Tútta og Tjása fara í sveitaferð og heimsækja yndislega vini sem stunda danskan hobbý-búskap. Með kindur, endur, hunda og hesta... og einn kött.
miðvikudagur, 17. júní 2009
þriðjudagur, 16. júní 2009
Höll Sumarlandsins
Tútta og Tjása eru mættar aftur í Danska. Þess vegna var tilvalið að opna bloggið aftur ef ske kynni að vinir og vandamenn vildu fylgjast með skjátunum í sumar. Svo er alltaf gaman að blogga smá þegar Tútta er orðin leið á námsbókum. Jámm... eh... námsbókum... því ætlunin er að byrja að skrifa lokaritgerð hér í sumar og mikið um að ske í kollinum á Túttu varðandi það konsept. Tútta gæti hugsanlega deilt einhverjum mannfræðipælingum með lesendum í sumar. En meira um það seinna!
Mæðgurnar lentu heilu og höldnu snemma í gærmorgun og fyrsta erindi Tjásu litlu var að athuga hvurnin kartöflu-uppskerunni hennar liði. Þegar Bimsan var hér í Danska um páskana setti hún nebblea niður kartöflur með Altmúligmanninum ásamt ýmsum öðrum ætilegum hlutum... og viti menn! Allt dótaríið er í blússandi vexti.
Íbúarnir í Höll Sumarlandsins gæddu sér á nýuppteknum kartöflum og meðlæti útá verönd í gærkveld... í sól og 18° hita.
Hils! og meira blogg seinna!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)