Löngu ákveðið að geispa, teygja úr sér og vera latar í dag. Sunnudagsmorgnar eru svo ómótstæðilegir.
Fyrsti sunnudagur í aðventu hér í Danska og mæðgurnar sofa fram eftir. Bimsubaunin búin að búa til jóladagatal í skólanum handa mömmu sinni, mamma sín búin að kaupa "Highschool Musical" dagatal í NETTO handa Bimsu... dojjj! Erum í kleinu yfir spenningnum að vakna báðar að morgni 1. des.
En fyrst er að leyfa sér að chilla á sunnudagsmorgni. Tútta er að leggja lokahönd á námið sitt hér. Skilar inn ritgerðum og verkefnum og undirbýr sig undir próf frá HÍ eftir viku. Tútta er í stresskasti og hefur samband við kennarann sinn að heiman.
"Eh! Uhm... Sko! Sigurjón! Ég veit ekki hvort ég meika þetta! Hef verið fjarnemandi, ekki setið kúrsa hjá þér, fæ stopular upplýsingar á netinu, upptökur hafa klikkað, er ekki með ykkur í tímum, er ein hér útí í Köben. Kræst! Er búin að reyna að taka námsefnið í nefið síðan í september..... Hjeeelp! Ég er fallin"
"Guðbjörg mín, vertu róleg... ef þú klárar þig á prófinu eins og þú hefur gert í verkefnaskilum hingað til... þarftu ekki að hafa áhyggjur."
Og þar með andar Tútta aðeins léttar og er skráð í fjarpróf í Jónshúsi mánudaginn 8. des. kl. 10 púnktlich.
Þess vegna er soooo roooosa gott að vera í letikasti á sunnudegi vitandi að næsta vika fer í próflestur dauðans!
Rétt fyrir hádegi er bankað á dyrnar. Mille skúlesöster er komin ásamt móður sinni að bjóða Bimsu í heimsókn. Mille býr á númer níu við Oehlenschlægersgade og hele familien ætlar að gera kertaskreytingar í dag. Svo ætla nágrannar að hittast út í garði seinnipartinn, aðvents-hygge með æbleskiver og júleglögg. Bimsa er svo sannarlega til í að sósjalera med en venninde!
Tútta notar tækifærið. Svooo sjaldan sem hún er barnlaus og á fritid. Hringir í Mr. Altmúligman og óskar eftir transporti ud på landeð. Langar svoooo rosalega að sjá safn Karen Blixen som er ikke so langt her fra????
Selfölgelig! Segir bílstjórinn, kippir Túttu upp í bílinn og saman keyra þau Strandvejen, yndisvej... og skoða safn og sögu þessa merkilegu konu sem Tútta hefur analýserað soldið í gegnum mannfræðina.
"Nú fáum við okkur ekte dansk júlefrokost!" segir bílstjórinn að lokinni ferð til Rungstedlund vitandi að Tútta er alltaf til í að víkka út bragðlauka-elementið.
Menningarvitinn Tútta, sem hefur verið með gapandi munninn yfir allri þessari upplifun á safninu er sko aldeilis til í dansk júlefrokost á aðventu með jólaljósum og hyggeligheð.
Mmmm.... síld, kapers og rugbröð, rökt ål, steikt röðsprette með remúlæði, æbleflesk með lög, risengröd og oster... Tuborg júleöl...... Dæligt!
Tútta er í fimmta gír eftir þennan dag! Og er sko alveg til í próflestur, kvíðaköst og svefnleysi í næstu viku eftir svona trít!