fimmtudagur, 26. júní 2008
miðvikudagur, 25. júní 2008
Gimsteinarnir mínir.

Ef þið pírið augun og getið gert sjónina tvöfalda!!.... horfið síðan á Óla minn... þá sjáið þið Helga minn líka!
Börnin mín... gimsteinarnir mínir. Bimsa mín farin til Mallorka með pabba sínum, Óli minn í bænum að vinna, Helgi minn bóndi í Skarði í sumar. Og ég að fara í nótt. Er búin að vera soldið sentimental í dag. Allt eitthvað svo skrítið stundum þetta líf.
En... lifa læra og njóta. Öll gerum við þetta, hvert á okkar hátt. Vil trúa því að æðri máttur, hver sem hann er, leiði okkur áfram um ókomna tíð.
Hugsa stöðugt til ykkar, Óli, Helgi og Bimsubaun. (ps. Bimsu finnst gaman að flétta!)
Kvöldganga
mánudagur, 23. júní 2008
Smart síminn minn!

Fór í Tal í dag og keypti Smart-pakka. Í alvöru... ekki að djóka... heitir sumsé smart-pakki.
Hann er þess eðlis að ég tengi smart-stykki við ráder í Danskalandinu og þar með get ég hringt í heimasíma á Íslandi ókeypis. Ekki slæmt fyrir blanka námsmey :) og.... þið getið hringt í mig og greiðið aðeins eins og um innanbæjarsímtal sé að ræða!! Smart?
Mér finnst þetta geggjað og gef hér með upp þetta töfra-smart-símanúmer sem tengist líklega fljótlega í byrjun júlí: 496-0718
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)