaldan) og fer öll í flækju. Veit sosum og grunar að kappinn er soldið skjótlaður í skvísunni, (skjótlaður, sbr. að vera skotinn í einhverjum á magisterísku).
Sendiherrann útskýrir: Hmm... jooouu, jæ veð að Birne gor hjem til Island í næste moneð... kommer du ikke med?
Hux... hux... MIKIÐ HUXXXXXXXX!!!!!!!!!!!!!!!!!! (Tútta er enn ekki að ná þessu). Tja... freistandi að setja fyrirtækjarekstur, skólabækur og skyldurækni smá stund upp í hillu.
Eh!..... hmm.... jou tak! jæ vil gjerne komme med!
Tútta er sumsé á leið til Egyptalands í næsta mánuði og fer nú ekki fleiri sögum af því ævintýr fyrr en seinna... púnktur.
miðvikudagur, 10. september 2008
Yndislegur afmælisdagur!
þriðjudagur, 9. september 2008
Kúrsafréttir af fyrirtækjarekstri
Hmm... Tútta hefur verið að huxa mikið síðustu viku. Þess vegna hefur hún lítið gasprað á þessu bloggi. Ástæðan er sú að Tútta er jú forstjóri og stjórnarformaður í eigin fyrirtæki og þar sem athyglin hefur beinst að nýhafinni skólagöngu hennar hér við Kaupmannahafnarháskóla, hefur verið nóg að gera. Mál hafa verið yfirfarin, haldnir hafa verið (eins manns)fundir, staðan endurskoðuð eins og gengur og gerist í fyrirtækjarekstri. Auk þess er Tútta önnum kafin við önnur störf, svo sem eins og sækja og senda verðmætasjóðinn í skólann, hjóla í búðina, láta læra, elda mat og þvo þvotta. Inn á milli hendir hún sér svo í tölvuna, fylgist með fyrirlestrum í Árnagarði og Odda, rumpar af tveimur verkefnum og hraðsendir þau til Íslands.
Tútta vill jú að reksturinn gangi upp hér í vetur og veit að einn starfsmaður annar ekki starfi margra. Eftir mikið hux ákveður Tútta að segja sig úr einu námskeiði hér og taka annað í staðinn heima. Það kom nefnilega í ljós að eitt námskeið átti upphaflega að vera kennt á ensku en reyndist svo vera á dönsku. Tútta er ekki alveg tilbúin í heilsu- og sjúkdómamannfræði á dönsku sprogi... auk þess sá Tútta að þetta yrði strembinn kúrs.
Tútta er alsæl með þessa ákvörðun sína, les nú tvö fög við Kaupmannahafnarháskóla og önnur tvö við Háskóla Íslands fram að jólum.
Og þess vegna er skælbrosandi vika fram undan. Bimsan á afmæli á morgun, Tútta bakar eina brúna og sú stutta fer með sleikjó í skólann handa bekknum sínum. Afmælispakkinn býður innpakkaður upp í skáp og von er á gestum.
En stærsta gjöfin kemur með flugi í hádeginu á morgun frá Íslandi. Leynigestur, ssshhh... og Bimsa veit ekki neitt!
Tíhí! Gaman!