
Ef þið pírið augun og getið gert sjónina tvöfalda!!.... horfið síðan á Óla minn... þá sjáið þið Helga minn líka!
Börnin mín... gimsteinarnir mínir. Bimsa mín farin til Mallorka með pabba sínum, Óli minn í bænum að vinna, Helgi minn bóndi í Skarði í sumar. Og ég að fara í nótt. Er búin að vera soldið sentimental í dag. Allt eitthvað svo skrítið stundum þetta líf.
En... lifa læra og njóta. Öll gerum við þetta, hvert á okkar hátt. Vil trúa því að æðri máttur, hver sem hann er, leiði okkur áfram um ókomna tíð.
Hugsa stöðugt til ykkar, Óli, Helgi og Bimsubaun. (ps. Bimsu finnst gaman að flétta!)
1 ummæli:
Gangi þér vel úti, passaðu bara að taka ódýra bjórin ekki of opnum örmum;) Kveðja
Skrifa ummæli