sunnudagur, 30. nóvember 2008

Geisp á fyrsta í aðventu

Rungstedlund, í garði Karenar Blixen

Löngu ákveðið að geispa, teygja úr sér og vera latar í dag. Sunnudagsmorgnar eru svo ómótstæðilegir.
Fyrsti sunnudagur í aðventu hér í Danska og mæðgurnar sofa fram eftir. Bimsubaunin búin að búa til jóladagatal í skólanum handa mömmu sinni, mamma sín búin að kaupa "Highschool Musical" dagatal í NETTO handa Bimsu... dojjj! Erum í kleinu yfir spenningnum að vakna báðar að morgni 1. des.
En fyrst er að leyfa sér að chilla á sunnudagsmorgni. Tútta er að leggja lokahönd á námið sitt hér. Skilar inn ritgerðum og verkefnum og undirbýr sig undir próf frá HÍ eftir viku. Tútta er í stresskasti og hefur samband við kennarann sinn að heiman.
"Eh! Uhm... Sko! Sigurjón! Ég veit ekki hvort ég meika þetta! Hef verið fjarnemandi, ekki setið kúrsa hjá þér, fæ stopular upplýsingar á netinu, upptökur hafa klikkað, er ekki með ykkur í tímum, er ein hér útí í Köben. Kræst! Er búin að reyna að taka námsefnið í nefið síðan í september..... Hjeeelp! Ég er fallin"
"Guðbjörg mín, vertu róleg... ef þú klárar þig á prófinu eins og þú hefur gert í verkefnaskilum hingað til... þarftu ekki að hafa áhyggjur."
Og þar með andar Tútta aðeins léttar og er skráð í fjarpróf í Jónshúsi mánudaginn 8. des. kl. 10 púnktlich.
Þess vegna er soooo roooosa gott að vera í letikasti á sunnudegi vitandi að næsta vika fer í próflestur dauðans!


Rétt fyrir hádegi er bankað á dyrnar. Mille skúlesöster er komin ásamt móður sinni að bjóða Bimsu í heimsókn. Mille býr á númer níu við Oehlenschlægersgade og hele familien ætlar að gera kertaskreytingar í dag. Svo ætla nágrannar að hittast út í garði seinnipartinn, aðvents-hygge með æbleskiver og júleglögg. Bimsa er svo sannarlega til í að sósjalera med en venninde!
Tútta notar tækifærið. Svooo sjaldan sem hún er barnlaus og á fritid. Hringir í Mr. Altmúligman og óskar eftir transporti ud på landeð. Langar svoooo rosalega að sjá safn Karen Blixen som er ikke so langt her fra????
Selfölgelig! Segir bílstjórinn, kippir Túttu upp í bílinn og saman keyra þau Strandvejen, yndisvej... og skoða safn og sögu þessa merkilegu konu sem Tútta hefur analýserað soldið í gegnum mannfræðina.

Danskurinn kannetta sko!

"Nú fáum við okkur ekte dansk júlefrokost!" segir bílstjórinn að lokinni ferð til Rungstedlund vitandi að Tútta er alltaf til í að víkka út bragðlauka-elementið.

Menningarvitinn Tútta, sem hefur verið með gapandi munninn yfir allri þessari upplifun á safninu er sko aldeilis til í dansk júlefrokost á aðventu með jólaljósum og hyggeligheð.
Mmmm.... síld, kapers og rugbröð, rökt ål, steikt röðsprette með remúlæði, æbleflesk með lög, risengröd og oster... Tuborg júleöl...... Dæligt!
Tútta er í fimmta gír eftir þennan dag! Og er sko alveg til í próflestur, kvíðaköst og svefnleysi í næstu viku eftir svona trít!

föstudagur, 28. nóvember 2008

Tútta og herra Malinowski


Tútta hefur átt andlega samleið með Herra Malinowski í vetur. Þau hafa hist nánast á hverjum degi frá því síðsumars. Margir sem til hans þekkja telja hann sjálfumglaðan og stundum hrokafullan draumóramann sem sér veröldina í rómantísku ljósi. En Tútta hefur haft ánægu af þessum kynnum og getur að mörgu leyti samsamað sig karlinum á þessum 525 blaðsíðum sem hún hefur hitt hann fyrir í bókinni Argonauts of the Western Pacific, etnógrafíu sem hann skrifaði snemma á síðustu öld.
Tútta samsamar sig vegna þess að hún sjálf hefur séð veröldina í rómantísku ljósi, hélt að dvöl sín hér í Danska draumalandinu yrði dans á rósum. Að hún gæti setið í tjalddyrunum eins og karlinn gerði og stúderað mannfræðina í ræmur, sjálfumglöð og rómantísk.
En Tútta gerir sér grein fyrir að raunveruleikinn er annar. Og einginn dans á rósum. Nú liggur bara klaki og snjór yfir þeim.

Tútta hefur tekið þá ákvörðun að koma heim um áramót.
Ekki sátt, en verður að horfast í augu við raunveruleikann enda orðið hráslagalegt í tjalddyrunum hennar.

Og af því Tútta og herra Malinowski eiga nebblea svo margt sameiginlegt þá er hún að spekúlera...
Var það ekki hann sem hljóp inn í brennandi hús á sínum tíma? Á meðan allir hinir hlupu út?
Kannski hún sé á leið úr öskunni í eldinn?

sunnudagur, 23. nóvember 2008

Músik Performans í JúleTivoli

Stúmm yfir herlegheitunum!

Umm... æbleskiver, varm sjokolaðe og júleglögg



Það er orðið jólalegt hér í Danska. Verslanir smátt og smátt að skreyta allt hátt og lágt og ilmur af eplaskífum og jólaglöggi í loftinu. Bimsubarnið búin að fylgjast mjög náið með í fjölmiðlum hvenær Tivoli opnar.


Svo loksins... loksins... gefur Túttumamma grænt ljós á ferðina. Stelpurnar fara í hvurjar gammósíurnar á fætur annarri, setja á sig trefla, húfur og vettlinga því það er kalt. Þær arka niður Vesturbrú á slaginu þrjú, algjörlega meðvitaðar um hvenær dimmir því þær ætla að ná ljósaskiptunum í þessum fallega garði.


"Leiddu mig, leiddu mig... ekki týna mér, ekki týna mér" segir Túttumamma á sirka hálfrar mínútu fresti í þrjá klukkutíma. Bimsan er nebblea eins og skopparabolti um allan garð, svo mikið að gera hjá ungri Kaupmannahafnarstúlku á laugardegi sko!


Mæðgurnar skrolla um allan garð, dolfallnar yfir herlegheitunum. Splæsa í nokkur leiktæki, kaupa jólasveinahúfu og Bimsan heldur músik- tónleika fyrir gesti og gangandi.


Að lokum fá þær sér svo eplaskífur með sultetoj og flórsykri, kakó og heitt jólaglögg þegar tásurnar eru orðnar alveg ís... ís... ííííískaldar.




Myndskeið af hljóðfæraleikara

miðvikudagur, 19. nóvember 2008

Tútta verslar blýanta

Tútta hefur haft mikið gagn og gaman af mismunandi sjónarmiðum blogg-lesenda frá síðustu færslu hér og er oggu pons upp með sér að fá komment frá fólki sem hún veit engin deili á.
Takk Nanna, hver sem þú ert. Nebblea nákvæmlega svona er staða draumóra námsmanna, erlendis í dag.
Mannfræðinemi eins og Tútta sem alltaf er í húmanískum pælingum og er opin fyrir öllum skoðunum, hlutlaust (nema hvað?) tekur fagnandi ólíkum perspektívum á tilveruna... annað væri smekkleysa, bæði gagnvart faginu og lýðræðislegu málfrelsi. Keep on folks!

Tútumamma fór ásamt Bimsu dönskunema að versla blýanta í dag. Pennaveskið var sumsé orðið fátæklegt þar sem Bimsubarnið er á "yddara-skeiðinu".
Ydda, ydda, ydda, úps! Blýanturinn horfinn???
Svo þurfti einnig að kaupa afmælisgjöf... því Mille skúlesöster, verður 9 ára på fredag og alle í klassen er boðið í teiti.

Afmælisgjöf: Farveblyanter for Mille: kr. 45 dkr.
Skrúfblyant for Birne skolepige: kr. 25 dkr. (Af því hann er svooo bleikur og svooo flottur mamma!)
Variente blyanter með strokleðri og yddara: kr. 59 dkr. (Því pennaveskið er tómt)
Samtals 129 dkr. (Sem teknar eru á láni frá Nye Kauptjing, sem tekur lán frá Seðlabankanum, sem tekur lán frá IMF, sem tekur lán frá .........)

Svo er hvurjum og einum frjálst að reikna á því gengi sem hentar hvurju sinni.
Tútta hins vegar huxar sinn gang (mange ganger) þegar hún borgar kr. 3044- iskr. fyrir blýanta... og á þá eftir að kaupa í matinn... og skeinipappír!

mánudagur, 17. nóvember 2008

Túttuþrá eftir sálrænu logni.

Logn

Tútta hefur stundum verið spurð af vinum sínum á Íslandi hvort þetta blessaða ástand í efnahagsmálum sé ekki að koma illa við hana eins og marga aðra námsmenn erlendis. Kannski hefur hún verið spurð vegna þess hversu lítið hún hefur fjallað um stöðu sína hér í Danska eftir að holskeflan reið yfir. Og ekki síst vegna þess að hún veit að vinum sínum er ekki sama um stelpurnar hér.

Jú vissulega hefur ástandið á Íslandi áhrif á afkomu Túttumömmu og litla verðmætasjóðinn. Í raun svo mikla, að Tútta gerir lítið annað en að hugsa um stöðu sína og Bimsubarnsins, á milli þess sem hún hreinlega ullar á skólabækurnar. Bagalegt ástand í fjármálaflutningi yfir Atlantshafið, hækkun á húsaleigu og þar með talið allri framfærslu hér hafa rænt Túttu þeim fáu aurum sem hún hefur úr að spila til að geta séð sér og Bimsubauninni farborða. En það sem Túttu þykir kannski verst, er að hún hefur einnig verið rænd námsgleðinni. Þess vegna ullar hún stöðugt á skruddurnar og finnst þær ekki eins skemmtilegar og áður. Ulla... Ojjj...

Þegar svo er komið, verður Tútta að taka í hnakkadrambið á sér og spyrja sig nokkura spurninga:

Á Tútta að koma heim um áramót, alkomin? Í svart skammdegi og óðaverðbólgu? Sleppa seinna misserinu hér og einbeita sér í HÍ? Hún tapar reyndar ekki neinu, er þegar að skila fullu námi á þessu misseri. Er nebblea dugleg skólastúlka hún Tútta sko!

Þá þarf að gera ýmsar ráðstafanir sem ekki voru á planinu þegar æfintýrið hófst. Finna samastað fyrir mægðurnar og koma Bimsu í sinn gamla skóla aftur. Athuga hvort meðlagsgreiðandinn á Íslandi væri til í smá félagslega aukavinnu inn í sitt líf?... fyrr en áætlað var.

Eða... á Tútta að vera kjur? Reyna að strögla og öðlast námsgleðina á ný? Halda áfram að skuldsetja sig og bíða eftir dönsku vori með sól í hjarta? Sem kemur líklega fyrr hér en heima. Bíða eftir einhvers konar logni?

Tútta er sumsé í óskaplegum pælingum þessa dagana... og veit barasta hreinlega ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Vinstri... hægri.... vinstri... hægri.... vin.........

fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Ormur? Snákur? Slanga?

Næh!... segir Túttumamma þegar blessað Bimsubarnið spyr hvað móðir hennar sé að elda eitt kveldið hér í Danska. Þetta er áll. Danskur áll, veiddur norður á Sjálandi sérstaklega handa Túttumömmu og Tjásu og bragðast afskaplega vel.
Ökólógíski bóndinn, fararstjórinn og sérlegi sendiherrann sem fyrr er getið á þessu bloggi hefur miklar áhyggjur af afkomu íslensku námsmeyjanna sinna... ásamt efnahagsástandi fyrrum kólóníu danaveldis, hendist út á ballarhaf og veiðir í soðið. Kemur færandi hendi og ekki í fyrsta skipti.
Værsogoð mine elskelige damer!

Állinn skorinn í bita... velt upp úr eggi og raspi... salt og pipar... steiktur þar til dásamlegur ilmur umlykur allt eldhúsið. Kartöflur með miiiiiklu smjööööri og rugbrööööd... Tuborg jule-öllarinn med naturligvis. Uh! Mmmmm...... (Ákavíti var ekki til á bænum... en skaðar ekki að bjóða með.)

Og hér með varpar Tútta spurningu til vina sinna sem lesa þetta blogg um leið og hún ropar sæl og södd:
Fæst áll keyptur heima í búðum? Er hann dýr?
Spyr vegna þess að þvílíkan herramannsmat hefur Tútta sjaldan bragðað. Og kallar hún ekki allt ömmu sína þegar kemur að fullnægingu bragðlaukana.
Nebblea... sonna.... ómótstæðileg nautn í miðri kreppu.



þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Vill einhver?... einhver?....

... láta Túttu vita þegar fréttir berast af fyrirhugaðri aðstoð íslenskra yfirvalda til námsmanna erlendis???

miðvikudagur, 5. nóvember 2008

mánudagur, 3. nóvember 2008

Dear Gudbjorg, I am happy to tell you...

... that you have passed your exam for the course in Danish culture and society.Your essay has a fine argument, the litterature is relevant and the text focused on the subject.

Jibbíííí! Loksins kom úrskurðurinn frá kennaranum hér í Danska. Tútta búin að vera hengd upp á þráð síðan hún skilaði þessari blessaðri ritgerð sem var að ganga frá henni dauðri hér um daginn.

Og Tútta er sko glööööööð! Nú er bara að spýta í lófana, brosa út að eyrum og halda áfram, áfram, áfram....!

Og það er ekki hægt annað en að gleðjast þrátt fyrir allt og allt. Til dæmis er þessi litla Bimsubaun á myndinni aaaalgjöööör snillingur. Búin að fljúga ein heim til Íslands og til baka, byrjuð í nýjum skóla og nýju fritidshjem... Sönn hetja sem er sterk, dugleg og kjörkuð. Ótrúlega flott stelpa sem stendur keik eins og mamma sín.

Og það er sko fjör á Vesturbrú þessa dagana. Sóley, elskuleg vinkona í heimsókn í heila viku hjá Túttu og Tjásu. Erum gasalega menningarlegar slúðurdósir allar þrjár og njótum þess að lifa! Hlustum á ABBA, skoðum söfn og sýningar, borðum á okkur gat og chillum feitt!

(Eh.... lesum sko líka dönsku, mannfræði og lögfræði hmm....)